Bæjarstjórn

5664. fundur 18. janúar 2005
3186. fundur
18.01.2005 kl. 16:00 - 18:48
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Íris Dröfn Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Jón Erlendsson
Oddur Helgi Halldórsson
Steingrímur Birgisson
Þórarinn B. Jónsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar óskaði forseti bæjarfulltrúum, starfsmönnum Akureyrarbæjar og bæjarbúum öllum gleðilegs árs.

1 Lundarhverfi - lega tengibrauta
2004120106
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 22. desember 2004.
Lögð var fram greinargerð með niðurstöðum vinnuhóps umhverfisráðs um framtíðarlegu tengibrauta í og við Lundarhverfi. Umhverfisráð lýsir sig sammála niðurstöðum vinnuhópsins og leggur til við bæjarstjórn að umhverfisdeild verði falið að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi 1998-2018 í samræmi við niðurstöður hans. Áður en tillagan verði fullmótuð og auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga verði hún kynnt fyrir bæjarbúum í samræmi við bókun skipulagsnefndar Akureyrar frá 13. maí 1998 og 17. gr. laganna.
Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Jakobi Björnssyni svohljóðandi:
"Bæjarstjórn samþykkir að fá óháðan aðila til samstarfs um almenna kynningu meðal bæjarbúa á niðurstöðum vinnuhóps umhverfisráðs um framtíðarlegu tengibrauta í og við Lundarhverfi. Gert er ráð fyrir að beitt verði svipuðum vinnuaðferðum og gert var við framkvæmd íbúaþings í september 2004.
Markmið þessarar vinnu er samráð við íbúa og hagsmunaaðila í þeim tilgangi að ná fram sem mestri sátt um lausn málsins þegar kemur til endanlegrar ákvarðanatöku bæjarstjórnar.
Telst því tillögu umhverfisráðs frestað."
Tillaga bæjarfulltrúa Jakobs Björnssonar var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Baldurshagi - breyting á aðalskipulagi
2004090100
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 12. janúar 2005.
Lagður var fram endurskoðaður tillöguuppdráttur að breytingu á aðalskipulagi við Baldurshaga. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst, sbr. 17. og 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 6 atkvæðum gegn 3.


3 Baldurshagi - breyting á deiliskipulagi
2004050113
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 12. janúar 2005.
Tekin var fyrir ný tillaga að deiliskipulagi við Baldurshaga. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umhverfisdeild verði falið að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 6 atkvæðum gegn 3.


4 Kjarnalundur - breyting á deiliskipulagi
2004110103
4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 12. janúar 2005.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var send í grenndarkynningu hinn 26. nóvember 2004 með athugasemdafresti til 24. desember 2004. Ein athugasemd barst.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


5 Naustahverfi 1. áfangi - breyting á deiliskipulagi
2005010073
5. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 12. janúar 2005.
Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi 11 einbýlishúsalóða við Vallartún og Vörðutún. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umhverfisdeild verði falið að láta fullvinna tillöguna og auglýsa hana síðan sem breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Naustahverfis skv. 25. og 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


6 Lóð við Brekkuskóla og nágrenni - breyting á deiliskipulagi
2004120057
6. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 12. janúar 2005.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Brekkuskóla og nágrennis var send í grenndarkynningu hinn 15. desember 2004 með athugasemdafresti til 12. janúar 2005. Þeir er málið varðaði staðfestu samþykki sitt fyrir breytingunni með undirskrift á tillöguuppdrátt. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


7 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004 - endurskoðun
2003040030
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 30. desember 2004.
Meirihluti bæjarráðs samþykkti eftirfarandi tillögur að endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Rekstrarniðurstaða (jákvæð) kr. 135.309.000. Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 20.258.808.000 og handbært fé samkvæmt sjóðstreymisyfirliti verður kr. 1.228.718.000 í árslok.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs að endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 með 8 atkvæðum gegn 2.


