Bæjarstjórn

5967. fundur 05. apríl 2005
Bæjarstjórn - Fundargerð
3191. fundur
05.04.2005 kl. 16:00 - 18:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Jón Erlendsson
Ágúst Hilmarsson
Björn Snæbjörnsson
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Áður en gengið var til dagskrár minntist forseti Bjarna Jónassonar Rafnar fyrrverandi bæjarfulltrúa með eftirfarandi orðum:
Þann 6. mars sl. lést í Reykjavík Bjarni Jónasson Rafnar fv. yfirlæknir. Hann fæddist á Akureyri 26. janúar 1922 og var því á átttugasta og fjórða aldursári.
Mestan hluta starfsferils síns, eða frá 1955 til 1989, starfaði Bjarni á Akureyri sem heimilislæknir og sérfræðingur. Hann var m.a. deildarlæknir við handlæknadeild og fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 1966-1970, yfirlæknir sömu deilda 1970-1971 og yfirlæknir fæðingar- og kvensjúkdómadeildar 1971-1989.
Bjarni sat í bæjarstjórn sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á árunum 1974-1978.
Eiginkona Bjarna var Bergljót Sigríður Haralz Rafnar fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, d. 11. desember 2000. Þau eignuðust 4 börn.
Útför Bjarna fór fram frá Bústaðakirkju í Reykjavík 15. mars sl.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum samúð sína, um leið og honum eru þökkuð störf í þágu bæjarfélagsins.
Ég bið viðstadda að rísa úr sætum og minnast hans.
1 Ársreikningur Akureyrarbæjar 2004 - síðari umræða
2005030057
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 17. mars 2005.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 var borinn upp og samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Ársreikningurinn var síðan undirritaður.2 Gjaldskrá leikskóla
2005010153
7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 31. mars 2005.
Bæjarráð samþykkti þann 17. mars sl. breytingar á gjaldskrá leikskóla og var bæjarstjóra falið að gera tillögu til bæjarráðs um með hvaða hætti komið verði til móts við barnafjölskyldur með lágar ráðstöfunartekjur.
Bæjarráð 31. mars 2005 vísar liðnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Lögð var fram tillaga svohljóðandi:
"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar um 25% lækkun almennrar gjaldskrár leikskóla frá
1. maí nk., sem gildir þá fyrir foreldra sem eru í sambúð, giftir eða annað í námi. Að öðru leyti verður gjaldskráin óbreytt. Gjaldskráin verður næst endurskoðuð í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2006. Kostnaði vegna þessarar samþykktar er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2005."
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.3 Daggæsla - niðurgreiðslur
2005010155
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 31. mars 2005.
Bæjarráð samþykkti þann 17. mars sl. breytingu á niðurgreiðslum vegna vistunar barna hjá daggæsluaðilum og var bæjarstjóra falið að gera tillögu til bæjarráðs um með hvaða hætti komið verði til móts við barnafjölskyldur með lágar ráðstöfunartekjur.
Bæjarráð 31. mars 2005 vísar liðnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Lögð var fram tillaga svohljóðandi:
"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar um að tekin verði upp föst niðurgreiðsla vegna vistunar barns hjá daggæsluaðila kr. 2.500 pr. dvalarstund á mánuði, þó að hámarki 8 klst. á dag. Breytingin taki gildi 1. júní nk. Bæjarstjórn samþykkir einnig að frá og með 1. janúar 2006 nái niðurgreiðsla þessi einnig til barna eftir 9 mánaða aldur hjá foreldrum sem eru giftir eða í sambúð. Niðurgreiðslan verður endurskoðuð í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2006. Kostnaði vegna þessarar samþykktar er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2005."
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.4 Mýrarvegur - breyting á aðalskipulagi
2004120001
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 23. mars 2005.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi, stækkun íbúðarsvæðis við Mýrarveg, var auglýst skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga þann 28. janúar sl. með athugasemdafresti til 11. mars 2005. Tvær athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt og umhverfisdeild falið að senda hana til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


5 Baldurshagi - breyting á aðalskipulagi
2004090100
4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 23. mars 2005.
Tillögur að breytingu á aðalskipulagi fyrir reit milli Mylluklappar og Þórunnarstrætis, norðan lögreglustöðvar var auglýst skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga hinn 4. febrúar sl. með athugasemdafresti til 18. mars sl. Samkvæmt tillögunum breytist opið svæði í íbúðarsvæði með tveimur sjö hæða húsum með allt að 40 íbúðum. Tvær athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt og umhverfisdeild falið að senda hana til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 8 atkvæðum gegn 1.6 Starfsáætlun bæjarstjórnar 2005 - menningarmál
2004060015
Stefna og starfsáætlun í menningarmálum.
Sigrún Björk Jakobsdóttir gerði grein fyrir stöðu menningarmála á vegum menningarmálanefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður bæjarfulltrúa urðu í kjölfarið.7 Sameining sveitarfélaga
2003110005
Rætt var um erindi nefndar um sameiningu sveitarfélaga dags. 31. mars 2005.
Samhljóða lokaniðurstaða nefndarinnar er að greidd skuli atkvæði um sameiningu eftirtalinna sveitarfélaga: Siglufjarðarkaupstaður, Akureyrarkaupstaður, Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Arnarneshreppur, Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur.
Kosningin skal fara fram í samræmi við bráðabirgðaákvæði III við sveitarstjórnarlög nr. 45/1998, með síðari breytingum, sem samþykkt var á Alþingi 26. maí 2004 og breytt 21. mars sl.
Nefndin fer fram á að Akureyrarbær tilnefni tvo fulltrúa í samstarfsnefnd um sameiningu framantalinna sveitarfélaga.
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að tilnefna Sigrúnu Björk Jakobsdóttur og Oktavíu Jóhannesdóttur sem fulltrúa Akureyrarbæjar í samstarfsnefnd sem annast undirbúning atkvæðagreiðslu um tillöguna og gerð kynningarefnis um áhrif hugsanlegrar sameiningar.Eftirtaldar fundargerðir fastanefnda eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 17. og 31. mars 2005
Umhverfisráð dags. 23. mars 2005
Framkvæmdaráð dags. 16. og 22. mars 2005
Menningarmálanefnd dags. 10. og 23. mars 2005
Skólanefnd dags. 14. og 21. mars 2005
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 17. mars 2005
Félagsmálaráð dags. 14. og 21. mars 2005
Náttúruverndarnefnd dags. 17. mars 2005
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 22. mars 2005

Fundi slitið.