Bæjarstjórn

5344. fundur 05. október 2004
3183. fundur
05.10.2004 kl. 16:00 - 19:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttur forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Laufey Petrea Magnúsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar las forseti upp tilkynningu frá Samfylkingunni um breytingu í nefnd svohljóðandi:
Íþróttta- og tómstundaráð:
Helena Karlsdóttir, kt. 280867-5789, tekur sæti varamanns í stað Höddu Hreiðarsdóttur.

Einnig tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum um breytingu í nefnd svohljóðandi:
Menningarmálanefnd:
Elín M. Hallgrímsdóttir, kt. 171053-4049, tekur sæti varamanns í stað Laurent F. Somers.
1 Baldurshagi - breyting á aðalskipulagi
2004090100
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 22. september 2004.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins umhverfis Baldurshaga við Brekkugötu, sem unnin er af Árna Ólafssyni arkitekt, gerir ráð fyrir að breyta óbyggðu svæði og almennu útivistarsvæði í íbúðarsvæði.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst, sbr. 17. og 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.

Bæjarfulltrúi Valgerður H. Bjarnadóttir lagði fram bókun og tillögu svohljóðandi:
"Í Aðalskipulagi Akureyrarbæjar 1998-2018 segir:
Nýbyggingar og breytingar á eldri byggð á Akureyri skulu teljast góð byggingarlist sem virðir og bætir bæjarmyndina. Til þess að meta hvort nýbygging eða breyting á eldri byggingu telst góð byggingarlist skal (m.a.) hafa eftirfarandi atriði til viðmiðunar:
Byggingin sé í góðu samræmi við nánasta manngert og náttúrulegt umhverfi,
verndi landslagið og taki tillit til þess og falli vel inn í umhverfi og götumynd.
Þær hugmyndir sem liggja til grundvallar fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi á umhverfi Baldurshaga, eru í andstöðu við þetta markmið. Því leggst ég gegn þeim. Fyrirhuguð bygging háhýsis á lóðinni yrði í miklu ósamræmi við nánasta manngert og náttúrulegt umhverfi og kæmi í veg fyrir að þessi náttúru- og söguperla verði almenningi aðgengileg.
Þessi sjónarmið komu mjög glöggt fram á kynningarfundum umhverfisráðs um breytingarnar, á nýafstöðnu íbúaþingi "Akureyri í öndvegi" og í undirskriftum meira en 10% bæjarbúa, sem mótmæla framkvæmdinni."

Tillaga:
"Við yfirstandandi endurskoðun Aðalskipulags Akureyrarbæjar, verði tekin afstaða til þess hversu háreist byggð skuli vera í einstökum hverfum bæjarins, til að hún falli að þeim ágætu markmiðum sem í Aðalskipulaginu eru sett um byggingarstefnu."

Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Frestað verði vinnu vegna hugmynda sem fram hafa komið frá verktaka um nýtingu lóðarinnar Baldurshaga og nánasta umhverfis. Beðið verði eftir niðurstöðu úr samkeppni um skipulag Miðbæjarsvæðis og einnig skýrslu um þéttingu byggðar þar sem nauðsynlegt er að þeir grundvallar skipulagsþættir liggi fyrir áður en tekin er ákvörðun um hvort og hvernig verður byggt á lóð Baldurshaga og næsta nágrennis."

Oktavía óskaði eftir að atkvæðagreiðsla um tillögu umhverfisráðs færi fram með nafnakalli.

Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Jakobi Björnssyni um að vísa tillögu Valgerðar H. Bjarnadóttur til umhverfisráðs til skoðunar í tengslum við vinnu við endurskoðun aðalskipulags sem nú stendur yfir og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Tillaga Oktavíu Jóhannesdóttur var síðan borin upp og afgreidd með nafnakalli. Já sögðu bæjarfulltrúarnir Oktavía Jóhannesdóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir. Nei sögðu bæjarfulltrúarnir Gerður Jónsdóttir, Jakob Björnsson, Jóhannes G. Bjarnason, Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir, Þóra Ákadóttir og Þórarinn B. Jónsson. Bæjarfulltrúarnir Laufey Petrea Magnúsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Sigrún Björk Jakobsdóttir sátu hjá. Tillagan var því felld með 6 atkvæðum gegn 2. 3 sátu hjá.

Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Þórarni B. Jónssyni um orðalagsbreytingu á annarri málsgrein í tillögu umhverfisráðs og verði málsgreinin í heild svohljóðandi: "Áform eru um að byggja nýtt íbúðarhúsnæði á svæðinu." Breytingin var samþykkt með 5 atkvæðum. 6 sátu hjá.

Að lokum fór fram nafnakall við afgreiðslu á tillögu umhverfisráðs með framangreindri breytingu. Já sögðu bæjarfulltrúarnir Gerður Jónsdóttir, Jakob Björnsson, Jóhannes G. Bjarnason, Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir, Oddur Helgi Halldórsson, Þóra Ákadóttir og Þórarinn B. Jónsson. Nei sögðu bæjarfulltrúarnir Oktavía Jóhannesdóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir. Bæjarfulltrúarnir Laufey Petrea Magnúsdóttir, og Sigrún Björk Jakobsdóttir sátu hjá. Tillagan var því samþykkt með 7 atkvæðum gegn 2. 2 sátu hjá.2 Eyjafjarðarbraut - breyting á aðalskipulagi
2004090098
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 22. september 2004.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagi flugvallarsvæðis við Eyjarfjarðarbraut verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst, sbr. 17. og 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.
Bæjarfulltrúarnir Oddur Helgi Halldórsson og Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir lögðu fram bókun svohljóðandi:
"Við samþykkjum þessa aðalskipulagsbreytingu, en áréttum að það hefur engin ákvörðun verið tekin um að færa Slökkvistöðina. Við teljum að hún sé mjög vel staðsett við Árstíg, þar sem hún er. Við erum andvíg færslu á Slökkvistöð."
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.3 Oddeyrartangi 149144 - stækkun á byggingareit
2004070033
32. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 22. september 2004.
Óskað var eftir stækkun á byggingareit vegna byggingar á 1200 fermetra frystigeymslu á lóð Samherja við Oddeyrartanga 149144. Engar athugasemdir bárust í grenndarkynningu. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferlið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 10 samhljóða atkvæðum.


4 Eyþing - aðalfundur 2004
2004050088
Aðalfundur Eyþings 2004 var haldinn á Þórshöfn dagana 24. og 25. september sl.
Fram fór almenn umræða um ályktanir fundarins.

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 22. og 30. september 2004
Umhverfisráð dags. 22. september 2004
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 17. september 2004
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 17. september 2004
Félagsmálaráð dags. 27. september 2004
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 14. september 2004
Náttúruverndarnefnd dags. 16. september 2004


Fundi slitið.