8 Vinnuhópur um yfirvinnu hjá Akureyrarbæ
2004040054
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 13. janúar 2005.
Teknar voru fyrir tillögur vinnuhóps um yfirvinnu hjá Akureyrarbæ. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillögur verði samþykktar. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um innleiðingu nýs fyrirkomulags á yfirvinnu skv. nýjum verklagsreglum stjórnenda hjá Akureyrarbæ svo og vinnufyrirkomulag starfsmanna Akureyrarbæjar skv. sömu reglum. Starfshópinn skipi Þórarinn B. Jónsson sem verði formaður, Gerður Jónsdóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir ásamt Höllu Margréti Tryggvadóttur starfsmannastjóra og Karli Guðmundssyni sviðsstjóra félagssviðs. Starfshópurinn skal stýra innleiðingu nýrra verklagsreglna, halda fundi með stjórnendum og skera úr í ágreiningsmálum sem upp kunna að koma. Bæjarstjóri setur starfshópnum erindisbréf á grundvelli ofangreindra tillagna.
Bæjarstjórn samþykkir tillögur vinnuhóps um yfirvinnu hjá Akureyrarbæ og skipan starfshóps um innleiðingu nýs fyrirkomulags á yfirvinnu með 11 samhljóða atkvæðum.


9 Álagning fasteignagjalda árið 2005
2004110039
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 13. janúar 2005.
Bæjarráð vísar tillögu um álögð gjöld á fasteignir á Akureyri og Reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá Akureyrarbæ hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili á Akureyri til afgreiðslu bæjarstjórnar.


Bæjarfulltrúi Jakob Björnsson lagði fram tillögu að breytingu á 4. gr. Reglna um afslátt af fasteignaskatti 2005, svohljóðandi:
"Bæjarstjórn samþykkir að hámarksafsláttur af fasteignaskatti árið 2005 nemi kr. 40.000. Fyrsta setning 4. gr. reglna um afslátt af fasteignaskatti 2005 hljóði því svo: Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að kr. 40.000. Reglurnar verði óbreyttar að öðru leyti."

Bæjarfulltrúarnir Hermann Jón Tómasson og Jón Erlendsson lögðu fram eftirfarandi tillögu um breytingu á Reglum um afslátt af fasteignagjöldum:
"4. og 5. grein reglnanna hljóði svo:
4. grein: Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur. Afsláttur er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna síðastliðins árs, samkvæmt skattframtali. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
5. grein:
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) Með tekjur allt að kr. 1.550.000 fullur (100%) afsláttur
b) með tekjur á bilinu 1.550.001 - 1.800.000 75% afsláttur
c) með tekjur á bilinu 1.800.001 - 2.050.000 50% afsláttur
d) með tekjur á bilinu 2.050.001 - 2.300.000 25% afsláttur
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að kr. 2.200.000 fullur (100%) aflsláttur
b) með tekjur á bilinu 2.200.001 - 2.475.000 75% afsláttur
c) með tekjur á bilinu 2.475.001 - 2.750.000 50% afsláttur
d) Með tekjur á bilinu 2.750.001 - 3.000.000 25% afsláttur."

Fyrst voru bornar upp til atkvæða tillögur um álögð gjöld á fasteignir á Akureyri og voru þær samþykktar með 7 samhljóða atkvæðum.
Tillaga bæjarfulltrúanna Hermanns Jóns Tómassonar og Jóns Erlendssonar var borin upp og felld með 7 gegn 2.
Tillaga bæjarfulltrúa Jakobs Björnssonar var borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum gegn 2.
Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá Akureyrarbæ 2005 ásamt breytingartillögu Jakobs Björnssonar voru síðan bornar upp og samþykktar með 7 samhljóða atkvæðum.10 Landsvirkjun - skuldaskipti og valréttir 2005
2004120094
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 30. desember 2004.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni í erindi Landsvirkjunar varðandi stýringu áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 10 samhljóða atkvæðum.Eftirtaldar fundargerðir fastanefnda eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 16. og 30. desember 2004 og 6. og 13. janúar 2005
Stjórnsýslunefnd dags. 12. janúar 2005
Umhverfisráð dags. 22. desember 2004 og 12. janúar 2005
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 10. desember 2004 og 7. janúar 2005
Menningarmálanefnd dags. 16. desember 2004
Skólanefnd dags. 13. desember 2004 og 10. janúar 2005
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 20. desember 2004
Kjarasamninganefnd dags. 8. desember 2004
Félagsmálaráð dags. 21. desember 2004
Náttúruverndarnefnd dags. 16. desember 2004
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 10. desember 2004

Meðfylgjandi til kynningar:
Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 6. desember 2004

Fundi slitið.