Bæjarstjórn

6617. fundur 22. nóvember 2005
3202. fundur
22.11.2005 kl. 16:00 - 18:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Ágúst Hilmarsson
Bjarni Jónasson
Ingimar Eydal
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Álagning gjalda árið 2006 - útsvar
2005110049
9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 17. nóvember 2005:
Bæjarráð leggur til að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2006 í Akureyrarkaupstað verði óbreytt frá fyrra ári eða 13.03% af álagningarstofni.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2006
2005050085
Meirihluti bæjarráðs vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2006 til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar ásamt 10. lið í fundargerð bæjarráðs dags. 17. nóvember 2005.
Bæjarfulltrúarnir Valgerður H. Bjarnadóttir og Oktavía Jóhannesdóttir lögðu fram svohljóðandi breytingartillögur:

"Við leggjum fram eftirfarandi breytingar á frumvarpi til fjárhagsáætlunar fyrir 2006:

02 Félagsmál - samtals nýjungar 22.000 þús. kr.
- tillaga meirihluta 8.000 þús. kr.
- tillaga um viðbót 14.000 þús. kr.
Alþjóðastofa 50% stöðugildi 2.000 þús. kr.
PMT ráðgjöf/fræðsla til foreldra 5.000 þús. kr.
Samræming endurhæfingar 3.000 þús. kr.
Aukinn stuðningur við fórnarlömb kynbundins ofbeldis 5.000 þús. kr.
Efling Menntasmiðjunnar (Karlasmiðja, Alþjóðastofa ofl.) 5.000 þús. kr.
Aukinn stuðningur við unga einstæða foreldra í ólánshæfu
framhaldsnámi (23. gr. reglna um fjárhagsaðstoð) 2.000 þús. kr.

04 Fræðslumál
Tónlistarskólinn 10.000 þús. kr.

06 Íþrótta- og tómstundamál
Sundlaug Glerárskóla (helgaropnun á sumrin) 1.000 þús. kr.

08 Hreinlætismál
Sorphreinsun - innleiðing flokkunar 5.000 þús. kr.

21 Sameiginlegur kostnaður
Rafræn stjórnsýsla (þjónustusíður íbúa) 3.000 þús. kr.

Undirliðir 10. liðar í fundargerð bæjarráðs dags. 17. nóvember sl. voru afgreiddir á eftirfarandi hátt:
a) Starfsáætlanir - var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
b) Leikskólar - var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
c) Miðbær - var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
d) Gjaldskrár - var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
e) Kaup á vörum og þjónustu - var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Næst voru bornar upp breytingartillögur Valgerðar H. Bjarnadóttur og Oktavíu Jóhannesdóttur.
Fram kom tillaga frá Jakobi Björnssyni um að vísa tillögu um 50% stöðugildi hjá Alþjóðastofu til bæjarráðs og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Tillaga varðandi Sundlaug Glerárskóla (helgaropnun á sumrin) var felld með 6 atkvæðum gegn 3.
Aðrar breytingartillögur voru felldar með 7 atkvæðum gegn 2.

Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið:

Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 11-15)
Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 107.831 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 11.991.754 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

A-hluta stofnanir: (byrjar á bls. 17)
I. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða -7.294 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 9.578.767 þús. kr.

II. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða -12.743 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 67.589 þús. kr.

III. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða -2.985 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 741.406 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Samstæðureikningur (bls. 3)
Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 84.809 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 15.045.931 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 29)
Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:

I. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -14.737 þús. kr.

II. Fráveita Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 63.628 þús. kr.

III. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 2.835 þús. kr.

IV. Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða 0 þús. kr.

V. Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -13.457 þús. kr.

VI. Norðurorka hf., rekstrarniðurstaða 311.288 þús. kr.

VII. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -2.557 þús. kr.

VIII. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 395 þús. kr.

IX. Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur, rekstrarniðurstaða 365 þús. kr.

X. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 8.277 þús. kr.

XI. Heilsugæslustöðin á Akureyri, rekstrarniðurstaða 1.151 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 7 samhljóða atkvæðum.

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar.
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð 381.996 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 22.120.790 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Bókun í lok 10. liðar í fundargerð bæjarráðs 17. nóvember 2005:
Meirihluti bæjarráðs lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar, sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bókunin var síðan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Forseti lýsti yfir að 2. liður dagskrárinnar ásamt 10. lið í fundargerð bæjarráðs frá 17. nóvember 2005 séu þar með afgreiddir.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 17. nóvember 2005
Umhverfisráð dags. 9. nóvember 2005
Menningarmálanefnd dags. 3. nóvember 2005
Skólanefnd dags. 14. nóvember 2005
Félagsmálaráð dags. 7. nóvember 2005
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 3. nóvember 2005
Náttúruverndarnefnd dags. 14. nóvember 2005

Fundi slitið.