Bæjarstjórn

6138. fundur 31. maí 2005
Bæjarstjórn - Fundargerð
3194. fundur.
31.05.2005 kl. 16:00 - 19:12
Amtsbókasafnið

 


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Jón Erlendsson
Björn Snæbjörnsson
Hermann Jón Tómasson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigurveig Sumarrós Bergsteinsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari

 


Í upphafi fundar las forseti upp tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum um eftirfarandi breytingu í nefnd:
Jóna Jónsdóttir, tekur sæti varamanns í skólanefnd í stað Steingríms Birgissonar.
1 Mýrarvegur - breyting á deiliskipulagi
2004120002
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 27. maí 2005.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að bætt verði við fjórða fjölbýlishúsinu vestan/norðan Mýrarvegar var auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga hinn
28. janúar 2005 með athugasemdafresti til 11. mars 2005. Ein athugasemd barst við tillögu að breytingu á deiliskipulagi frá 10 verðandi íbúum Mýrarvegar 115, móttekið 17. febrúar 2005.
Lagður var fram endurskoðaður uppdráttur, dags. breyttur 18. maí 2005 þar sem komið er til móts við athugasemdina á þann hátt að bætt er við stíg innan lóðar nr. 115, frá inngangi í húsið að gangstétt vestan Mýrarvegar. Einnig er gerð lítilsháttar breyting á lögun bílastæða við hús nr. 117 m.v. auglýsta tillögu.
Umhverfisráð telur að með þeirri breytingu sem gerð hefur verið á uppdrættinum, sé komið til móts við athugasemd íbúa húss nr. 115 og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferlið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 9 samhljóða atkvæðum.


2 Búðargil - breyting á deiliskipulagi
2005040062
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 27. maí 2005.
Tekin var fyrir samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí sl. þar sem til umræðu var breyting á deiliskipulagi orlofshúsabyggðar í Búðargili, sbr. bókun umhverfisráðs 13. apríl 2005. Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu málsins og fól umhverfisráði að ræða við lóðarhafa um mögulega aðra staðsetningu frístundabyggðar. Varaformaður ráðsins greindi frá viðræðum sínum og verkefnastjóra skipulagsmála 26. maí 2005 við lóðarhafa, en í þeim kom fram að lóðarhafi telur viðskiptahugmynd sína um orlofshúsabyggð byggjast mjög eindregið á þeirri staðsetningu sem skipulagið gerir ráð fyrir og að hún myndi ekki geta gengið upp á öðrum þeim stöðum í bæjarlandinu, sem nefndir voru.
Í ljósi ofangreindra viðræðna leggur umhverfisráð til við bæjarstjórn að bókun ráðsins frá 13. apríl sl. verði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 10 samhljóða atkvæðum.


3 Brekkusíða 16 - breyting á deiliskipulagi
2005040078
7. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 27. maí 2005.
Tekið var fyrir erindi dags. 31. mars 2005 þar sem sótt var um breytingu á byggingarreit á lóð
nr. 16 við Brekkusíðu. Erindið fór í grenndarkynningu 19. apríl sl. og lauk henni 17. maí sl. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli deiliskipulagsbreytingarinnar. Lóðarhafi kosti hugsanlega færslu á frárennslislögnum, sbr. bókun ráðsins 13. apríl 2005.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Njarðarnes 6 - breyting á deiliskipulagi
2005040081
8. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 27. maí 2005.
Tekið var fyrir erindi dags. 22. mars 2005 þar sem sótt var um breytingu á byggingarreit á lóð nr. 6 við Njarðarnes. Meðfylgjandi er afstöðumynd. Erindið fór í grenndarkynningu 19. apríl sl. og lauk henni 17. maí sl. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli deiliskipulagsbreytingarinnar. Guðmundur Jóhannsson formaður vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


5 Skálatún 2-4-6 - breyting á deiliskipulagi
2005050056
16. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 27. maí 2005.
Tekið var fyrir erindi móttekið 15. apríl 2005 þar sem sótt var um byggingarleyfi fyrir raðhúsinu
nr. 2-6 við Skálatún. Sótt er um að húsið verði lengra en byggingarreitur segir til um og nær norðurmörkum lóðar. Innkomnar nýjar teikningar 20. maí 2005. Tillaga að breytingu á byggingarreitum húsanna nr. 2-18 við Skálatún fór í grenndarkynningu 13. maí 2005 sbr. bókun ráðsins 27. apríl sl. og lauk henni 23. maí sl. þegar allir þáttakendur höfðu samþykkt tillöguna með áritun sinni á uppdrátt.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar. Skipulags- og byggingafulltrúi annist afgreiðslu erindisins að öðru leyti.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


6 Bifreiðastæðasjóður - endurskoðun gjaldtöku
2002100069
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 26. maí 2005.
Bæjarráð vísar endurskoðun gjaldtöku Bifreiðastæðasjóðs til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjóri lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Bæjarstjórn samþykkir að breyta samþykktum fyrir Bifreiðastæðasjóð þannig að í stað stöðumæla og fjölmæla verði teknar upp framrúðuklukkur og felur bæjarráði framkvæmd breytinganna."
Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


7 Skólastefna Akureyrarbæjar
2003060065
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 23. maí 2005.
Fyrir fundinum lágu drög að skólastefnu sem unnin hafa verið með tilliti til þeirra athugasemda sem fram komu á íbúaþingi þann 6. apríl sl.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skólastefnu Akureyrarbæjar og vísar henni til bæjarstjórnar.

Jón Kr. Sólnes formaður skólanefndar mætti á fund bæjarstjórnar og gerði grein fyrir vinnu við mótun skólastefnunnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða skólastefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.


8 Starfsáætlun bæjarstjórnar 2005
2004060015
Stefna og starfsáætlun í skólamálum.
Jón Kr. Sólnes formaður skólanefndar gerði grein fyrir stöðu skólamála á vegum skólanefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður bæjarfulltrúa urðu í kjölfarið.

 

Eftirtaldar fundargerðir fastanefnda eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 19. og 26. maí 2005
Umhverfisráð dags. 27. maí 2005
Framkvæmdaráð dags. 13. maí 2005
Menningarmálanefnd dags. 19. maí 2005
Skólanefnd dags. 23. maí 2005
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 26. maí 2005
Félagsmálaráð dags. 23. maí 2005
Náttúruverndarnefnd dags. 19. maí 2005

Fundi slitið.