Bæjarstjórn

5592. fundur 14. desember 2004
Bæjarstjórn - Fundargerð
3185. fundur
14.12.2004 kl. 16:00 - 22:02
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Björn Snæbjörnsson
Iris Dröfn Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar las forseti upp tilkynningu um breytingar á skipan fulltrúa í bæjarstjórn og nefndum hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði og Samfylkingunni.
Frá næstu áramótum verða eftirfarandi breytingar:

Bæjarstjórn:
Valgerður H. Bjarnadóttir, kt. 240154-3319, fer í tímabundið leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Jón Erlendsson, kt. 041251-2989, tekur við tímabundið af Valgerði sem bæjarfulltrúi VG.

Bæjarráð:
Jón Erlendsson tekur við sæti Valgerðar H. Bjarnadóttur sem aðalmaður/áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.
Kristín Sigfúsdóttir, kt. 130349-4719, tekur við sem varamaður VG í bæjarráði.

Framkvæmdaráð (og stjórn FAK):
Jón Erlendsson tekur við sæti Valgerðar H. Bjarnadóttur í framkvæmdaráði.
Kristín Sigfúsdóttir tekur við sæti varamanns í framkvæmdaráði.

Stjórnsýslunefnd:
Oktavía Jóhannesdóttir, kt. 241058-4419, Samfylkingu, tekur við sæti Valgerðar í stjórnsýslunefnd.
Jón Erlendsson víkur sem varamaður í stjórnsýslunefnd.
Hermann Jón Tómasson, kt. 130459-2939, Samfylkingu, tekur við sem varamaður í stjórnsýslunefnd.

Menningarmálanefnd:
Jón Erlendsson víkur sæti í menningarmálanefnd.
Andrea Hjálmsdóttir, kt. 130670-3509, tekur við sæti aðalmanns VG í menningarmálanefnd.
1 Baldurshagi - breyting á aðalskipulagi
2004090100
4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 24. nóvember 2004. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi við Baldurshaga var send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga hinn 7. október 2004. Skipulagsstofnun gerir þá athugasemd að í tillögu að breytingu á aðalskipulagi þurfi að gera grein fyrir þéttleika og yfirbragði fyrirhugaðs íbúðarsvæðis.
Meirihluti umhverfisráðs leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst svo breytt.
Bæjarstjóri lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir þá breytingu á aðalskipulagi við Baldurshaga að þar skuli einungis fyrirhugað íbúðasvæði. Hins vegar fellst bæjarstjórn ekki á áform um 12 hæða byggingu á lóðinni en samþykkir þess í stað að gert verði ráð fyrir um 40 íbúða byggð, allt að 7 hæðum, á lóðinni við Baldurshaga."
Tillaga bæjarstjóra var borin upp og samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1.

Valgerður H. Bjarnadóttir bæjarfulltrúi lagði fram bókun vegna 1. og 2. liðar dagskrár, svohljóðandi:
"Fullljóst er að mikill meirihluti Akureyringa er andvígur hugmyndum um byggingu háhýsis á lóð Baldurshaga. Því fagna ég því að meirihluti bæjarstjórnar skuli taka nokkurt mark á þeim röddum og vera orðinn fráhverfur 12 til 13 hæða blokk á þessum stað. 7 hæða blokk eða blokkir með 40 íbúðum er þó því miður engin málamiðlun sem ég get sætt mig við. Eftir sem áður yrði um að ræða gífurlega stóra og þunglamalega byggingu sem breytti verulega ásýnd klappanna og þessa fallega græna svæðis. Því leggst ég gegn því að áfram verði haldið með umræddar skipulagsbreytingar. Um þessar mundir fer fram úrvinnsla úr hugmyndum og tillögum um framtíð Miðbæjarins, sem fram komu á íbúaþingi "Akureyri í öndvegi" í haust. Eðlilegra er að bíða þeirra tillagna að heildarskipulagi fyrir Miðbæinn og næsta nágrenni og taka þá afstöðu til nýtingar þessa reits.2 Baldurshagi - breyting á deiliskipulagi
2004050113
5. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 24. nóvember 2004. Lagður var fram nýr tillöguuppdráttur að deiliskipulagi við Baldurshaga, dags. 21. október 2004. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 12 hæða húsi ásamt kjallara með hámark 36 íbúðum og einnar hæðar álmu vestast. Um helmingur bílastæða verði neðanjarðar.
Meirihluti umhverfisráðs leggur til við bæjarstjórn að umhverfisdeild verði falið að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.
Bæjarstjóri lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrar hafnar tillögunni með vísan til þeirrar samþykktar sem gerð var við 1. lið dagskrár. Ennfremur samþykkir bæjarstjórn að fela umhverfisráði að taka til umfjöllunar tillögur að nýju deiliskipulag lóðarinnar sem falli innan þeirra marka er samþykkt hafa verið af bæjarstjórn."
Tillaga bæjarstjóra var borin upp og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.


