Bæjarstjórn

5058. fundur 01. júní 2004
3178. fundur
01.06.2004 kl. 16:00 - 19:33
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Guðný Jóhannesdóttir
Ingimar Eydal
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigurveig Sumarrós Bergsteinsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Forseti bauð nýjan varamann B-lista í bæjarstjórn Ingimar Eydal velkominn til fyrsta fundar.

1 Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs
2004050104
1. Kosning forseta bæjarstjórnar.
Við kosningu forseta hlaut Þóra Ákadóttir 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
Þóra Ákadóttir er því réttkjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Við kosningu 1. varaforseta hlaut Jakob Björnsson 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Jakob Björnsson réttkjörinn sem 1. varaforseta.
Við kosningu 2. varaforseta hlaut Oddur Helgi Halldórsson 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Odd Helga Halldórsson réttkjörinn sem 2. varaforseta.

3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.
Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
og varamanna:
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.


2 Kosning bæjarráðs til eins árs
2004050106
Bæjarráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.
Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson varaformaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
og varamanna:
Gerður Jónsdóttir
Þóra Ákadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Hermann Jón Tómasson
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.
Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði verður Valgerður H. Bjarnadóttir og varaáheyrnarfulltrúi Jón Erlendsson.3 Sameining Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar - seinni umræða
2003110075
Tekin til seinni umræðu tillaga samstarfsnefndar til bæjarstjórnar Akureyrar og hreppsnefndar Hríseyjar frá fundi mánudaginn 17. maí 2004, þar sem lagt er til að Hríseyjarhreppur og Akureyrarkaupstaður verði sameinuð í eitt sveitarfélag.


4 Friðlýsing Krossanesborga
2002030113
2. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 13. maí 2004.
Náttúruverndarnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsa hluta Krossanesborga friðland í samræmi við 53. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd og að í auglýsingu verði talað um "friðland" í stað "fólkvangs".
Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu og vísa liðnum aftur til umfjöllunar í náttúruverndarnefnd.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.


5 Sandgerðisbót. Deiliskipulag - breyting
2004040057
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 26. maí 2004.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Sandgerðisbót var send í grenndarkynningu þann 15. apríl 2004 og lauk henni 14. maí sl. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að breyttu deiliskipulagi í Sandgerðisbót. Umhverfisdeild verði falið að annast staðfestingar- og gildistökuferli deiliskipulagsbreytingarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


6 Tröllagil 29. Breyting á aðal- og deiliskipulagi
2004050102
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 26. maí 2004.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að nýju tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Giljahverfis, sem auglýst var skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga 25. mars 2003.
Jafnframt verði ítrekuð svör við athugasemdum eins og þau eru bókuð í fundargerð ráðsins 14. maí 2003.
Umhverfisdeild verði falið að annast staðfestingar- og gildistökuferli deiliskipulagsbreytingarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


7 Miðbær. Bílastæðamál
2002100069
6. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 26. maí 2004.
Umhverfisráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að breyta samþykktum fyrir Bifreiðastæðasjóð þannig að í stað stöðumæla og fjölmæla verði teknar upp framrúðuklukkur. Jafnframt tekur umhverfisráð undir niðurstöðu vinnuhóps um endurskoðun gjaldtöku sbr. greinargerð dags. í maí 2004.
Fram kom tillaga um að vísa liðnum til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


8 Brekkugata, Baldurshagi. Íbúðir eldri borgara
2004050113
Fram fór umræða að ósk bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur um 4. lið í fundargerð umhverfisráðs dags. 26. maí 2004 varðandi nýtingu lóðarinnar Baldurshaga.
Hún lagði fram svohljóðandi tillögu frá Samfylkingunni:
"Frestað verði vinnu vegna hugmynda sem fram hafa komið frá verktaka um nýtingu lóðarinnar Baldurshaga og nánasta umhverfis. Beðið verði eftir niðurstöðu úr samkeppni um skipulag Miðbæjarsvæðis og einnig skýrslu um þéttingu byggðar þar sem nauðsynlegt er að þeir grundvallar skipulagsþættir liggi fyrir áður en tekin er ákvörðun um hvort og hvernig verður byggt á lóð Baldurshaga og næsta nágrennis."
Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 2.


