Bæjarstjórn

6188. fundur 14. júní 2005
3195. fundur
14.06.2005 kl. 16:00 - 18:50
Amtsbókasafnið


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Guðmundur Jóhannsson
Ingimar Eydal
Jóhannes G. Bjarnason
Jón Erlendsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Steingrímur Birgisson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs
2005050083
1. Kosning forseta bæjarstjórnar.
Við kosningu forseta hlaut Þóra Ákadóttir 7 samhljóða atkvæði.
Þóra Ákadóttir er því réttkjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Við kosningu 1. varaforseta hlaut Jakob Björnsson 7 samhljóða atkvæði.
Lýsti forseti Jakob Björnsson réttkjörinn sem 1. varaforseta.
Við kosningu 2. varaforseta hlaut Oddur Helgi Halldórsson 7 samhljóða atkvæði.
Lýsti forseti Odd Helga Halldórsson réttkjörinn sem 2. varaforseta.

3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.
Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
og varamanna:
Gerður Jónsdóttir
Jón Erlendsson
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.2 Kosning bæjarráðs til eins árs
2005050084
Bæjarráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.
Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson varaformaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jón Erlendsson
og varamanna:
Gerður Jónsdóttir
Þóra Ákadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.
Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði verður Oktavía Jóhannesdóttir og varaáheyrnarfulltrúi Hermann Jón Tómasson.3 Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst 2005
2005060058
Lögð fram tillaga um bæjarstjórnarfundi í júlí og ágúst 2005:
"Í samræmi við 7. og 47. grein samþykktar um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkir bæjarstjórn að í júlí og ágúst verði sumarleyfi bæjarstjórnar og þá haldinn einn reglulegur bæjarstjórnarfundur í hvorum mánuði. Gert er ráð fyrir að bæjarstjórnarfundirnir verði 12. júlí og 16. ágúst. Jafnframt er bæjarráði heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn."
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.4 Naust - uppkaup erfðafestu
2005030053
12. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 20. apríl 2005.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erfðafestusamningum vegna landa nr. E545, E548, E537, E539, E541, E552, E553 og E554 verði sagt upp og að bæjarlögmanni verði falið að ganga til samninga við erfðafestuhafa um kaup Akureyrarbæjar á erfðafestunum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


5 Strandgata - breyting á aðalskipulagi
2005040061
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 8. júní 2005.
Lögð var fram endurskoðuð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér stækkun á miðsvæði sunnan Strandgötu og austan Glerárgötu, sbr. bókun ráðsins 27. maí 2005. Breytingarnar sem tillagan felur í sér miðast bæði við að menningarhús rísi á svæðinu og að hús og lóð líkamsræktarstöðvarinnar Átaks verði stækkuð.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst, sbr. 17. og 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 10 samhljóða atkvæðum.


6 Miðhúsaklappir - breyting á deiliskipulagi
2005060060
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 8. júní 2005.
Erindi dags. 2. júní 2005 þar sem Gautur Þorsteinsson fyrir hönd Og fjarskipta hf., sækir um lóð fyrir 9 fermetra tækjaskýli og 16 m hátt stálmastur. Sótt er um 100 fermetra lóð á Miðhúsaklöppum.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


7 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðuð útgáfa 2005
2004050085
5. liður í fundargerð jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 7. júní 2005.
Bæjarstjórn samþykkti 18. maí 2004 að hefja endurskoðun á fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar og fól jafnréttis- og fjölskyldunefnd að skipa starfshóp til að vinna að verkefninu. Fyrir fundinum lá tillaga starfshópsins að endurskoðaðri útgáfu fjölskyldustefnunnar.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að endurskoðaðri fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar og vísar henni til bæjarstjórnar.

Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögur við fjölskyldustefnuna:

"Meginforsendur
Karlar og konur hafa sama rétt og sömu skyldur varðandi uppeldi og umönnun barna sinna.
Sambúðaraðilar bera sameiginlega ábyrgð á velferð fjölskyldunnar.

Gátlisti vegna fjölskyldumats
Nefndir bæjarins skulu nota gátlista vegna fjölskyldumats þegar teknar eru ákvarðanir sem ætla má að varði verulega hag barnafjölskyldna á Akureyri.
Til að auðvelda eftirfylgni skal þess getið í fundargerðum að gátlisinn hafi verið notaður. Árlega skal gera úttekt á notkun gátlistans og hann endurskoðaður árið 2006.

