Bæjarstjórn

5510. fundur 16. nóvember 2004
3184. fundur
16.11.2004 kl. 16:00 - 18:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson varaforseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jóhanna Ragnarsdóttir
Jóhannes G. Bjarnason
Jóna Jónsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Eyjafjarðarbraut - flugvallarsvæði - deiliskipulag
2004100035
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 13. október 2004.
Lagður var fram tillöguuppdráttur að deiliskipulagi flugvallarsvæðis ásamt skýringaruppdrætti og greinargerð, dags. í júní 2004. Samsvarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi er nú til umsagnar/umfjöllunar hjá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umhverfisdeild verði falið að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997 samhliða auglýsingu tillögu að breytingu á aðalskipulagi, þegar heimild hefur verið veitt fyrir auglýsingu þeirrar síðarnefndu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Glerárvirkjun - endurreisn - deiliskipulag
2004080044
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 13. október 2004.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Glerárgil neðra var auglýst ásamt samsvarandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi hinn 30. júlí 2004 með athugasemdafresti til 10. september 2004. Engin athugasemd barst.
Samkvæmt auglýsingu nr. 821/2004 í Stjórnartíðindum B hefur umhverfisráðherra hinn 6. október 2004 staðfest breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018 fyrir Glerárgil neðra.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki hina auglýstu deiliskipulagstillögu þó með breytingum á grein 2.5 Sandnám í Stíflulóni. Greinin verði þannig: Samkvæmt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018, sem staðfest var 6. október 2004 er heimilt að taka og nýta framburð sem safnast í stíflulónið. Varðandi leyfi til efnistöku skal fara eftir lögum um náttúruvernd nr. 44/1999, VI. kafla, gr. 45-49. Önnur mannvirkjagerð og röskun á svæðinu verði óheimil. Umhverfisdeild verði síðan falið að annast gildistökuferli í samræmi við 3. og 4. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


3 Skálatún 1-23 - breyting á deiliskipulagi
2004090054
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 27. október 2004.
Sbr. bókun ráðsins frá 8. september 2004, þar sem umhverfisdeild var falið að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi þannig að á lóðirnar komi einnar hæðar parhús í stað 1-2ja hæða auk bílageymsluhæðar. Skipulags- og byggingafulltrúi lagði til að auk þeirrar breytingar verði tillögur að eftirtöldum breytingum einnig settar fram á sama uppdrætti:
1. Breyting á lóðarmörkum leikskólalóðar við Hólmatún, þannig að nauðsynleg bílastæði verði
innan lóðar.
2. Breyting á legu stígs austur úr enda Mýrartúns.
3. Breyting á skiptingu lóða nr. 2-6, 8-12 og 14-18 við Stekkjartún í húslóðir annars vegar og
sameiginlegar aðkomulóðir hins vegar, sbr. bókun ráðsins 11. ágúst sl.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umhverfisdeild verði falið að auglýsa deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Vallartún 2 - breyting á deiliskipulagi
2004050009
11. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 27. október 2004.
Erindi frá Fasteignum Akureyrarbæjar þar sem óskað var eftir að byggingareitur verði stækkaður skv. teikningum var sent í grenndarkynningu þann 18. október 2004. Allir þeir sem grenndarkynninguna fengu hafa svarað skriflega að þeir geri ekki athugasemdir, telst grenndarkynningu lokið.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferlið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


5 Lántaka Landsvirkjunar - Evrópski fjárfestingabankinn
2004100049
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 21. október 2004.
Með vísan til 1. og 14. gr. laga um Landsvirkjun nr. 42 frá 23. mars 1983 leggur bæjarráð til að bæjarstjórn samþykki lántöku Landsvirkjunar hjá Evrópska fjárfestingabankanum að upphæð
EUR 50 milljónir.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 10 samhljóða atkvæðum.


6 Listasafnið á Akureyri - Reglur um útlán listaverka
2004060041
3. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 4. nóvember 2004.
Menningarmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti Reglur um útlán listaverka og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir Reglur um útlán listaverka með 11 samhljóða atkvæðum.


7 Samþykkt fyrir Framkvæmdasjóð Akureyrar
2004030083
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 21. október 2004.
Bæjarráð vísar drögum að nýrri Samþykkt fyrir Framkvæmdasjóð Akureyrar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir nýja Samþykkt fyrir Framkvæmdasjóð Akureyrar með 11 samhljóða atkvæðum.


8 Álagning gjalda árið 2005 - útsvar
2004110039
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 11. nóvember 2004.
Bæjarráð leggur til að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2005 á Akureyri verði óbreytt frá fyrra ári eða 13,03% af álagningarstofni.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


9 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2005
2004050041
7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 11. nóvember 2004.
Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2005 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2005 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn, sem ráðgert er að fari fram þann 14. desember nk.


10 Verkfall grunnskólakennara - lagasetning
2004090016
Fram fór umræða að ósk bæjarfulltrúa Valgerðar H. Bjarnadóttur um málefni kennara og lagasetningu vegna verkfalls þeirra.


Eftirtaldar fundargerðir fastanefnda eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 7., 14., 21. og 28. október, 4. og 11. nóvember 2004
Stjórnsýslunefnd dags. 18. og 25. október 2004
Umhverfisráð dags. 13. og 27. október 2004
Framkvæmdaráð dags. 1., 15. og 29. október 2004
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 8. og 22. október 2004
Menningarmálanefnd dags. 21. október og 4. nóvember 2004
Skólanefnd dags. 4. og 18. október og 8. nóvember 2004
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 13. og 27. október 2004
Félagsmálaráð dags. 4., 11. og 18. október 2004
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 13. október og 4. nóvember 2004
Náttúruverndarnefnd dags. 21. október 2004
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 19. október 2004

Meðfylgjandi til kynningar:
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 11. október 2004
Fundargerðir Héraðsráðs Eyjafjarðar dags. 22. september og 6. október 2004
Fundargerð Sorpsamlags Eyjafjarðar bs. dags. 2. september 2004

Fundi slitið