Bæjarstjórn

7193. fundur 25. apríl 2006
3209. fundur
25.04.2006 kl. 16:00 - 19:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Nói Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Naustahverfi, áfangi 1/NV-hluti - deiliskipulag við Kjarnagötu - reitir 1 og 2
2006040043
4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 5. apríl 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. S-/B-laga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Naustahverfi 1. áfangi - deiliskipulag - reitur 28
2006010153
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 19. apríl 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með breytingum sbr. bókun umhverfisráðs og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli þess.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 10 samhljóða atkvæðum.


3 Hrísey - fjölnotahús - deiliskipulag
2006020059
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 19. apríl 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli þess.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Grænhóll - deiliskipulag
2006010152
4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 19. apríl 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli þess.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


5 Hesthúsahverfi, Hlíðarholt - endurskoðun deiliskipulags
2006020060
5. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 19. apríl 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


6 Reglur um dagvist aldraðra
2006040023
5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 10. apríl 2006:
Félagsmálaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir Reglur um dagvist aldraðra með 11 samhljóða atkvæðum.


7 Tillaga um breytingu á Reglum um afgreiðslu umsókna um búsetu með þjónustu fyrir fatlaða
2006030118
6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 10. apríl 2006:
Félagsmálaráð samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um breytingu á Reglum um afgreiðslu umsókna um búsetu með þjónustu fyrir fatlaða með 11 samhljóða atkvæðum.


8 Tillaga um breytingu á reglum um afgreiðslu umsókna um skammtímavistun fyrir fatlaða
2006030119
7. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 10. apríl 2006:
Félagsmálaráð samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um breytingu á Reglum um afgreiðslu umsókna um skammtímavistun fyrir fatlaða með 11 samhljóða atkvæðum.


9 Aðalskipulag Akureyrar 1998-2018 - endurskoðun 2005-2018
2005110030
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 19. apríl 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagi með breytingum í samræmi við bókun umhverfisráðs verði auglýst að nýju í heild sinni sbr. 17. og 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.
Fram var lögð tillaga frá meirihlutanum í bæjarstjórn í tengslum við afgreiðslu á 1. lið í fundargerð umhverfisráðs dags. 19. apríl 2006 svohljóðandi:
"Meirihluti B- og D- lista í bæjarstjórn Akureyrar leggur til við bæjarstjórn að mætt verði óskum þess stóra hóps Akureyringa sem sendi inn athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi bæjarins 2005-2018 og lutu að legu tengibrauta og nýtingu Akureyrarvallar.

Lagt er til að á árinu 2006 verði lokið við að leggja Miðhúsabraut frá Mýrarvegi að Súluvegi í einum áfanga. Til verkefnisins verði veitt 100 millj. kr. aukafjárveitingu við endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006.
Á aðalskipulagi verði gert ráð fyrir Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis en framkvæmdir við götuna ekki hafnar fyrr en áhrif af lagningu Miðhúsabrautar hafa verið könnuð og aðrir kostir reyndir til þrautar. Ef gatan verður lögð verður haft samráð við íbúa og hverfisnefndir um hönnun hennar.

Lagt er til að Akureyrarvallarsvæðið verði tekið undir útivistarsvæði, verslun og þjónustu ásamt íbúðabyggð til að tengja saman núverandi miðbæ og verslunarsvæði á Gleráreyrum.
Frjálsíþróttaaðstaða verði byggð upp á íþróttasvæðinu við Hamar í tengslum við Bogann og verði tilbúin fyrir Landsmót UMFÍ 2009.

Akureyrarvöllur verði ekki tekinn úr notkun fyrr en samkomulag liggur fyrir við íþróttafélögin KA og Þór um stuðning bæjarsjóðs við uppbyggingu félagssvæða þeirra."

Tillaga meirihlutans var borin upp og samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum

Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Gerði Jónsdóttur er varðar 3. tl. 1. liðar í fundargerð umhverfisráðs dags. 19. apríl 2006 svohljóðandi:
"Reitur merktur 1.33.15 (F) í tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 verði merktur sem opið svæði til sérstakra nota."

Tillaga Gerðar var borin upp og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.

Að teknu tilliti til framangreindra tillagna samþykkir bæjarstjórn tillögu umhverfisráðs með
9 atkvæðum gegn 2.10 Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2006
2006010144
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 12. apríl 2006:
Bæjarráð vísar tillögunni með áorðnum breytingum á 4. og 5. grein til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir Reglur um gatnagerðargjöld með áorðnum breytingum með 8 atkvæðum gegn 2.

Valgerður H. Bjarnadóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég er sammála þeim meginhugmyndum sem fram koma í tillögu að gjaldskrá gatnagerðargjalda og finnst eðlilegt að færa gjöldin hér á Akureyri nær því sem gerist í sambærilegum sveitarfélögum. Ég get þó ekki samþykkt svo mikla hækkun í einni lotu, tel eðlilegra að grípa til nokkurra þrepahækkana næstu árin. Ég lýsi reyndar furðu minni á því að ekki hafi komið fram slíkar tillögur síðustu ár, ef ljóst var að gjöldin hér væru óeðlilega lág, bæði miðað við önnur sveitarfélög og miðað við útgjöld bæjarins af gatnagerð."11 Starfsáætlun bæjarstjórnar
2005090053
Starfsáætlun jafnréttis- og fjölskyldunefndar.
Gerður Jónsdóttir bæjarfulltrúi og formaður jafnréttis- og fjölskyldunefndar gerði grein fyrir stöðu jafnréttis- og fjölskyldumála á vegum jafnréttis- og fjölskyldunefndar.
Almennar umræður bæjarfulltrúa urðu í kjölfarið.Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 6. og 12. apríl 2006
Umhverfisráð dags. 5., 10. og 12. (tvær) og 19. apríl 2006
Framkvæmdaráð dags. 31. mars og 7. apríl 2006
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 31. mars 2006
Menningarmálanefnd dags. 6. apríl 2006
Skólanefnd dags. 10. apríl 2006
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 11. apríl 2006
Félagsmálaráð dags. 10. apríl 2006
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 7. apríl 2006
Náttúruverndarnefnd dags. 12. apríl 2006
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 11. apríl 2006Fundi slitið.