Fjölskylduvog
Akureyrarbær taki sem fyrst í notkun fjölskylduvog sem mælitæki á aðbúnað fjölskyldna í bæjarfélaginu.

Unglingaráð
Til þess að raddir barna og unglinga fái að heyrast verði myndað unglingaráð með fulltrúum 13-18 ára unglinga sem taki til umfjöllunar ýmis málefni og framkvæmdir í bænum, sérstaklega þau sem varða börn og unglinga. Ráðið fái sér til aðstoðar starfsmann sem greitt getur götu þess og verið til ráðgjafar. Starfsemi ráðsins verði kynnt bæði í bæjarkerfinu og utan þess og hvatt til þess að börn og unglingar verði höfð með í ráðum þegar teknar eru ákvarðanir sem varða þau.
Einnig verði boðað til sérstakra funda um málefni líðandi stundar sem snerta ákveðna áhuga- og aldurshópa.
Með þessum aðgerðum verður börnum og unglingum gert auðveldara að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á málefni er varða þeirra áhugasvið.

Sértæk ráðgjöf og fræðsla
Sérstök aðstoð/námskeið standi þeim foreldrum og forráðamönnum til boða sem einhverra hluta vegna reynist foreldrahlutverkið erfitt. Einnig eigi foreldrar og aðrir uppalendur greiðan aðgang að markvissri ráðgjöf vegna barna sem eiga við sértækan vanda að stríða, svo sem fötlun eða hegðunar- og aðlögunarvanda.

Ráðgjöf vegna sambúðarvanda og áfalla
Foreldrar eigi greiðan aðgang að ráðgjöf vegna sambúðarvanda. Sérstök ráðgjöf standi foreldrum til boða við að styðja börn sín í gengum áföll eins og skilnað, dauðsföll o.fl. Öflug ráðgjöf við sameiginlega forsjá verði veitt. Kortlögð verði sú sambúðarráðgjöf og áfallahjálp sem fáanleg er á svæðinu. Þjónustan verði kynnt bæjarbúum.

Ábyrgð: Fjölskyldudeild og Heilsugæslustöð

Stefnumótun í skólastarfi
Einnig skulu skólar leita leiða til aukins samráðs við nemendur og gefa þeim aukin tækifæri til mótunar og áhrifa á skólastarfið.

Daggæsla
Dvöl barna hjá dagforeldrum er valkostur fyrir þá sem það kjósa. Daggæsla hjá dagforeldrum skal niðurgreidd á sambærilegan hátt og dvöl á leikskóla. Áhersla verði lögð ...

Ráðgjöf og úrræði í skólum
Nemendur með skilgreindar sérþarfir skulu eiga kost á þjónustu við hæfi í leik- og grunnskólum þar sem vönduð sérúrræði verði m.a. valkostur. Skólar og foreldrar eigi ávallt greiðan aðgang að fagfólki til að aðstoða við þau verkefni sem ekki er á færi starfsmanna skólanna eða foreldra að vinna úr. Náms- og starfsráðgjöf verði efld.

Ábyrgð: Skólanefnd

Leiguhúsnæði á vegum Akureyrarbæjar
Unnið verði að því að fjölskyldur sem þurfa aðstoð við öflun íbúðarhúsnæðis eigi kost á öruggu leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ á viðráðanlegum kjörum."

Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu og vísa tillögu að endurskoðaðri fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar ásamt breytingartillögum Oktavíu Jóhannesdóttur til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


8 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2005 - endurskoðun
2004050041
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 9. júní 2005.
Hagsýslustjóri lagði fram endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2005. Bæjarráð vísar áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2005 með 7 samhljóða atkvæðum.


9 Lundarhverfi - lega tengibrauta
2004120106
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 9. júní 2005.
Bæjarstjóri lagði fram tillögu að afgreiðslu málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga verði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.


10 Innkaupareglur Akureyrarbæjar
2004040044
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 9. júní 2005.
Bæjarráð vísar endurskoðuðum innkaupareglum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar innkaupareglur Akureyrarbæjar með 9 samhljóða atkvæðum.Eftirtaldar fundargerðir fastanefnda eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 2. og 9. júní 2005
Umhverfisráð dags. 8. júní 2005 (tvær fundargerðir)
Framkvæmdaráð dags. 3. júní 2005
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 27. maí 2005
Skólanefnd dags. 6. júní 2005
Félagsmálaráð dags. 6. júní 2005
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 2. júní 2005
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 31. maí og 7. júní 2005


Fundi slitið.