Bæjarstjórn

6366. fundur 06. september 2005
3197. fundur
06.09.2005 kl. 16:00 - 19:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Hermann Jón Tómasson
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Víðir Benediktsson
Þórarinn B. Jónsson undir 1.- 5. lið
Jóna Jónsdóttir undir 5. og 6. lið
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar bauð forseti Víði Benediktsson varabæjarfulltrúa L-lista velkominn á fyrsta fund hans í bæjarstjórn.
Því næst las forseti upp eftirfarandi tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum um breytingu í nefnd:

Áfengis- og vímuvarnanefnd:
Atli Þór Ragnarsson, kt. 060183-5709, tekur sæti aðalmanns í stað Hildar Kr. Arnardóttur.
Soffía Gísladóttir, kt. 071265-4129, tekur sæti varamanns í stað Atla Þórs Ragnarssonar.

Einnig frá L-lista fólksins svohljóðandi:

Kjörstjórn:
Hulda Stefánsdóttir, kt. 311258-2069 tekur sæti varamanns í stað Ara Jóhanns Sigurðssonar,
kt. 250563-4859.
1 Strandgata - breyting á aðalskipulagi
2005040061
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 24. ágúst 2005:
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi var auglýst skv. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga 6. júlí 2005 með athugasemdafresti til 17. ágúst. Tvær athugasemdir bárust.
Meiri hluti umhverfisráðs leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt og umhverfisdeild falið að annast staðfestingarferlið.
Bæjarfulltrúi Valgerður H. Bjarnadóttir lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Ég legg til að umræddri tillögu verði vísað aftur til umhverfisráðs, þar sem breytingar vegna menningarhúss og tónlistarskóla verði aðgreindar frá óskyldum tillögum vegna stækkunar líkamsræktarstöðvar. Fyrrnefndi hluti tillögunnar er í fullu samræmi við hugmyndir að miðbæjarskipulagi og þjóna almannahagsmunum. Seinni hlutinn er hins vegar tilviljanakennd meiriháttar breyting sem stríðir gegn hugmyndum um miðbæjarskipulag, reglum um bílastæði vegna atvinnureksturs og fyrirheitum til íbúa á svæðinu um að ekki verði ráðist í byggingar
meðfram ströndinni. Þá hefur þeirri skyldu að kynna tillögurnar fyrir hverfisnefnd Oddeyrar ekki verið sinnt."

Tillaga Valgerðar var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 2.

Valgerður H. Bjarnadóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég fagna áformum um byggingu menningarhúss og tónlistarskóla á uppfyllingunni við Strandgötu, en verð að greiða atkvæði gegn umræddri tillögu vegna þess ósamræmis sem í henni felst. Annars vegar er um að ræða fyrrnefnda breytingu, sem þjónar almannahagsmunum og er í fullu samræmi við hugmyndir að breytingum miðbæjarskipulagsins, hins vegar einkaframkvæmd sem stríðir gegn þeim hugmyndum."

Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 8 atkvæðum gegn 2.2 Búðargil - breyting á deiliskipulagi
2005040062
4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 24. ágúst 2005:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi orlofshúsabyggðar í Búðargili var auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga hinn 6. júlí 2005 með athugasemdafresti til 17. ágúst 2005. Þrjár athugasemdir bárust.
Athugasemdirnar eiga það sammerkt, að þær beinast ekki sérstaklega að þeim breytingum sem til umfjöllunar eru, þ.e. breikkun byggingarreita og breytingum á hámarksstærðum og þakhalla orlofshúsa, heldur beinast þær alfarið að byggingu orlofshúsahverfisins sem slíks. Sú hlið mála er þó ekki til umfjöllunar nú, heldur var hún afgreidd með samþykkt aðalskipulags 1998 og síðan samþykkt deiliskipulags árið 2003, án þess að gerðar væru athugasemdir við skipulagstillögurnar.
Því er ekki unnt að taka athugasemdirnar til greina.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferlið.
Bæjarfulltrúi Valgerður H. Bjarnadóttir lagði fram bókun svohljóðandi:
"Ég er andvíg því að reisa sumarhúsabyggð í Búðargili og sit því hjá við afgreiðslu þeirrar tillögu sem hér er til afgreiðslu."

Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 10 samhljóða atkvæðum.3 Eyjafjarðarbraut - flugvallarsvæði - breyting á deiliskipulagi
2004100035
5. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 24. ágúst 2005:
Lögð fram breytt tillaga að deiliskipulagi flugvallarsvæðis, en afgreiðslu upphaflegrar tillögu sem auglýst hafði verið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga hinn 8. desember 2004, var frestað á fundi ráðsins 26. janúar 2005. Breytingar á tillögunni eru einkum þær, að nú er gert ráð fyrir að flugsafn flytjist af núverandi stað og verði í nýrri byggingu sunnan núverandi flugskýla næst flugvelli. Núverandi bygging flugsafns verði gerð að flugskýli.
Fjórar athugasemdir bárust við upphaflegu tillöguna og beindist ein bæði að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi en þrjár eingöngu að deiliskipulaginu.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki hina breyttu deiliskipulagstillögu og feli umhverfisdeild að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Austurvegur, Hrísey - breyting á deiliskipulagi
2004090039
16. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 24. ágúst 2005:
Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Búðartanga, Hrísey, sem var grenndarkynnt 13.- 29. september 2004. Sameiginleg athugasemd barst frá fjórum nágrönnum og var henni svarað á fundi umhverfisráðs 13. október 2004. Á sama fundi var afgreiðslu tillögunnar frestað vegna ábendinga frá minjaverði Norðurlands um hugsanlegar fornminjar á skipulagssvæðinu. Borist hefur tölvupóstur frá minjaverði, dags. 19. ágúst 2005, þar sem hann leggst gegn því að raskað verði gömlum bæjarhól sem er þar sem lóð nr. 2 er ráðgerð í skipulagstillögunni. Jafnframt greinir hann frá því að kannanir hafi leitt í ljós að á svæðinu austan þessa hóls sé engar mannvistarleifar að finna.
Umhverfisráð ítrekar svar sitt frá 13. október 2004 til þeirra sem athugasemd gerðu í grenndarkynningunni.
Ráðið leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt, með þeirri breytingu að lóð nr. 2 falli út og í staðinn verði bæjarhóllinn merktur sem þjóðminjaverndarsvæði. Jafnframt verði umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli svo breyttrar tillögu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


5 Akureyrarhöfn - Aðalskipulag Akureyrar
2005070041
Fram fór umræða að ósk varabæjarfulltrúa Hermanns Jóns Tómassonar um 2. lið í fundargerð umhverfisráðs dags. 10. ágúst 2005.
Hermann Jón Tómasson lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar beinir því til umhverfisdeildar bæjarins að þegar í stað verði gerð athugun á því hvort og með hvaða hætti skapa megi nauðsynlegt svigrúm fyrir atvinnustarfsemi á hafnarsvæðinu án þess að gengið verði gegn þeim markmiðum núgildandi aðalskipulags að "varðveita þá óskertu strönd sem enn er til staðar milli hafnarsvæðisins í Sandgerðisbót og Krossaness."
Bæjarstjórn leggur áherslu á að þessari vinnu verði hraðað eins og kostur er."

Fram kom tillaga um að vísa tillögu Hermanns til umhverfisráðs til umfjöllunar og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.


Undir þessum lið vék bæjarfulltrúi Þórarinn B. Jónsson af fundi kl. 18.10 og í hans stað mætti varabæjarfulltrúi Jóna Jónsdóttir.

6 Sameiningarkosning - undirbúningur 2005
2005050029
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 1. september 2005:
Lagt fram erindi dags. 23. ágúst 2005 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi sameiningarkosninga þann 8. október nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að kjörstaður á Akureyri verði í Oddeyrarskóla og kjörstaður i Hrísey verði í Grunnskólanum og að Akureyrarkaupstað verði skipt í 10 kjördeildir, níu á Akureyri og ein í Hrísey og að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri en einn í Hrísey.
Talning atkvæða mun fara fram í íþróttahúsi Oddeyrarskóla og mun talningin hefjast um klukkan 20:00.
Þá hefur kjörstjórnin á Akureyri ennfremur ákveðið að leggja til, að kjörfundur standi frá kl. 10:00 til kl. 22:00 á Akureyri, en frá kl. 10:00 til kl. 18:00 í Hrísey.
Tillaga að spurningu vegna kosninganna er eftirfarandi:
"Vilt þú að eftirtalin sveitarfélög sameinist: Akureyrarbær, Arnarneshreppur, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Ólafsfjarðarbær, Siglufjarðarkaupstaður og Svalbarðsstrandarhreppur" og eru svarmöguleikar "já" eða "nei".
Tillaga þessi kemur frá sameiningarnefnd og óskar kjörstjórn eftir því að hún verði samþykkt af hálfu Akureyrarkaupstaðar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarfulltrúi Sigrún Björk Jakobsdóttir lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrar hefur á fundi sínum í dag fjallað um drög að málefnaskrá sem send voru frá samstarfsnefnd um sameiningu níu sveitarfélaga við Eyjafjörð. Bæjarstjórn telur að sameining Eyjafjarðar í eitt sveitarfélag sé rétt skref fram á við í þróun sveitarfélagsstigsins. Sú framtíðarsýn sem dregin er upp af sameinuðu sveitarfélagi í greinargerð nefndarinnar mun gefa íbúum svæðisins tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun þann 8. október nk."

Tillagan Sigrúnar var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu sameiningarnefndar með 11 samhljóða atkvæðum með þeirri breytingu að í stað "Akureyrarbær" komi "Akureyrarkaupstaður" og heimilar jafnframt bæjarráði að skipa í undirkjörstjórnir vegna sameiningarkosninganna.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 18. ágúst og 1. september 2005
Umhverfisráð dags. 15. og 24. ágúst 2005
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 19. ágúst 2005
Menningarmálanefnd dags. 18. ágúst 2005
Skólanefnd dags. 15., 22. og 29. ágúst 2005
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 18. ágúst 2005
Félagsmálaráð dags. 15. ágúst 2005
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 1. september 2005
Náttúruverndarnefnd dags. 18. ágúst 2005
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 23. ágúst 2005


Fundi slitið.