9 Skrifstofa ÍSÍ á Akureyri
2004050094
3. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 25. maí 2004.
Íþrótta- og tómstundaráð hvetur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands til að leita allra ráða til að hægt verði að halda starfsemi og þjónustu skrifstofu sambandsins á Akureyri í óbreyttri mynd og veita með því áframhaldandi góða þjónustu til íþróttahreyfingarinnar á landsbyggðinni.
Fram kom tillaga um að bæjarstjórn tæki undir ályktun íþrótta- og tómstundaráðs.
Tillagan var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.


10 Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum
2004050097
Fram fór umræða að ósk bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur um 7. lið í fundargerð jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 26. maí 2004.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrar lýsir yfir stuðningi við þær tillögur sem fyrir liggja um breytingu á almennum hegningarlögum og varða kaup á vændi. Það er mat nefndarinnar að með því sendi stjórnvöld skýr skilaboð til samfélagsins um að ekki sé ásættanlegt að kaupa aðgang að líkömum annarra og nýta sér þannig neyð þeirra.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrar vill í þessu sambandi vekja athygli á því að í jafnréttisstefnu bæjarins er eitt af leiðarljósunum að stuðlað verði að því að andleg og líkamleg heilsa kynjanna verði sem best og kynlífsþrælkun, kynferðisleg misnotkun og kynbundið ofbeldi því fordæmt í hvaða mynd sem það kann að birtast í bæjarfélaginu.

Fram kom frávísunartillaga frá bæjarfulltrúunum Oddi Helga Halldórssyni og Sigurveigu S. Bergsteinsdóttur svohljóðandi:
"Á fundi sínum 26. maí 2004 lýsir jafnréttis- og fjölskyldunefnd yfir stuðningi við frumvarp að lögum, þingskjal nr. 38 á 130. löggjafarþingi 2003-2004, sem frestað var eftir 1. umræðu vegna sumarleyfa Alþingis, svokallað "vændisfrumvarp".
Við teljum að jafnréttis- og fjölskyldunefnd sé einmitt rétti vettvangurinn fyrir svona mál innan bæjarkerfisins.
Hins vegar teljum við að þetta mál, sem og önnur þingmál, hafi ekkert erindi fyrir bæjarstjórn og það sé ekki í verkahring bæjarstjórnar að fjalla um einstök þingmál og síst ef umsagnar er ekki leitað.
Því teljum við að ályktun jafnréttis- og fjölskyldunefndar standi vel fyrir sínu og ekki skuli fjallað um málið í bæjarstjórn.
L-listinn, listi fólksins leggur því til að málinu verði vísað frá og það tekið af dagskrá."
Frávísunartillagan var borin upp og samþykkt með 9 atkvæðum gegn 2.


11 Kjör í undirkjörstjórnir við forsetakosningar og kosningar um sameiningu sveitarfélaganna Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar 26. júní 2004
2004050096
Lagður fram listi með nöfnum 27 aðalmanna og 27 varamanna sem tilnefndir eru í undirkjörstjórnir við forsetakosningar og kosningar um sameiningu sveitarfélaganna Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar 26. júní 2004.
Þar sem þetta voru jafnmargir og kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.


12 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2005
2004050041
Reglur um vinnuferli vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með 7 samhljóða atkvæðum.


Eftirtaldar fundargerðir fastanefnda lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 27. maí 2004
Umhverfisráð dags. 26. maí 2004
Framkvæmdaráð dags. 21. maí 2004
Skólanefnd dags. 17. maí 2004
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 25. maí 2004
Félagsmálaráð dags. 24. maí 2004
Náttúruverndarnefnd dags. 13. maí 2004
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 26. maí 2004


Fundargerð stjórnar Eyþings dags. 14. maí 2004 - til kynningar.


Fundi slitið.