Bæjarstjórn

6569. fundur 08. nóvember 2005
3201. fundur
08.11.2005 kl. 16:00 - 16:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Ágúst Hilmarsson
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Steingrímur Birgisson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Strandgata - Torfunef - deiliskipulag
2005060109
6. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 26. október 2005:
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi sem auglýst var skv. 25. gr. S-/B-laga 6. júlí 2005 með athugasemdafresti til 17. ágúst 2005. Afgreiðslu tillögunnar var frestað 24. ágúst 2005 þar til samsvarandi breyting á aðalskipulagi hefði tekið gildi, en það gerðist með auglýsingu nr. 925 í Stjórnartíðindum 21. október 2005. Vísað er til bókunar ráðsins 24. ágúst 2005 að því er varðar efni innkominna athugasemda frá Eiríki Jónssyni, dags. 15. ágúst 2005 og Kristjáni Víkingssyni, ódagsett.
Svar við athugasemdum:
Ráðið vísar til umsagnar sinnar frá 24. ágúst 2005 um athugasemdir sömu aðila um tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Að því er varðar atriði sem beinast sérstaklega að deiliskipulaginu tekur ráðið eftirfarandi fram:
1.) Í deiliskipulaginu eru gerðar kröfur um bílastæði í samræmi við reglugerð nr. 400/1998 og skulu lóðarhafar greiða gjald í bifreiðastæðasjóð vegna stæða sem kann að vanta upp á það að kröfurnar séu uppfylltar inni á lóðunum. Ekki er rétt að þarna sé um að ræða vægari kröfur en gerðar eru til annarra.
2.) Ráðið er ósammála þeirri skoðun að bílastæði muni reynast allsendis ófullnægjandi og bendir í því sambandi á fjölda almennra bílastæða í næsta nágrenni.
3.) Ákvæði skipulagsreglugerðar um umferðarrétt meðfram sjó, ám og vötnum (gr. 4.15.2) gildir einungis um svæði utan þéttbýlis.
4.) Ráðið er ósammála því að möguleiki á sjósetningu báta norðan húss líkamsræktarstöðvar sé óraunhæfur.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferlið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 10 atkvæðum gegn 1.
Bæjarfulltrúi Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað:
"Ég fagna áformum um byggingu menningarhúss og tónlistarskóla á uppfyllingunni við Strandgötu, en verð að greiða atkvæði gegn umræddri tillögu vegna þess ósamræmis sem í henni felst. Annars vegar er um að ræða fyrrnefnda breytingu, sem þjónar almannahagsmunum og er í fullu samræmi við hugmyndir að breytingum miðbæjarskipulags, hins vegar einkaframkvæmd sem stríðir gegn þeim hugmyndum."2 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2006 - fyrri umræða
2005050085
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 3. nóvember 2005.
Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2006 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2006 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 27. október og 3. nóvember 2005
Umhverfisráð dags. 26. og 30. október 2005
Framkvæmdaráð dags. 21. og 28. október 2005
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 28. október 2005
Menningarmálanefnd dags. 20. október 2005
Skólanefnd dags. 31. október 2005
Íþrótta- og tómstundaráð 3. nóvember 2005

Fundi slitið.