Bæjarstjórn

7110. fundur 04. apríl 2006
3208. fundur
04.04.2006 kl. 16:00 - 17:52
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Hrafnabjörg 1- deiliskipulagsbreyting
2005080012
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 27. mars 2006:
Meirihluti umhverfisráðs leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar.
Fram kom tillaga frá bæjarstjóra um að vísa liðnum aftur til umhverfisráðs með ósk um að tillagan verði endurskoðuð. Gætt verði samræmis í götumynd og þarna verði heimilað að byggja einbýlishús. Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Reglur um styrki til félaga og félagasamtaka vegna fasteignaskatts
2006030069
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 23. mars 2006.
Bæjarráð samþykkir reglurnar að teknu tilliti til þeirra breytinga sem lagðar voru til við umræður á fundinum.
Fram kom ein leiðrétting, þ.e. fyrsta orðið í 4. grein á að vera "Bæjarráði" í stað "Bæjarstjórn".
Bæjarstjórn samþykkir Reglur um styrki til félaga og félagasamtaka vegna fasteignaskatts með framangreindri leiðréttingu með 10 samhljóða atkvæðum.3 Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2006
2006010144
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 30. mars 2006:
Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum um gatnagerðargjöld.
Bæjarráð vísar tillögunni til umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga frá bæjarstjóra um að vísa liðnum aftur til bæjarráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra með 8 atkvæðum gegn 1.


4 Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2005 - síðari umræða
2006030033
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 30. mars 2006:
Bæjarráð vísar ársreikningnum til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2005 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Ársreikningurinn var síðan undirritaður.5 Starfsáætlun bæjarstjórnar
2005090053
Starfsáætlun menningarmálanefndar.
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi og formaður menningarmálanefndar gerði grein fyrir stöðu menningarmála á vegum menningarmálanefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður bæjarfulltrúa urðu í kjölfarið.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 23. og 30. mars 2006
Umhverfisráð dags. 27. og 29. mars 2006
Menningarmálanefnd dags. 22. mars 2006
Skólanefnd dags. 27. mars 2006
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 28. mars 2006

Fundi slitið.