Bæjarstjórn

5091. fundur 15. júní 2004
3179. fundur
15.06.2004 kl. 16:00 - 16:17
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Jón Erlendsson
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Laufey Petrea Magnúsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Sigurveig Sumarrós Bergsteinsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Klettaborg 16-32 - breyting á deiliskipulagi
2004050107
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 9. júní 2004.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Klettaborg sem felur í sér að tvö raðhús með 9 íbúðum breytist í 2 fjölbýlishús með samtals 16 íbúðum var sent í grenndarkynningu þann 27. maí 2004 sbr. bókun ráðsins 12. maí 2004. Grenndarkynningu lauk þann 7. júní þar sem allir sem hana fengu höfðu tjáð sig. Ekki voru gerðar athugasemdir við tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki skipulagsbreytinguna og feli umhverfisdeild að annast gildistökuferli hennar í samræmi við 3. og 4. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Innkaupareglur Akureyrarbæjar
2004040044
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 3. júní 2004. Lögð voru fram drög að innkaupareglum Akureyrarbæjar.
Bæjarráð vísar innkaupareglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir innkaupareglurnar með 9 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúar L-lista Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir og Sigurveig S. Bergsteinsdóttir óska bókað að þær sitja hjá við afgreiðslu vegna andstöðu við 3. tl. 22. greinar.3 Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst 2004
2004060029
Tillaga að bæjarstjórnarfundum í júlí og ágúst 2004:
"Í samræmi við 7. og 47. grein samþykktar um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkir bæjarstjórn að í mánuðum júlí og ágúst verði sumarleyfi bæjarstjórnar og þá haldinn einn reglulegur bæjarstjórnarfundur í hvorum mánuði.
Gert er ráð fyrir að bæjarstjórnarfundirnir verði 13. júlí og 10. ágúst.
Jafnframt er bæjarráði heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn."
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 3. og 10. júní 2004
Stjórnsýslunefnd dags. 9. júní 2004
Umhverfisráð dags. 9. júní 2004
Framkvæmdaráð dags. 4. júní 2004
Menningarmálanefnd dags. 7. júní 2004
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 8. júní 2004
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 8. júní 2004
Skólanefnd dags. 7. júní 2004


Fundi slitið.