Bæjarstjórn

6019. fundur 19. apríl 2005
3192. fundur
19.04.2005 kl. 16:00 - 19:22
Amtsbókasafnið


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Jón Erlendsson
Ágúst Hilmarsson
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Laufey Petrea Magnúsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Áður en fundur hófst afhentu formenn verkalýðsfélaganna Einingar-Iðju, Félags byggingamanna Eyjafirði, Félags málmiðnaðarmanna Akureyri, Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri, Rafvirkjafélags Norðurlands og Sjómannafélags Eyjafjarðar forseta áskorun til bæjarstjórnar er varðar 7. lið dagskrár.

Í upphafi fundar las forseti upp tilkynningu frá Framsóknarflokknum um breytingu í nefnd svohljóðandi:
Björn Snæbjörnsson kt. 290153-2719, tekur sæti Guðnýjar Jóhannesdóttur, kt. 040174-4439, bæði í Héraðsnefnd Eyjafjarðar og stjórn Eyþings.
1 Strandgata - breyting á aðalskipulagi
2005040061
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 13. apríl 2005.
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér stækkun á miðsvæði sunnan Strandgötu og austan Glerárgötu.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst, sbr. 17. og 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarfulltrúarnir Jón Erlendsson og Ágúst Hilmarsson lögðu fram tillögu svohljóðandi:
"Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu þessarar tillögu þangað til niðurstöður úr skipulagssamkeppni "Akureyrar í öndvegi" liggja fyrir."
Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 2.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 8 atkvæðum gegn 2.2 Naustahverfi 2. áfangi - deiliskipulag
2003010133
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 13. apríl 2005.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi og byggingarskilmálum dagsett 13. apríl 2005 fyrir
Naustahverfi II sem unnin er af Kanon arkitektum.

Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


3 Búðargil - breyting á deiliskipulagi
2005040062
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 13. apríl 2005.
Tekið fyrir að nýju erindi sem frestað var á fundi umhverfisráðs 23. mars 2005.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá Sæluhúsum ehf. dags. 08.03.2005, sem felur í sér m.a. breikkun á byggingarreitum A, B, C, D, úr 8 m í 8,6 m, breytingu á hámarksstærð húsa úr 70 m² í 78 m² og þakhalli verði ekki minni en 20° í stað 25°. Leyfileg hámarkshæð húsa verði óbreytt. Breytingin er gerð skv. hugmyndum sem umsækjandi hefur kynnt í umhverfisráði. Þá óskar umsækjandi eftir því að kvöð um almenna göngu- og hjólaleið innan svæðis falli burt. Með erindinu fylgir einnig framkvæmdaáætlun frá umsækjanda.
Umhverfisráð hafnar því að kvöð um almenna göngu- og hjólaleið innan svæðis falli brott, en leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarfulltrúi Jakob Björnsson lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Í ljósi þeirrar óvissu sem skapast hefur vegna nýfallins dóms Hæstaréttar um heimild til búsetu í sumarhúsi í Bláskógabyggð, frestar bæjarstjórn afgreiðslu liðarins og vísar honum til bæjarráðs."
Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.4 Urðargil 1-3 - grenndarkynning, stækkun á byggingarreit
2005020128
9. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 13. apríl 2005.
Erindi dagsett 21. febrúar 2005 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Timbru ehf., kt. 620199-3039, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 1-3 við Urðargil, sem fer út fyrir byggingarreit. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Þröst Sigurðsson dagsettar 15. febrúar 2005. Erindið fór í grenndarkynningu 28. febrúar 2005 og lauk henni 29. mars 2005. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


5 Mýrarvegur-Skógarlundur - takmörkun á þungaumferð
2005040064
12. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 13. apríl 2005.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að takmörkunum á þungaflutningum á Mýrarvegi: Bönnuð verði skv. 2. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1997 öll umferð vinnuvéla svo og vörubifreiða yfir 12 t heildarþunga á Mýrarvegi og Skógarlundi sunnan Þingvallastrætis um helgar og á helgidögum og á virkum dögum á tímabilinu frá kl. 22:00 að kvöldi til kl. 08:00 að morgni.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna og feli lögreglustjóra að annast hið lögformlega ferli framkvæmdarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


6 Starfsáætlun bæjarstjórnar 2005 - íþrótta- og tómstundamál
2004060015
Stefna og starfsáætlun í íþrótta- og tómstundamálum.
Jakob Björnsson gerði grein fyrir stöðu íþrótta- og tómstundamála á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrarbæjar.
Almennar umræður bæjarfulltrúa urðu í kjölfarið.


7 Sláttur - þjónustusamningur 2005-2007
2005020069
Fram fór umræða að ósk bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur um 1. lið í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 8. apríl 2005.
Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrar felur stjórnsýslunefnd bæjarins að endurskoða ákvæði 54. og 56. greinar Samþykktar um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar."
Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Oktavía lagði einnig fram tillögu svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrar metur útboð bæjarins á þjónustusamningi um "Grasslátt, Ytri- og Syðri Brekku" og "Grasslátt, Gilja- og Síðuhverfi" ógild vegna formgalla.
Gallinn felst í því að hvorki var farið að lögum né innkaupastefnu Akureyrarkaupstaðar þar sem láðist í útboðsskilmálum að tiltaka skilyrði um að atvinnurekanda sé skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina."
Fram kom tillaga frá Jakobi Björnssyni um að vísa tillögunni til skoðunar í bæjarráði og var hún samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.
Eftirtaldar fundargerðir fastanefnda eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 7. apríl 2005
Stjórnsýslunefnd dags. 13. apríl 2005
Umhverfisráð dags. 13. apríl 2005
Framkvæmdaráð dags. 8. apríl 2005
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 8. apríl 2005
Skólanefnd dags. 4. apríl 2005
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 31. mars 2005
Félagsmálaráð dags. 4. apríl 2005

Fundi slitið.