Bæjarstjórn

5919. fundur 15. mars 2005
3190. fundur
15.03.2005 kl. 16:00 - 18:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson 1. varaforseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Jón Erlendsson
Íris Dröfn Jónsdóttir
Jóhannes G. Bjarnason
Laufey Petrea Magnúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 - fyrri umræða
2005030057
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 10. mars 2005.
Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli
2003100083
7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 10. mars 2005.
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til við bæjarráð að hafist verði nú þegar handa við undirbúning að snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli með það að markmiði að hún geti hafist á haustdögum 2005.
Fram voru lagðar áætlanir um stofn- og rekstrarkostnað. Einnig voru lagðar fram staðfestingar KEA, Höldurs ehf. og Veitingahússins Greifans um þátttöku fyrirtækjanna í rekstrarkostnaði búnaðarins fyrstu fimm árin.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki fyrir sitt leyti, að ráðist verði í uppsetningu og rekstur búnaðar til snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli á árinu 2005. Fjármögnun stofnkostnaðar er vísað til stjórnar Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


3 Starfsáætlun bæjarstjórnar 2005 - skipulags- og byggingarmál
2004060015
Stefna og starfsáætlun í skipulags- og byggingarmálum.
Kristján Þór Júlíusson gerði grein fyrir stöðu skipulags- og byggingarmála á vegum umhverfisráðs Akureyrarbæjar.
Almennar umræður bæjarfulltrúa urðu í kjölfarið.
4 Útboð á viðhaldi varðskipa - ályktun
2005030102
Bæjarstjóri lagði fram, utan dagskrár, ályktun svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrar lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Ríkiskaupa að ganga að tilboði pólskrar skipasmíðastöðvar í viðgerðir á varðskipunum Ægi og Tý. Með þessu verklagi er vegið að rótum íslensks iðnaðar, sem hlýtur að vekja furðu, ekki síst í ljósi þess að íslenskum stjórnvöldum er fullljóst að skipasmíðar hér á landi keppa á þessu sviði við ríkisstyrktan erlendan atvinnurekstur.
Tilboð Slippstöðvarinnar sýnir að íslenskur skipasmíðaiðnaður stenst erlend tilboð á þessu sviði án þess að tillit sé tekið til þess óbeina hagnaðar sem íslenskt samfélag hefur af því að verkið skuli unnið hér á landi. Að taka ekki tilboði Slippstöðvarinnar undir þessum kringumstæðum sýnir fyrst og fremst skort á vilja og metnaði til þess að hlú að þessari mikilvægu atvinnugrein í landinu.
Bæjarstjórn Akureyrar skorar á fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra og iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því að ákvörðun Ríkiskaupa um að taka hinu pólska tilboði verði endurskoðuð og tryggja að viðgerðir á varðskipunum Ægi og Tý fari fram í íslenskum skipasmíðastöðvum."

Forseti leitaði afbrigða til að taka ályktunina á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn staðfestir ályktunina með 11 samhljóða atkvæðum.
Eftirtaldar fundargerðir fastanefnda eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 10. mars 2005
Stjórnsýslunefnd dags. 9. mars 2005
Umhverfisráð dags. 9. mars 2005
Framkvæmdaráð dags. 4. mars 2005
Skólanefnd dags. 28. febrúar og 7. mars 2005
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 3. mars 2005
Félagsmálaráð dags. 28. febrúar 2005
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 3. mars 2005


Fundi slitið.