Bæjarstjórn

7059. fundur 21. mars 2006
3207. fundur
21.03.2006 kl. 16:00 - 19:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Bjarni Jónasson
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar las forseti upp tilkynningu frá L-lista, lista fólksins, um breytingu í nefnd svohljóðandi:

Kjörstjórn:
Þröstur Óskar Kolbeins kt. 170558-5969, tekur sæti varamanns í stað Huldu Stefánsdóttur, kt. 311258-2069.
1 Rangárvellir - deiliskipulag
2006030066
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 8. mars 2006:
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis við Rangárvelli dags. í mars 2006.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Krossaneshagi Óðinsnes - breyting á deiliskipulagi
2006030067
6. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 8. mars 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


3 Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2005 - fyrri umræða
2006030033
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 9. mars 2006:
Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.4 Starfsáætlun bæjarstjórnar
2005090053
Starfsáætlun skólanefndar.
Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Jón Kr. Sólnes formaður skólanefndar og gerði grein fyrir stöðu skólamála á vegum skólanefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður bæjarfulltrúa urðu í kjölfarið.5 Starfsáætlun bæjarstjórnar
2005090053
Starfsáætlun áfengis- og vímuvarnanefndar.
Gerður Jónsdóttir bæjarfulltrúi og formaður áfengis- og vímuvarnanefndar gerði grein fyrir stöðu forvarnamála á vegum áfengis- og vímuvarnanefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður bæjarfulltrúa urðu í kjölfarið.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 9. og 16. mars 2006
Umhverfisráð dags. 8. mars 2006
Menningarmálanefnd dags. 6. mars 2006
Skólanefnd dags. 13. mars 2006
Félagsmálaráð dags. 6. og 13. mars 2006
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 2. mars 2006
Náttúruverndarnefnd dags. 16. mars 2006
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 14. mars 2006

Fundi slitið.