Bæjarstjórn

5172. fundur 10. ágúst 2004
3180. fundur
10.08.2004 kl. 16:00 - 18:58
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar las forseti upp svohljóðandi tilkynningu frá Framsóknarflokknum um breytingu í nefnd:
Frá 23. ágúst nk. lætur Guðný Jóhannesdóttir af störfum sem formaður íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar. Í hennar stað kemur Björn Snæbjörnsson.
1 Sameining Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar
2003110075
7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 29. júlí 2004. Lögð var fram tilkynning frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem ráðuneytið staðfestir sameiningu Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar þann 1. ágúst 2004.
Lagt fram til kynningar.


2 Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti
2004060082
Ályktun fundar íbúa í nágrenni við tjaldsvæðið við Þórunnarstræti dags. 3. ágúst 2004 þar sem krafist er að bæjaryfirvöld tryggi að umgengnisreglum og reglugerðum sem gilda um tjaldsvæðið sé framfylgt.
Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Kristjáni Þór Júlíussyni um að vísa ályktuninni til framkvæmdaráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


3 Brekkugata-Baldurshagi - íbúðir fyrir aldraða
2004050113
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 22. júlí 2004 þar sem umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að umsækjanda verði heimilað að fullvinna deiliskipulagstillögu á grundvelli framlagðrar hugmyndar um 12 hæða fjölbýlishús með 45 íbúðum. Jafnframt verði umhverfisdeild falið að setja fram tillögu að samsvarandi breytingu á aðalskipulagi. Meirihluti bæjarráðs samþykkti tillögu umhverfisráðs en vísaði fullnaðarafgreiðslu til bæjarstjórnar.

Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúunum Jakobi Björnssyni, Gerði Jónsdóttur, Jóhannesi G. Bjarnasyni, Kristjáni Þór Júlíussyni, Þóru Ákadóttur og Þórarni B. Jónssyni svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrar fellst á tillögu umhverfisráðs með eftirfarandi skilmálum:
Þar sem um er að ræða áform um byggingu á áberandi stað í bæjarmynd Akureyrar skal umhverfisráð, áður en málið kemur til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar Akureyrar, gangast fyrir vandaðri kynningu meðal bæjarbúa á mótuðum tillögum um byggingaráformin.
Kostnaður við vinnslu tillagna af hálfu umsækjanda skal vera á hans kostnað."

Bæjarstjórn samþykkir framkomna tillögu með 8 atkvæðum gegn 2.
Sigrún Björk Jakobsdóttir óskar bókað að hún sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarfulltrúi Valgerður H. Bjarnadóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það ber vissulega að fagna frumkvæði og bjartsýni byggingarverktaka í bænum, nú sem endranær. Ég vil þó lýsa andstöðu minni við þau vinnubrögð meirihlutans að setja ekki fram nokkra heildarstefnu í skipulagsmálum, en láta tilviljanakenndar óskir verktaka ráða þróun bæjarmyndarinnar gagnrýnislaust, eins og raunin hefur verið undanfarin ár.
Ég tel bæði óæskilegt og ótímabært að huga á þessu stigi frekar að undirbúningi framkvæmda við 13 hæða fjölbýlishús á lóð Baldurshaga. Á vegum verkefnisins "Akureyri í öndvegi" fer nú í hönd víðtæk og metnaðarfull skoðun í framtíð Miðbæjarins og næsta nágrennis og eðlilegt að jafn áberandi reitur í skipulaginu og Baldurshaginn er, sé tekinn inn í þá skoðun."4 Iðnaðarsafnið á Akureyri
2004050105
5. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 7. júní 2004.
Menningarmálanefnd samþykkir að mæla með því að Akureyrarbær verði stofnaðili að Iðnaðarsafninu á Akureyri.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu menningarmálanefndar með 11 samhljóða atkvæðum og felur bæjarráði að tilnefna fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn.


