Bæjarstjórn

6832. fundur 24. janúar 2006
 
3204. fundur
24.01.2006 kl. 16:00 - 19:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

 


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari

 

Í upphafi fundar óskaði forseti bæjarfulltrúum, starfsmönnum Akureyrarkaupstaðar og íbúum öllum gleðilegs árs.

Því næst las forseti upp tilkynningu frá Vinstrihreyfingunni grænu framboði um breytingu í nefndum svohljóðandi:

Menningarmálanefnd:
Jón Erlendsson, kt. 041251-2989, tekur sæti varamanns í menningarmálanefnd í stað Þórhildar Örvarsdóttur, kt. 180476-3429.

Félagsmálaráð:
Kristín Sigfúsdóttir, kt. 130349-4719, tekur að nýju sæti aðalmanns í stað Valgerðar H. Bjarnadóttur sem leysti hana af í veikindaleyfi.

Þá las forseti upp tilkynningu um flokkaskipti frá Oktavíu Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa svohljóðandi:
"Frá og með 29. desember 2005 sagði ég undirrituð formlega skilið við Samfylkinguna og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Af því leiðir að ég á ekki lengur seturétt í bæjarráði sem áheyrnarfulltrúi en reikna með að aðrar nefndasetur verði óbreyttar."

 

1 Hrafnabjörg - breyting á aðalskipulagi
2005090041
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 14. desember 2005.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi við Hrafnabjörg var auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga hinn 17. október 2005.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingarmeðferðar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 9 atkvæðum gegn 1.

Bæjarfulltrúi Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað:
"Ég greiði atkvæði gegn þessari breytingu á þeim forsendum að hér er lagt til að eyðilögð verði enn ein gróðurvinin í bæjarlandinu og stangast það m.a. á við nýja Staðardagskrá sem er til samþykktar síðar á þessum fundi. Því er mótmælt að svæðið nýtist ekki sem útivistarsvæði. Þessi breyting er í mikilli andstöðu við næstu nágranna og kann það ekki góðri lukku að stýra."2 Hrafnabjörg 1 - breyting á deiliskipulagi
2005080012
4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 11. janúar 2006.
Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að endurskoðuð tillaga verði auglýst skv. 26. gr. S/B-laga. Jafnframt felur umhverfisráð skipulags- og byggingafulltrúa að senda endurskoðaða tillögu til þeirra sem athugasemdir gerðu við upphaflega tillögu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 9 atkvæðum gegn 1.

Bæjarfulltrúi Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað:
"Ég greiði atkvæði gegn þessari breytingu á þeim forsendum að hér er lagt til að eyðilögð verði enn ein gróðurvinin í bæjarlandinu og stangast það m.a. á við nýja Staðardagskrá sem er til samþykktar síðar á þessum fundi. Því er mótmælt að svæðið nýtist ekki sem útivistarsvæði. Einnig er því harðlega mótmælt að aukið sé við bílaumferð á þessu viðkvæma svæði, þar sem slíkt stóreykur slysahættu. Þessi breyting er í mikilli andstöðu við næstu nágranna og kann það ekki góðri lukku að stýra."3 Norðurtangi 5 - breyting á deiliskipulagi
2005100023
11. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 14. desember 2005.
Lagður fram tillöguuppdráttur umhverfisdeildar að breytingu á deiliskipulagi fiskihafnar og nágrennis að Glerá.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að breyttu deiliskipulagi. Umhverfisdeild verði falið að annast staðfestingar- og gildistökuferli deiliskipulagsbreytingarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Goðanes - breyting á deiliskipulagi
2005110072
6. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 11. janúar 2006 og 4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 30. desember 2005.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


5 Njarðarnes - breyting á deiliskipulagi
2005110063
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 30 desember 2005.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar A3-h, A3-f og A3-d við götu A3 (nr. 3, 5 og 7 við Njarðarnes).
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt með einni leiðréttingu og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


6 Óseyri 10 og 16 - breyting á deiliskipulagi
2005120007
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 30. desember 2005.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Sandgerðisbót.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 10 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.7 Vallartún 4 - breyting á deiliskipulagi
2005110085
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 30. desember 2005.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 4 við Vallartún.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


8 Starfsáætlun bæjarstjórnar
2005090053
Starfsáætlun náttúruverndarnefndar.
Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Ingimar Eydal formaður náttúruverndarnefndar og gerði grein fyrir starfsáætlun náttúruverndarnefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður bæjarfulltrúa urðu í kjölfarið.


Þegar hér var komið vék bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson af fundi kl. 17.50 vegna veikinda.

9 Endurskoðun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri - fyrri umræða
2005010108
1. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 15. desember 2005.
Lögð fram drög að endurskoðaðri Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög að 2. útgáfu Staðardagskrár 21 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Ingimar Eydal formaður náttúruverndarnefndar og gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri
Í framhaldi af umræðum lagði bæjarfulltrúi Sigrún Björk Jakobsdóttir fram svohljóðandi tillögu:
"Ég vísa til munnlegrar tillögu formanns náttúruverndarnefndar að drögum að 2. útgáfu Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri verði vísað til náttúruverndarnefndar með ósk um það að leitað verði álits fagnefnda bæjarfélagsins áður en drögin verði tekin til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn."
Tillagan var borin upp og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.10 Álagning gjalda árið 2006 - fasteignagjöld
2006010052
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 19. janúar 2006.
Bæjarráð vísar tillögum um álögð gjöld á fasteignir á Akureyri ásamt tillögu um að bæjarstjórn veiti bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu á tillögum um afslætti á fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 8 samhljóða atkvæðum.


11 Þriggja ára áætlun 2007-2009
2005120056
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 19. janúar 2006.
Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun 2007-2009 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson gerði grein fyrir áætluninni.
Fram kom tillaga frá bæjarstjóra um að vísa þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar 2007-2009 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.


Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 15. desember 2005 og 5., 12. og 19. janúar 2006
Umhverfisráð dags. 14. og 30. desember 2005 og 11. janúar 2006
Framkvæmdaráð dags. 16. desember 2005 og 6. janúar 2006
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 9. desember 2005
Menningarmálanefnd dags. 8. desember 2005
Skólanefnd dags. 12. og 19. desember 2005 og 16. janúar 2006
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 16. desember 2005
Félagsmálaráð dags. 19. desember 2005 og 9. janúar 2006
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 15. desember 2005
Náttúruverndarnefnd dags. 15. desember 2005
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 13. desember 2005

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar - www.akureyri.is - Stjórnkerfið - Fundargerðir