Bæjarstjórn

6511. fundur 25. október 2005
Bæjarstjórn - Fundargerð
3200. fundur
25.10.2005 kl. 16:00 - 17:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jón Erlendsson
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Jón Ingi Cæsarsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar leitaði forseti bæjarstjórnar afbrigða til að Bjarni Jónasson framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Akureyrarbæjar tækju til máls undir 1. lið dagskrár. Bæjarstjórn samþykkti það með 11 samhljóða atkvæðum.
1 Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðis 2004-2007
2004060081
Bjarni Jónasson framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri kynntu framvindu Vaxtarsamnings Eyjafjarðar.2 Akureyrarhöfn - breyting á aðalskipulagi
2005070041
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 12. október 2005:
Á fundi bæjarstjórnar þann 6. september sl. var eftirfarandi tillögu vísað til umfjöllunar í umhverfisráði:
"Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar beinir því til umhverfisdeildar bæjarins að þegar í stað verði gerð athugun á því hvort og með hvaða hætti skapa megi nauðsynlegt svigrúm fyrir atvinnustarfsemi á hafnarsvæðinu án þess að gengið verði gegn þeim markmiðum núgildandi aðalskipulags að "varðveita þá óskertu strönd sem enn er til staðar milli hafnarsvæðisins í Sandgerðisbót og Krossaness."
Bæjarstjórn leggur áherslu á að þessari vinnu verði hraðað eins og kostur er."
Lögð var fram samantekt frá fundi sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og skipulags- og byggingafulltrúa með hafnarstjóra í tilefni afgreiðslu umhverfisráðs á fundi þann 14. september sl. er varðar endurskoðun á Aðalskipulagi Akureyrar.
Meirihluti umhverfisráðs telur að eftir ýtarlega skoðun á skilgreindum hafnarsvæðum í Aðalskipulagi Akureyrar 1998 - 2018 sé ekki að finna nægileg svæði þar sem skapa megi nauðsynlegt svigrúm fyrir (viðbótar-) atvinnustarfsemi við Akureyrarhöfn til framtíðar.
Ef undan eru skilin svæðin út í Krossanesi, þá er takmarkað landrými innan núverandi hafnarsvæða óráðstafað sem nýst gæti fyrir atvinnustarfsemi, umfram það sem er í dag. Þess vegna er þörf á nýjum svæðum til ráðstöfunar fyrir hafnsækna starfsemi.
Til að uppfylla það markmið aðalskipulagsins "að Akureyrarhöfn verði efld sem miðstöð vöruflutninga á sjó á Norðurlandi" og "að þar verði góð aðstaða fyrir starfsemi tengda sjávarútvegi og hafnsækinni starfsemi" verði að leita út fyrir hin skilgreindu mörk núverandi aðalskipulags.
Í ljósi framangreinds leggur meirihluti umhverfisráðs til við bæjarstjórn að umrædd breyting verði gerð á hafnarsvæðinu við Krossanes samhliða vinnslu á endurskoðun á Aðalskipulagi Akureyrar sem nú stendur yfir.
Jón Ingi Cæsarsson óskaði eftirfarandi bókunar:
"Þegar ráðist er í uppfyllingar sem hafa mikil sjónræn og umhverfisleg áhrif þarf að meta slíkt frá sem víðustu sjónarhorni. Þarna eru um óafturkræfa breytingu á ströndinni að ræða. Slíkt á að mínu mati að fá formlega umsögn í gegnum mat á umhverfisáhrifum.
Bæjarstjórn fól umhverfisdeild að gera athugun á því með hvaða hætti mætti skapa svigrúm á hafnarsvæðunum án þess að ganga gegn markmiðum núgildandi aðalskipulags þar sem gert er ráð fyrir varðveislu þessa svæðis.
Niðurstaða þessarar athugunar sem fólst í því að spyrja hafnarstjóra einan og fá þrönga skammtímasýn á málið. Slíkt er bæði ómarktækt og ófaglegt. Réttara hefði verið að fá heildarskoðun á framtíðarþörf hafna við Eyjafjörð í stað þess eins að leita réttlætingar á aðgerð sem litlu sem engu breytir framtíð hafnarmála til lengri tíma. Sú niðurstaða sem hér liggur fyrir er því að mínu mati sýndargjörningur til að friða bæjarstjórn.
Ég harma að ekki skuli hafa verið staðið betur að þessari úttekt sem bæjarstjórn óskaði eftir og vona að mál þetta fái faglega og markvissa skoðun í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins."

Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 8 samhljóða atkvæðum.3 Drottningarbraut - Höepfnersbryggja - breyting á deiliskipulagi
2005100021
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 12. október 2005:
Lögð fram tillaga umhverfisdeildar að breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju, athafnasvæðis Siglingaklúbbsins Nökkva, dags. 7. október 2005. Einnig bréf, dagsett 14. september 2005, frá Hafnasamlagi Norðurlands, stjórn HN gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst til kynningar skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Starfsáætlun bæjarstjórnar
2005090053
3. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 5. október 2005:
Lögð var fram tillaga um að bæjarstjórn taki starfsáætlanir fastanefnda til umræðu á bæjarstjórnarfundum á tímabilinu desember til apríl í vetur. Í desember verði rætt um starfsáætlanir stjórnsýslunefndar og áfengis- og vímuvarnanefndar, í janúar um starfsáætlanir framkvæmdaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs, í febrúar um starfsáætlanir félagsmálaráðs og náttúruverndarnefndar, í mars um starfsáætlanir umhverfisráðs og skólanefndar og í apríl um starfsáætlanir menningarmálanefndar og jafnréttis- og fjölskyldunefndar.
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að starfsáætlanir verði ræddar samkvæmt þessari tillögu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnsýslunefndar með 11 samhljóða atkvæðum.Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 6., 13. og 20. október 2005
Stjórnsýslunefnd dags. 5. og 19. október 2005
Umhverfisráð dags. 12. og 20. október 2005
Framkvæmdaráð dags. 27. september 2005
Menningarmálanefnd dags. 12. september og 3. október 2005
Skólanefnd dags. 10. október 2005
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 13. október 2005
Félagsmálaráð dags. 26. september og 17. október 2005
Náttúruverndarnefnd dags. 20. október 2005
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 18. október 2005

Fundi slitið.