5 Eimskipafélags Íslands - skipulagsbreytingar á flutningastarfsemi
2004080009
Fram fór umræða að ósk bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur um hvaða áhrif ákvörðun Eimskipafélags Íslands um að leggja af strandflutninga muni hafa fyrir Akureyri og hvernig bæjarstjórn Akureyrar getur brugðist við vandanum.


6 Háskólinn á Akureyri - fjöldatakmarkanir
2004080016
Fram fór umræða að ósk bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur um fjöldatakmarkanir við Háskólann á Akureyri. Oktavía lagði fram svohljóðandi tillögu að ályktun:
"Í ljósi þeirrar mikilvægu stöðu sem HA gegnir við að auka og efla menntun og námsframboð í Eyjafirði og víðar á landsbyggðinni ásamt því að vera ein styrkasta stoðin undir byggðaþróun á svæðinu mótmælir bæjarstjórn Akureyrar harðlega áformum sem til eru komin vegna fjárskorts skólans um takmarkanir á nemendafjölda næsta starfsár. Bæjarstjórn Akureyrar skorar á Alþingi og ríkisstjórn að auka fjárframlög til H.A. þannig að skólinn geti áfram vaxið, dafnað og sinnt sínu fjölþætta og veigamikla hlutverki með sóma".

Bæjarfulltrúi Kristján Þór Júlíusson bar fram tillögu að bókun svohljóðandi:
"Háskólinn á Akureyri hefur vaxið og dafnað á síðustu árum og fjárframlög stjórnvalda til starfsemi skólans hafa aukist stöðugt milli ára. Þær fjöldatakmarkanir sem Háskólaráð HA hefur ákveðið að beita eru því ekki vegna þess að framlög hafa verið að dragast saman heldur er hér um að ræða aðgerð til að halda þau fjárlög sem starfseminni eru sett.
Samkvæmt fjárlögum var gert ráð fyrir 886 nemendaígildum fyrir árið 2003 en rauntölur skólans urðu 978 nemendaígildi. Fjárlög fyrir árið 2004 gera ráð fyrir að nemendaígildum verði fjölgað í 1.010 sem jafngildir um 14% hækkun milli ára.
Hafa ber í huga að á árinu 2000 voru nemendur við HA 646 en munu væntanlega verða 900 fleiri eða um 1550 á næsta skólaári við HA. Jafnframt má minna á langþráða byggingu rannsóknarhússins sem styttist í að verði tekin í notkun.
Af framansögðu má ljóst vera að stjórnvöld hafa frá upphafi staðið myndarlega að baki uppbyggingu HA með það í huga að tryggja vöxt hans og viðgang í framtíðinni og engin teikn eru á lofti um breytingar á því verklagi. Því fagnar bæjarstjórn Akureyrar."

Fyrst var borin upp tillaga Oktavíu Jóhannesdóttur og var hún felld með 7 atkvæðum gegn 2.
Tillaga Kristjáns Þórs Júlíussonar var síðan borin upp og var hún samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fram kom bókun frá bæjarfulltrúunum Oddi Helga Halldórssyni og Marsibil Fjólu Snæbjarnardóttur svohljóðandi:
"Þar sem fulltrúum stjórnmálaflokkanna tókst að gera þetta mál að bitbeini um yfirstjórn landsins, ríkisstjórn og Alþingi tökum við ekki afstöðu til þessara tillagna og sitjum því hjá við afgreiðslu þeirra.Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 24. júní og 1., 8., 22. og 29. júlí 2004
Umhverfisráð dags. 23. júní og 14. júlí 2004
Framkvæmdaráð dags. 18. júní 2004
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 11. og 25. júní og 9. og 23. júlí 2004
Menningarmálanefnd dags. 9. júlí 2004
Skólanefnd dags. 21. júní 2004
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 22. júní 2004
Félagsmálaráð dags. 14. júní og 12. júlí 2004
Náttúruverndarnefnd dags. 16. júní 2004


Fundi slitið.