3 Krókeyri - breyting á deiliskipulagi
2004080070
6. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 24. nóvember 2004. Tillaga að deiliskipulagi gróðrarstöðvar og safnasvæðis við Krókeyri var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga hinn 17. september 2004 með athugasemdafresti til 29. október 2004. Þrjár athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum að bætt verði inn á uppdráttinn stíg upp í gegnum skrúðgarð í áttina að Miðhúsabraut og að lóð Iðnaðarsafns verði minnkuð um spildu í brekkunni ofan hússins. Umhverfisdeild verði falið að annast gildistökuferli deiliskipulagsins svo breyttu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Mýrarvegur - breyting á deiliskipulagi
2004120002
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 24. nóvember 2004.
Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, dags. 18. nóvember 2004. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð norðan Mýrarvegar 115 þar sem reisa megi fjórða húsið sömu gerðar og nr. 111-115, þ.e. 5 hæða fjölbýlishús.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar, með þeirri breytingu að við bætist ákvæði um að lóðarhafi skuli sjálfur kosta aðgerðir við að tengja húsið við fráveitulögn sem kemur frá Mýrarvegi. Tillagan verði síðan auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 10 samhljóða atkvæðum.


5 Mýrarvegur - breyting á aðalskipulagi
2004120001
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 24. nóvember 2004. Lögð var fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi 1998-2018 dags. í nóvember 2004. Samkvæmt tillögunni stækkar íbúðarsvæði nyrst vestan Mýrarvegar til norðurs um eina lóð, sem ætluð er fyrir 5 hæða fjölbýlishús.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst, sbr. 17. og 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 10 samhljóða atkvæðum.


6 Langholt 1, innkeyrsla - breyting á deiliskipulagi
2004090099
11. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 8. desember 2004. Tekið var fyrir erindi þar sem sótt var um leyfi fyrir nýrri innkeyrslu gegnt Miðholti á bílastæði Bónusverslunarinnar að Langholti 1. Tillaga að breytingunni var send í grenndarkynningu þann 28. september sl. og lauk henni þann
26. október sl. 19 samhljóða athugasemdir bárust frá 34 eigendum/íbúum húsa við Langholt, Miðholt og Stafholt. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hin grenndarkynnta tillaga verði samþykkt með eftirtöldum breytingum: Færslu hraðahindrunarinnar og breytingu á syðri innkeyrslu. Umhverfisdeild verði falið að annast gildistökuferli hennar svo breyttrar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


7 Dalsbraut 1, tengibygging - breyting á deiliskipulagi
2004110034
14. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 8. desember 2004. Tekið var fyrir erindi þar sem sótt var um leyfi til að byggja tengibyggingu á milli húsa við Dalsbraut 1. Tillaga að samsvarandi skipulagsbreytingu var send í grenndarkynningu, engar athugasemdir bárust. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferlið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


8 Starfsáætlun bæjarstjórnar 2005
2004060015
1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 1. desember 2004 og 5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 2. desember 2004. Bæjarráð vísar áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að verklag við stefnumótun verði með þeim hætti sem stýrihópurinn leggur til.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnsýslunefndar með 9 samhljóða atkvæðum.


9 Heimahjúkrun - reglur um heimahjúkrun
2004100016
10. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. desember 2004. Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um heimahjúkrun og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um heimahjúkrun með 11 samhljóða atkvæðum.


10 Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga
2003050075
6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. desember 2004. Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um fjárhagsaðstoð Akureyrarbæjar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um fjárhagsaðstoð Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.


11 Ferliþjónusta á Akureyri - endurskoðun reglna
2004100014
5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. desember 2004. Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðaðar reglur um ferliþjónustu á Akureyri og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um ferliþjónustu með 11 samhljóða atkvæðum.


12 Heimaþjónusta - tillaga að breytingu á reglum
2004090009
7. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. desember 2004. Félagsmálaráð samþykkir endurskoðaðar reglur um heimaþjónustu og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um heimaþjónustu með 11 samhljóða atkvæðum.


13 Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - endurskoðun reglna
2004020096
4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. desember 2004. Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðaðar reglur um leiguíbúðir Akureyrarbæjar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um leiguíbúðir Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.


14 Reglur um búsetu fyrir fatlaða
2004110031
8. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. desember 2004. Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um búsetu fatlaðra og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um búsetu fatlaðra með 11 samhljóða atkvæðum.


15 Reglur um skammtímavistun fyrir fatlaða
2004110030
9. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. desember 2004. Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um skammtímavistun fyrir fatlaða og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um skammtímavistun fyrir fatlaða með 11 samhljóða atkvæðum.


16 Erindisbréf nefnda endurskoðuð
2004010072
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. desember 2004. Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðað erindisbréf félagsmálaráðs og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðað erindisbréf félagsmálaráðs með 10 samhljóða atkvæðum.


