Bæjarstjórn

5320. fundur 21. september 2004
3182. fundur
21.09.2004 kl. 16:00 - 16:48
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar las forseti upp tilkynningu frá L-lista, lista fólksins um breytingar í nefndum svohljóðandi:

Áfengis- og vímuvarnanefnd:
Tryggvi Þór Gunnarsson, kt. 130565-3959, tekur sæti aðalmanns í stað Silju Daggar Baldursdóttur.

Jafnréttis- og fjölskyldunefnd:
Íris Dröfn Jónsdóttir, kt. 050577-3179, tekur sæti aðalmanns í stað Tryggva Þórs Gunnarssonar,
kt. 130565-3959, en Tryggvi Þór tekur sæti varamanns í stað Ásu Marenar Gunnarsdóttur.

Náttúruverndarnefnd:
Þórey Ketilsdóttir, kt. 170148-4449, tekur sæti aðalmanns í stað Írisar Drafnar Jónsdóttur.
Haraldur S. Helgason kt. 271257-2959, tekur sæti varamanns í stað Þóreyjar Ketilsdóttur.

Félagsmálaráð:
Nói Björnsson, kt. 240560-3649, tekur sæti varamanns í stað Þóreyjar Ketilsdóttur.

Einnig las forseti upp tilkynningu um breytingu í nefnd frá Vinstrihreyfingunni grænu framboði svohljóðandi:

Heilbrigðisnefnd:
Frosti Meldal, kt. 100255-3089, tekur sæti sem aðalmaður í stað Steinunnar Hörpu Jónsdóttur.
Andrea Hjálmsdóttir, kt. 130670-3509, tekur sæti varamanns í stað Frosta Meldal.


1 Klettatún 11-19 - breyting á deiliskipulagi
2004070047
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 8. september 2004.
Tekið var fyrir erindi þar sem sótt var um stækkun um 1m til norðurs og vesturs og 1,75m til suðurs á byggingarreit á lóðinni nr. 11-19 við Klettatún. Umhverfisráð hefur ákveðið að samsvarandi stækkun á byggingarreit muni einnig ná yfir lóðina Klettatún 1-9. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferlið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Hólatún 22 - breyting á deiliskipulagi
2004070027
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 8. september 2004.
Tekið var fyrir erindi þar sem sótt var um leyfi til að hækka þak hússins að Hólatúni 22 um 25 cm frá hámarkshæð skv. byggingaskilmálum. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferlið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


3 Vesturgil 6-8 - breyting á deiliskipulagi
2004070042
4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 8. september 2004.
Tekið var fyrir erindi þar sem sótt var um leyfi til að byggja sólstofu og stækkun á lóð við hús
nr. 6-8 við Vesturgil. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferlið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Skálatún 1-23 - breyting á deiliskipulagi
2004090054
10. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 8. september 2004.
Tekin var fyrir umsókn um breytingu á skipulagsskilmálum fyrir húsin nr. 1-23 við Skálatún. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umhverfisdeild verði falið að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


5 Glerárvirkjun - breyting á aðalskipulagi
2004040047
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 15. september 2004.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrir Glerárgil neðra var auglýst ásamt samsvarandi tillögu að deiliskipulagi hinn 30. júlí 2004 með athugasemdafresti til 10. september 2004. Engar athugasemdir bárust. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hin auglýsta tillaga verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingarmeðferðar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


6 Heimaþjónusta - breyting á reglum
2004090009
5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 13. september 2004.
Félagsmálaráð samþykkti breytingar á reglum heimaþjónustu Akureyrarbæjar.

Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Þar sem tillaga að reglum um heimaþjónustu Akureyrarbæjar brýtur í bága við 10. grein laga
no. 40 frá 1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga legg ég til að tillögu þessari verði vísað frá.
Þar kemur skýrt fram í áðurnefndri 10. grein að ákvörðun starfsmanna félagsmálanefnda á að vera unnt að skjóta til nefndarinnar en greinin hljóðar svo:
Félagsmálanefnd er heimilt að fela starfsmönnum afgreiðslu ákveðinna mála og skulu um það settar reglur sem sveitarstjórn staðfestir. Ákvörðunum starfsmanna skal þó ætíð unnt að skjóta til félagsmálanefndar.
Einnig má benda á 63. grein sömu laga en hún hljóðar svo:
Málsaðili getur skotið ákvörðun félagsmálanefndar til útskurðarnefndar félagsþjónustu. Skal það gert innan fjögurra vikna frá því viðkomanda barst vitneskja um ákvörðun. Málskot til nefndarinnar frestar ekki framkvæmd hinnar kærðu ákvörðunar nema nefndin ákveði annað.
Má því teljast líklegt að úrskurðarnefnd félagsþjónustu taki ekki kærumál er varða félagsþjónustuna til meðferðar fyrr en félagsmálaráð hefur fjallað um þau."

Bæjarfulltrúi Jakob Björnsson bar fram tillögu um að vísa reglunum til bæjarráðs.

Oktavía Jóhannesdóttir dró tillögu sína til baka.
Tillagan um að vísa reglunum til bæjarráðs var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.7 Forvarnastefna
2003100007
Fram fór umræða að beiðni bæjarfulltrúa Gerðar Jónsdóttur um forvarnamál og lagði hún fram svohljóðandi tillögu:
" Bæjarstjórn Akureyrar vísar því til jafnréttis- og fjölskyldunefndar að við endurskoðun á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar verði forvarnaáætlun felld inn í hana."
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.Dagskrá tæmd.

Forseti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá umræðu um áhrif verkfalls Kennarasambands Íslands og var það samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Eftirtaldar fundargerðir fastanefnda eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 9. og 16. september 2004
Stjórnsýslunefnd dags. 15. september 2004
Umhverfisráð dags. 8., 9. og 15. september 2004
Framkvæmdaráð dags. 6., 10. og 13. september 2004
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 10. september 2004
Menningarmálanefnd dags. 9. og 15. september 2004
Skólanefnd dags. 6. og 13. september 2004
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 7. september 2004
Félagsmálaráð dags. 6. og 13. september 2004
Náttúruverndarnefnd dags. 8. september 2004
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 14. september 2004

Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 8. september 2004 - meðfylgjandi til kynningar.


Fundi slitið.