Bæjarstjórn

5868. fundur 01. mars 2005
3189. fundur
01.03.2005 kl. 16:00 - 18:02
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Ingimar Eydal
Íris Dröfn Jónsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Laufey Petrea Magnúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður Jónsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar bauð forseti varamenn í bæjarstjórn, af B-lista Valgerði Jónsdóttur og U-lista Kristínu Sigfúsdóttur velkomnar til fyrsta fundar.
1 Götunöfn
2005020132
13. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 9. febrúar 2005.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að eftirtaldar tillögur að sjö götuheitum í 2. áfanga Naustahverfis verði samþykktar: Brekatún, Ljómatún, Pílutún, Sokkatún, Sómatún, Sporatún og Þrumutún.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 9 atkvæðum gegn 1.


2 Götunöfn - breytingar
2005020132
14. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 9. febrúar 2005.
Umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirtaldar breytingar á götuheitum og skráningu eigna við götur: Dalsbraut 1 verði Gleráreyrar 2, Eyjafjarðarbraut verði Drottningarbraut suður að bæjarmörkum, Verkmenntaskólinn verði skráður við Hringteig 2, Brim (áður ÚA) við Fiskitanga 4, hafnarhús við Fiskitanga 2, stálskemma á Togarabryggju við Fiskitanga 6, Háskólinn við Norðurslóð, Smáragata felld niður og Hólabraut tengist Glerárgötu, Brimnes verði Krossanes og gatan frá Drottningarbraut að Iðnminjasafni og Gróðrarstöð nefnist Krókeyri.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


3 Borgarsíða 29 - breyting á deiliskipulagi
2005010093
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 23. febrúar 2005.
Erindi dags. 5. janúar 2005 þar sem sótt var um byggingarleyfi og breytingar á áður samþykktum byggingarskilmálum, breikkun á byggingarreit og að bílgeymla verði innbyggð í hús var sent í
grenndarkynningu þann 19. janúar sl. og lauk henni þann 9. febrúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki deiliskipulagsbreytinguna og feli umhverfisdeild að annast gildistökuferlið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Hraungerði 1 - breyting á deiliskipulagi
2005010043
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 23. febrúar 2005.
Erindi dags. 14. desember 2004 þar sem sótt var um frávik frá skipulagsskilmálum fyrir Hraungerði 1, sem fela í sér aukinn þakhalla var sent í grenndarkynningu þann 14. janúar sl. og lauk henni þann 18. febrúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki deiliskipulagsbreytinguna og feli umhverfisdeild að annast gildistökuferlið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


5 Hafnasamlag Norðurlands - uppsögn á lóðarleigusamningi
2005010025
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 24. febrúar 2005.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðarleigusamningi Akureyrarbæjar við Eimskipafélag Íslands hf. frá 8. ágúst 1987 verði sagt upp.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


6 Starfsáætlun bæjarstjórnar 2005 - náttúruverndarmál
2004060015
Stefna og starfsáætlun í náttúruverndarmálum.
Ingimar Eydal gerði grein fyrir stöðu náttúruverndarmála á vegum náttúruverndarnefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður bæjarfulltrúa urðu í kjölfarið.7 Þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar 2006-2008 - síðari umræða
2004120018
10. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 24. febrúar 2005.
Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar 2006-2008 til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Áætlunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.


8 Matsskylda Síðubrautar frá Hörgárbraut til norðurs
2005010092
Fram kom utan dagskrár 4. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 17. febrúar 2005.
Lagt fram afrit af bréfi Skipulagsstofnunar ásamt fylgigögnum, dags. 30. janúar 2005, þar sem m.a. er leitað álits Akureyrarbæjar á matsskyldu framkvæmda við Síðubraut til norðurs, sbr. lög um mat á umhverfisáhrifum.
Náttúruverndarnefnd telur ekki tilefni til að sá hluti Síðubrautar norðan Hörgárbrautar sem erindið fjallar um verði háð mati á umhverfisáhrifum, þar sem um er að ræða stutta götu og að á þeirri leið er ekki um að ræða umhverfisþætti sem þarfnast meiri athygli en almennt gerist. Á hinn bóginn vill náttúruverndarnefnd taka fram að framkvæmdir við framhald Síðubrautar til norðurs, allt til Krossanesbrautar, ættu að hennar mati að vera háð mati á umhverfisáhrifum, skv. lögum þar um. Nefndin telur að matið sé óhjákvæmilegt vegna nálægðar götunnar við viðkvæmt votlendi sem hefur verið friðlýst skv. lögum um náttúruvernd, m.a. vegna líffræðilegrar fjölbreytni svæðisins. Nefndin leggur sérstaka áherslu á að við þær framkvæmdir verði gerðar ráðstafanir til að ekki raskist grunnvatnsborð í Krossanesborgum, fyrst og fremst í kringum Hundatjörn.

Forseti leitaði afbrigða til að taka liðinn á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn staðfestir bókun náttúruverndarnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.
Eftirtaldar fundargerðir fastanefnda eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 24. febrúar 2005
Stjórnsýslunefnd dags. 23. febrúar 2005
Umhverfisráð dags. 23. febrúar 2005
Framkvæmdaráð dags. 18. febrúar 2005
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 18. febrúar 2005
Menningarmálanefnd dags. 10. febrúar 2005
Skólanefnd dags. 14. og 21. febrúar 2005
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 14. febrúar 2005
Félagsmálaráð dags. 14. febrúar 2005
Náttúruverndarnefnd dags. 17. febrúar 2005
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd 22. febrúar 2005

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 14. febrúar 2005 - meðfylgjandi til kynningar.

Fundi slitið.