Bæjarstjórn

6314. fundur 16. ágúst 2005
3196. fundur
16.08.2005 kl. 16:00 - 17:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Gerður Jónsdóttir
Guðmundur Jóhannsson
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Steingrímur Birgisson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar lýsti forseti fundarsal bæjarstjórnar formlega tekinn í notkun að nýju eftir gagngerar breytingar.
1 Njarðarnes 8 - breyting á deiliskipulagi
2005070044
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 10. ágúst 2005.
Erindi dags. 14. júní 2005 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. PA byggingarverktaka ehf.,
kt. 631296-2039, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 8 við Njarðarnes. Einnig er sótt um stækkun á byggingarreit.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fór í grenndarkynningu 19. júli 2005 og lauk henni 4. ágúst 2005 með samþykki allra er fengu kynninguna.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferlið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Rauðamýri 13 - breyting á deiliskipulagi
2005060116
9. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 10. ágúst 2005.
Erindi dags. 11. maí 2005 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Jóns Björnssonar, kt. 100357-3139, leggur fram fyrirspurn um byggingu 40 fermetra bílgeymslu á vesturhluta lóðarinnar að Rauðumýri 13 í stað austurhluta lóðar eins og samþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir. Einnig er óskað eftir að byggja allt að 18 fermetra sólskála við suðurhlið hússins. Erindið fór í grenndarkynningu 27. júní 2005 og lauk henni 25. júli 2005. Engar athugasemdir bárust en ekki tókst að koma kynningargögnum til eiganda Rauðumýrar 11.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki deiliskipulagsbreytinguna og feli umhverfisdeild að annast gildistökuferlið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


3 Bifreiðastæðasjóður Akureyrar - endurskoðun samþykktar
2002100069
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 11. ágúst 2005.
Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt um Bifreiðastæðasjóð Akureyrar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðaða samþykkt fyrir Bifreiðastæðasjóð Akureyrar og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða samþykkt fyrir Bifreiðastæðasjóð Akureyrar með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Menningarstefna Akureyrarbæjar - endurskoðun
2004020030
1. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 7. júlí 2005.
Menningarmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi stefnu Akureyrarbæjar í menningarmálum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir lagði fram tillögu vegna endurskoðunar menningarstefnu Akureyrarbæjar, svohljóðandi:
"Þegar verði hafist handa við áframhaldandi ritun á sögu Akureyrar.
Nú þegar er lokið ritun og útgáfu á fjórum bindum af sögu Akureyrar. Einungis er ólokið ritun og útgáfu á fimmta og síðasta bindinu en því er ætlað að ná yfir tímabilið 1940 til 1962.
Söguritunin hefur tekist ákaflega vel og hlotið góða dóma gagnrýnenda og jákvæðar umsagnir sagnfræðinga. Saga Akureyar hefur einnig hlotið afbragðs viðtökur hjá íbúum bæjarsins og áhugamönnum um sagnfræði víðsvegar að af landinu. Hversu vel hefur tekist með ritun á sögu Akureyrar er fyrst og fremst að þakka söguritara Jóni Hjaltasyni, sem og því baklandi sem hann hefur átt í ritnefnd verkefnisins.
Það er því brýnt fyrir Akureyrarbæ að tryggja sér starfskrafta Jóns Hjaltasonar áfram ásamt því að gera sögu Akureyrar aðgengilega fyrir lærða jafnt og leika."

Tillagan var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn 1.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða menningarstefnu Akureyrarbæjar með 10 samhljóða atkvæðum.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 23. og 30. júní, 7., 21. og 28. júlí, 4. og 11. ágúst 2005
Umhverfisráð dags. 22. júní, 13. júlí og 10. ágúst 2005
Félagsmálaráð dags. 27. júní 2005
Framkvæmdaráð 1. og 15. júlí 2005
Íþrótta- og tómstundaráð 21. júní 2005
Menningarmálanefnd 23. júní og 7. júlí 2005
Náttúruverndarnefnd 9. júní 2005
Skólanefnd 27. júní 2005
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 8. júlí 2005
Stjórnsýslunefnd 8. júní og 6. júlí 2005

Fundi slitið.