Bæjarstjórn

6705. fundur 13. desember 2005
Bæjarstjórn - Fundargerð
3203. fundur
13.12.2005 kl. 16:00 - 19:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Ágúst Hilmarsson
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Hverfisnefndir - almennt
2004050050
2. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 23. nóvember 2005:
Lögð var fram tillaga að vinnureglum um stofnun hverfisnefnda sem koma eiga í stað gildandi samþykktar um hverfisnefndir. Reglurnar gera ráð fyrir að bæjarstjórn beiti sér fyrir því að íbúar hverfanna kjósi hverfisnefndir sem eiga að vera vettvangur íbúanna til að hafa áhrif á næsta umhverfi sitt. Hverfisnefndir bera ábyrgð gagnvart íbúunum og geta komið fram sem fulltrúar þeirra í mikilvægum málum en eru ótengdar stjórnsýslu bæjarins.
Stjórnsýslunefnd samþykkir að vísa vinnureglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Oddi Helga Halldórssyni um að fella út úr texta í síðustu setningu undir kaflaheitinu "Tengiliðir" - "... gera um það sérstaka samþykkt og ...".
Bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson lagði fram tillögu um að vísa tillögu Odds til stjórnsýslunefndar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir vinnureglurnar með 11 samhljóða atkvæðum.2 Starfsáætlun bæjarstjórnar
2005090053
Starfsáætlun stjórnsýslunefndar.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og formaður stjórnsýslunefndar gerði grein fyrir stöðu stjórnsýslumála á vegum stjórnsýslunefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.3 Aðalskipulag Akureyrar 1998-2018 - endurskoðun 2005-2018
2005110030
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 8. desember 2005:
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 2. desember 2005.
Lögð var fram tillaga að endurskoðuðu Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.

Umhverfisráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn atkvæði Haraldar S. Helgasonar að leggja til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst, sbr. 17. og
18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.
Jón Ingi Cæsarsson og Stefán Jónsson óskuðu sérstakrar bókunar í umhverfisráði.
Guðmundur Jóhannsson formaður umhverfisráðs og Árni Ólafsson arkitekt mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og kynntu tillöguna.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Forseti leitaði afbrigða til að skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar, Pétur Bolli Jóhannesson, kynnti tillöguna og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarfulltrúarnir Jóhannes G. Bjarnason, Jakob Björnsson og Gerður Jónsdóttir lögð fram bókun svohljóðandi:
"Í ljósi þeirrar tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar til ársins 2018, sem nú er til umfjöllunar, gerum við allan fyrirvara að breyttri landnotkun Akureyrarvallar."

Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs, þ.e. að tillaga að endurskoðuðu Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst, sbr. 17. og 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997, með 9 atkvæðum gegn 1.4 Kjaramál
2005040109
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 8. desember 2005:
Yfirvinnunefnd upplýsti um stöðu mála.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Fram fóru almennar umræður um málið.
Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins og fjölskyldum þeirra og íbúum Akureyrarkaupstaðar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 24. nóvember, 1. og 8. desember 2005
Stjórnsýslunefnd dags. 23. nóvember og 7. desember 2005
Umhverfisráð dags. 18. og 23. nóvember og 2. desember 2005
Framkvæmdaráð dags. 18. nóvember og 2. desember 2005
Menningarmálanefnd dags. 24. nóvember 2005
Skólanefnd dags. 28. nóvember 2005
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 29. nóvember 2005
Félagsmálaráð dags. 21. og 28. nóvember og 5. desember 2005
Náttúruverndarnefnd dags. 24. nóvember 2005


Fundi slitið.