17 Þriggja ára áætlun 2006-2008 - fyrri umræða
2004120018
10. liður í fundargerð bæjarráð dags. 9. desember 2004. Bæjarráð vísar frumvarpi að þriggja ára áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir Aðalsjóðs Akureyrarbæjar, fyrirtæki hans og stofnanir fyrir árin 2006-2008 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að vísa þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar 2006-2008 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


18 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2005
2004050041
Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2005 til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn ásamt 11. lið í fundargerð bæjarráðs dags. 9. desember 2004.
Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir lagði fram svohljóðandi breytingartillögu, fjárhæðir í þúsundum króna:


"Málaflokkur 02:
Fjárveiting til fjölskyldudeildar, liður 02-002 hækki um 2.500
Fjárveiting til tilsjónar, liður 02-004 hækki um 0.500
Fjárveiting til Menntasmiðju, liður 02-607 hækki um 1.000
Fjárveiting til vistunar, liður 02-116 hækki um 1.000

Málaflokkur 04:
Fjárveiting til leikskóla, liður 04-001 hækki um 15.000
Fjárveiting til grunnskóla, liður 04-002 hækki um 16.000
Fjárveiting til sérfræðiþjónustu í grunnskólum, liður 04-013 hækki um 5.000

Samtals er um að ræða aukningu á rekstri eða öllu heldur minni niðurskurð sem nemur 41.000. Rekstrarafgangur sveitarsjóðs verður minni sem þeirri fjárhæð nemur og fer úr 181.657 í 140.657.
Auknum rekstrarkostnaði verði mætt með frestun framkvæmda og er framkvæmdaráði og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar falið að koma með tillögur í þá átt."

Fyrst var borin upp tillaga Oktavíu Jóhannesdóttur og var hún felld með 7 atkvæðum gegn 2.

Undirliðir 11. liðar í fundargerð bæjarráðs dags. 9. desember sl. voru afgreiddir á eftirfarandi hátt:
a) Starfsáætlanir - var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
b) Gjaldskrár - var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
c) Kaup á vörum og þjónustu - var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.


Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið - allar upphæðir í þúsundum króna:

Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 11-16)
Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð kr. 181.657 og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð kr. 11.288.336 var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

A-hluta stofnanir: (byrjar á bls. 17)
I. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða kr. -65.841, efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð kr. 8.599.031.

II. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða kr. 3.383, efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð kr. 61.402.

III. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða kr. -473, efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð kr. 621.661.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Samstæðureikningur (bls. 3)
Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð kr. 118.727 og niðurstöðu á efnahagsreikningi kr. 13.583.039 var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 29)
Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:

I. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða kr. -2.818.

II. Fráveita Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða kr. 46.627.

III. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða kr. -3.059.

IV. Dvalarheimili aldraðra, rekstrarniðurstaða kr. 1.

V. Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða kr. -3.285.

VI. Norðurorka hf., rekstrarniðurstaða kr. 147.111.

VII. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða kr. 6.118.

VIII. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða kr. 354.

IX. Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur, rekstrarniðurstaða kr. 544.

X. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða kr. 8.571.

XI. Heilsugæslustöðin á Akureyri, rekstrarniðurstaða kr. 450.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 7 samhljóða atkvæðum.

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar.
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð kr. 272.343 og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð kr. 20.448.282 var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Bókun í lok 11. liðar.
Bæjarráð lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar, sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bókunin var síðan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Forseti lýsti yfir að 18. liður dagskrárinnar ásamt 11. lið í fundargerð bæjarráðs frá 9. desember séu þar með afgreiddir.
Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins og fjölskyldum þeirra og íbúum Akureyrar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskaði forseta og fjölskyldu hans, starfsmönnum bæjarins og fjölskyldum þeirra og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og góðs nýs árs.
Eftirtaldar fundargerðir fastanefnda eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 18., 25. og 29. nóvember og 2. og 8. desember 2004
Stjórnsýslunefnd dags. 19. nóvember og 1. desember 2004
Umhverfisráð dags. 24. nóvember og 8. desember 2004
Framkvæmdaráð dags. 12. nóvember og 3. desember 2004
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 3. desember 2004
Menningarmálanefnd dags. 18. nóvember og 2. desember 2004
Skólanefnd dags. 15. og 22. nóvember og 6. desember 2004
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 24. nóvember og 6. desember 2004
Félagsmálaráð dags. 15., 22. og 29. nóvember og 6. desember 2004
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 18. nóvember 2004
Náttúruverndarnefnd dags. 18. nóvember 2004
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 23. nóvember 2004

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlandssvæðis eystra dags. 8. nóvember 2004 - meðfylgjandi til kynningar.

Fundi slitið.