Bæjarstjórn

6958. fundur 21. febrúar 2006
3205. fundur
21.02.2006 kl. 16:00 - 18:27
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Bjarni Jónasson
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Grænhóll - deiliskipulag
2006010152
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 25. janúar 2006.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. S-/B-laga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Naustahverfi 1. áfangi - deiliskipulag - reitur 28
2006010153
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 25. janúar 2006.
Meirihluti umhverfisráðs leggur til að byggingarreitur C1-húsa verði stækkaður þannig að hann sé dreginn í 3,5 m fjarlægð frá lóðarmörkum og húsið skuli snerta byggingarlínu sem er 6 m frá götu. Hámarksbreidd húsa C1 verði 10 m með götu og hámarkslengd 22 m. Einnig að kvöð um hljóðvegg við B-hús verði felld niður og í staðinn gert ráð fyrir hljóðskermun utan lóðar.
Meirihluti umhverfisráðs leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 25. gr. S-/B-laga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 10 atkvæðum gegn 1.

Bæjarfulltrúi Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað:
"Undirrituð telur nauðsynlegt að kanna frekar þörf fyrir fornleifarannsóknir á svæðinu, áður en deiliskipulagið er auglýst. Ljóst er að rask vegna vegar ofan fyrirhugaðs hringtorgs mun lenda inn á því svæði sem gamli Naustabærinn er talinn hafa staðið. Þar getur verið um að ræða minjar frá landnámsöld. Slíkar rannsóknir geta tekið mörg ár og því varhugavert að setja umrætt ferli af stað á þessu stigi."


3 Þrumutún 2 - breyting á deiliskipulagi
2005120073
5. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 25. janúar 2006.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Hrísey, fjölnotahús - deiliskipulag
2006020059
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 8. febrúar 2006.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi reits við Hólabraut/Austurveg, dags. 20. janúar 2006.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


5 Hesthúsahverfi, Hlíðarholt - endurskoðun deiliskipulags
2006020060
5. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 8. febrúar 2006.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


6 Reglur félagsmálaráðs Akureyrar um fjárhagsaðstoð
2005110082
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 26. janúar 2006.
Bæjarráð vísar Reglum félagsmálaráðs Akureyrar um fjárhagsaðstoð með áorðnum breytingum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir Reglur félagsmálaráðs um fjárhagsaðstoð með 11 samhljóða atkvæðum.


7 Reglur um dagþjónustu og aðstoð vegna atvinnu fyrir fatlað fólk
2005110070
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. febrúar 2006.
Félagsmálaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir Reglur um dagþjónustu og aðstoð vegna atvinnu fyrir fatlað fólk með
11 samhljóða atkvæðum.8 Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fjölskyldur barna með fötlun
2005110071
4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. febrúar 2006.
Félagsmálaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fjölskyldur barna með fötlun með
11 samhljóða atkvæðum.9 Þriggja ára áætlun 2007-2009 - síðari umræða
2005120056
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags 16. febrúar 2006.
Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun 2007-2009 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.
Áætlunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.


10 Starfsáætlun bæjarstjórnar
2005090053
Starfsáætlun félagsmálaráðs.
Jakob Björnsson bæjarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir stöðu félagsþjónustu á vegum félagsmálaráðs Akureyrarbæjar.
Almennar umræður bæjarfulltrúa urðu í kjölfarið.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 26. janúar, 2. , 9. og 16. febrúar 2006
Stjórnsýslunefnd dags. 15. febrúar 2006
Umhverfisráð dags. 25. janúar og 8. febrúar 2006
Framkvæmdaráð dags. 3. febrúar 2006
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 27. janúar og 10. febrúar 2006
Menningarmálanefnd dags. 26. janúar og 2. febrúar 2006
Skólanefnd dags. 23. og 30. janúar og 6. og 13. febrúar 2006
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 24. janúar 2006
Félagsmálaráð dags. 23. janúar og 6. febrúar 2006
Náttúruverndarnefnd dags. 19. janúar og 16. febrúar 2006
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 24. janúar og 14. febrúar 2006


Fundi slitið.