Bæjarstjórn

5727. fundur 01. febrúar 2005
3187. fundur
01.02.2005 kl. 16:00 - 20:03
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Jón Erlendsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Krossaneshagi A-hluti - Baldursnes - breyting á deiliskipulagi (SN050002)
2005010140
5. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 26. janúar 2005.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu á viðskipta-, iðnaðar- og þjónustulóð við Baldursnes sbr. bókun ráðsins 8. september 2004.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umhverfisdeild verði falið að auglýsa tillöguna skv.
1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Geislatún 1- breyting á deiliskipulagi - grenndarkynning (SN040052)
2004120038
6. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 26. janúar 2005.
Umsókn um breikkun á byggingarreit um 1.05 m til vesturs fyrir húsið nr. 1 við Geislatún. Erindið fór í grenndarkynningu 16. desember 2004 og lauk henni 13. janúar 2005, engin athugasemd barst.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


3 Landsvirkjun - skuldabréfaútgáfa v/Landsnets hf.
2005010123
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 27. janúar 2005.
Erindi dags. 21. janúar 2005 frá Landsvirkjun þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að hann veiti samþykki við fyrirhugaðri skuldabréfaútgáfu Landsvirkjunar að fjárhæð 22 milljarða króna til að mæta fjárþörf vegna virkjunarframkvæmda og fjármögnunar Landsnets hf. á árinu 2005.
Bæjarráð vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Með vísan til 1. og 14. gr. laga nr. 42 frá 23. mars 1983 um Landsvirkjun samþykkir bæjarstjórn framkomna beiðni með 10 samhljóða atkvæðum.4 Starfsáætlun bæjarstjórnar 2005 - áfengis- og vímuvarnamál
2004060015
Stefna og starfsáætlun í áfengis- og vímuvarnamálum.
Gerður Jónsdóttir gerði grein fyrir stöðu forvarnamála á vegum áfengis- og vímuvarnanefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður bæjarfulltrúa urðu í kjölfarið.5 Starfsáætlun bæjarstjórnar 2005 - félagsþjónusta
2004060015
Stefna og starfsáætlun í félagsþjónustu.
Jakob Björnsson gerði grein fyrir stöðu félagsþjónustu á vegum félagsmálaráðs Akureyrarbæjar.
Almennar umræður bæjarfulltrúa urðu í kjölfarið.
Eftirtaldar fundargerðir fastanefnda eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 20. og 27. janúar 2005
Umhverfisráð dags. 26. janúar 2005
Framkvæmdaráð dags. 7. janúar 2005
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 14. janúar 2005
Menningarmálanefnd dags. 20. janúar 2005
Skólanefnd dags. 24. janúar 2005
Félagsmálaráð dags. 17. janúar 2005
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 13. janúar 2005
Náttúruverndarnefnd dags. 20. janúar 2005
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 25. janúar 2005


Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 17. janúar 2005 - meðfylgjandi til kynningar.

Fundi slitið.