Bæjarstjórn

6108. fundur 17. maí 2005
3193. fundur
17.05.2005 kl. 16:00 - 18:44
Amtsbókasafnið


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Jón Erlendsson
Ágúst Hilmarsson
Guðmundur Jóhannsson
Ingimar Eydal
Jóhannes G. Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Óseyri 24-26 - breyting á deiliskipulagi
2005040063
8. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 13. apríl 2005.
Lagður var fram uppdráttur af breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar. Breytingin felst í sameiningu lóðanna Óseyri 24 og 26. Eftir breytingu telst lóðin vera nr. 24 við Óseyri.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki deiliskipulagsbreytinguna og feli umhverfisdeild að annast gildistökuferlið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Eyjafjarðarbraut - flugvallarsvæði - aðalskipulagsbreyting
2004090098
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 27. apríl 2005.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi flugvallarsvæðis var auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga hinn 8. desember 2004, sbr. bókun 22. september 2004, og var athugasemdafrestur til 19. janúar 2005. Samhliða var auglýst tillaga að deiliskipulagi flugvallarsvæðis. Fjórar athugasemdir bárust og beindist ein þeirra bæði að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt og umhverfisdeild falið að senda hana til staðfestingarmeðferðar hjá Skipulagsstofnun og Umhverfisráðuneyti skv. 18. og 19. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.3 Hlíðarfjall - snjóframleiðslukerfi - breyting á deiliskipulagi
2005050053
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 11. maí 2005.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi svifbrautar í Hlíðarfjalli dags. 10. maí sl. Breytingin felst í því að skipulagssvæðið stækkar og innan þess er gerð grein fyrir mannvirkjum snjóframleiðslukerfis.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Baldurshagi - breyting á deiliskipulagi
2005050054
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 11. maí 2005.
Tillögur að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi fyrir reit milli Mylluklappar og Þórunnarstrætis, norðan lögreglustöðvar, voru auglýstar saman hinn 4. febrúar sl. með athugasemdafresti til 18. mars sl. Tvær athugasemdir bárust og beindist önnur bæði að aðal- og deiliskipulagi en hin eingöngu að aðalskipulagsbreytingunni.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferlið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 8 samhljóða atkvæðum.


5 Búðargil - breyting á deiliskipulagi
2005040062
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 12. maí 2005.
"Í bæjarstjórn þann 19. apríl sl. var eftirfarandi tillaga samþykkt: "Í ljósi þeirrar óvissu sem skapast hefur vegna nýfallins dóms Hæstaréttar um heimild til búsetu í sumarhúsi í Bláskógabyggð, frestar bæjarstjórn afgreiðslu liðarins og vísar honum til bæjarráðs".
Í ljósi yfirferðar á upplýsingum frá bæjarlögmanni varðandi málið vísar bæjarráð liðnum til afgreiðslu bæjarstjórnar."

Fram kom tillaga þar sem lagt er til að afgreiðslu málsins verði frestað og umhverfisráði verði falið að ræða við lóðarhafa um mögulega aðra staðsetningu frístundabyggðar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 9 samhljóða atkvæðum.


6 Þátttaka nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum
2004050016
1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 27. apríl 2005.
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki með vísan til 21. greinar Samþykktar um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar, að formaður fastanefndar sem á ekki sæti í bæjarstjórn, mæti á fund bæjarstjórnar, hafi framsögu, taki þátt í umræðum og svari fyrirspurnum þegar umræða um stefnu og starfsáætlun málaflokksins fer fram samkvæmt starfsáætlun bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnsýslunefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


7 Menningarhús á Akureyri
2004020098
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 28. apríl 2005.
Lagt var fram minnisblað formanns byggingarnefndar menningarhúss Inga Björnssonar, dags.
25. apríl 2005.
Bæjarráð samþykkir að byggingarnefnd vinni áfram að framgangi verkefnisins á grundvelli minnisblaðsins. Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að hönnun hússins verði í samræmi við hugmynd byggingarnefndar um framtíðaraðstöðu fyrir Tónlistarskólann á Akureyri á 3. hæð hússins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


8 Álver á Norðurlandi
2005040115
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 12. maí 2005.
Bæjarráð vísar málinu til umræðu í bæjarstjórn.
Fram fóru almennar umræður bæjarfulltrúa.

Eftirtaldar fundargerðir fastanefnda eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 20. og 28. apríl, 4. og 12. maí 2005
Stjórnsýslunefnd dags. 27. apríl 2005
Umhverfisráð dags. 27. apríl, 4. og 11. maí 2005
Framkvæmdaráð dags. 29. apríl 2005
Menningarmálanefnd 14., 19. og 28. apríl 2005
Skólanefnd dags. 18. og 25. apríl, 2. og 9. maí 2005
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 3. maí 2005
Félagsmálaráð dags. 25. apríl og 9. maí 2005
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 28. apríl 2005
Náttúruverndarnefnd dags. 14. apríl 2005
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 16. apríl 2005Fundi slitið.