Bæjarstjórn

4886. fundur 06. apríl 2004
3174. fundur
06.04.2004 kl. 16:00 - 17:02
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Ágúst Hilmarsson
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar minntist forseti bæjarstjórnar Bjarna Einarssonar fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og aðstoðarforstjóra Byggðastofnunar sem lést miðvikudaginn 24. mars sl.
Bjarni fæddist 14. apríl árið 1934 í Reykholti í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Steinunn Anna Bjarnadóttir kennari og Einar Ingimar Guðnason prófastur.
Bjarni lauk stúdentsprófi frá MR árið 1953 og varð viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1958. Hann stundaði framhaldsnám við Institute of Social Studies í Hollandi og lauk prófi þaðan árið 1962. Síðar lagði hann stund á framhaldsnám í hagfræði samgöngumála við háskóla í Þrándheimi og í stjórnun byggðaþróunar í Bandaríkjunum.
Bjarni starfaði við hagrannsóknir og hagskýrslugerð hjá Framkvæmdabanka Íslands og við hagræna áætlanagerð hjá Efnahagsstofnuninni þar til hann tók við starfi bæjarstjóra á Akureyri árið 1967. Bjarni var bæjarstjóri á Akureyri til ársins 1976. Hann var framkvæmdastjóri byggðadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins árið 1976-1985 er hann varð aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar.
Bjarni gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum um ævina og hann var sæmdur riddarakrossi Dannebrogsorðunnar árið 1972 og St. Olavsorðunnar árið 1973.
Eftirlifandi eiginkona Bjarna er Gíslína Guðrún Friðbjörnsdóttir. Eignuðust þau þrjú börn.
Útför Bjarna var gerð frá Fossvogskirkju 31. mars sl.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Bjarna samúð um leið og þökkuð eru störf hans í þágu bæjarfélagsins.
Forseti bað viðstadda að minnast Bjarna Einarssonar með því að rísa úr sætum.


1 Óshólmar Eyjafjarðarár - deiliskipulag
2004030150
4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 24. mars 2004.
Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi Óshólma Eyjafjarðarár. Umhverfisráð samþykkti fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst í samráði við Eyjafjarðarsveit skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73 frá 1997 enda verði samtímis auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Naustahverfi 1 - breyting á deiliskipulagi
2004030149
6. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 24. mars 2004.
Lögð var fram tillaga að stækkun á fyrsta áfanga deiliskipulags í Naustahverfi. Tillagan felst í því að fjölga einbýlis-, rað- og fjórbýlishúsum vegna mikillar eftirspurnar eftir þessum húsgerðum og einnig að bæta við lóðum fyrir sambýli. Umhverfisráð samþykkti að deiliskipulagstillagan verði fullunnin í samræmi við fyrirliggjandi drög og auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73 frá 1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


3 Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2004030102
10. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 24. mars 2004.
Umhverfisráð gerði tillögu að "Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans á Akureyri".
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 8 samhljóða atkvæðum.


4 Fjölskyldumat - gátlisti
2003060089
3. liður í fundargerð jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 23. mars 2004.
Gerð gátlista vegna fjölskyldumats er liður í fjölskyldustefnu bæjarins. Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkti fram lagðan gátlista og hvetur til notkunar hans í nefndum og deildum og annars staðar þar sem teknar eru ákvarðanir sem snert geta barnafjölskyldur á Akureyri.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að hvetja nefndir og stofnanir bæjarins til að nota gátlistann.


5 Fjármögnun FAK
2004030137
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 1. apríl 2004.
Bæjarráð samþykkti að fjármögnunarþörf Fasteigna Akureyrarbæjar vegna fjárfestinga verði í framtíðinni mætt með innra láni frá aðalsjóði eins og unnt er.
Til fjármögnunar skammtímaláns aðalsjóðs til Fasteigna Akureyrarbæjar í árslok 2003 svo og áætlaðrar fjárþarfar vegna fjárfestinga 2004 samþykkir bæjarráð að aðalsjóður veiti innra lán að upphæð allt að kr. 1.100 milljónir.
Lagt var fram yfirlit um breytingar á fjárhagsáætlun 2004 sem leiða af þessari ákvörðun.
Bæjarstjórn staðfestir samþykkt bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Breytingar verði gerðar á fjárhagsáætlun 2004 til samræmis við þessa ákvörðun.6 Viðhaldsáætlun FAK - ófyrirséð viðhald
2002010014
Fram fór umræða að ósk bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur um 1. lið í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 26. mars 2004.
Vegna formgalla á útfyllingu á tilboðsblaði hjá stærstum hluta bjóðenda samþykkti stjórn Fasteigna að hafna öllum tilboðunum í ófyrirséð viðhald fyrir tímabilið 2004-2007 og fella útboðið þar með úr gildi. Þá samþykkti stjórnin að leita eftir framlengingu núverandi samninga um viðhaldsþjónustu til ársloka 2004 og að ófyrirséð viðhald á vegum Fasteigna Akureyrarbæjar fyrir tímabilið 2005-2008 verði boðið út í byrjun nóvember 2004.7 Fulltrúar í nefndum - breytingar
2004040007
Lagðar fram tilnefningar frá B-lista og D-lista.

Áfengis- og vímuvarnanefnd - aðalmenn:
Heiða Hauksdóttir, kt. 211271-5319, formaður (B) og Arnljótur Bjarki Bergsson, kt. 170977-5569, (D) hafa beðist lausnar.
Tilnefndar í þeirra stað eru Gerður Jónsdóttir, kt. 181150-4409, (B) sem verður formaður og Hildur Kristjana Arnardóttir, kt. 100163-3309, (D).
Þar sem ekki hafa borist fleiri tilnefningar lýsti forseti þær rétt kjörnar.

Fjölskyldu- og jafnréttisnefnd - varamaður:
Ragnhildur Thoroddsen, kt. 291054-3159, (D) hefur beðist lausnar.
Tilnefndur í hennar stað er Stefán Friðrik Stefánsson, kt. 221277-4659, (D).
Þar sem ekki hafa borist fleiri tilnefningar lýsti forseti hann rétt kjörinn.8 Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2003 - seinni umræða
2004020109
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 18. mars 2004.
Bæjarráð vísaði ársreikningnum til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2003 var borinn upp og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Ársreikningurinn var síðan undirritaður.


Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 18. og 25. mars og 1. apríl 2004
Umhverfisráð dags. 24. mars 2004
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 26. mars 2004
Menningarmálanefnd dags. 4. og 11. mars 2004
Skólanefnd dags. 15. mars 2004
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 23. mars 2004
Félagsmálaráð dags. 22. mars 2004
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 19. mars 2004
Náttúruverndarnefnd dags. 18. mars 2004
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 20. og 23. mars 2004

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar -
www.akureyri.is - Stjórnkerfið - Fundargerðir.

Fundargerð Stjórnar Eyþings dags. 12. mars 2004 - til kynningar.

Fundi slitið.