Bæjarstjórn

4750. fundur 02. mars 2004

3172. fundur
02.03.2004 kl. 16:00 - 17:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 19. og 26. febrúar 2004
Fundargerðin frá 19. febrúar er í 11 liðum.
Fundargerðin frá 26. febrúar er í 8 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 19. febrúar:
6. liður, "Kjarasamningur LN við Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
8. liður, "HP veitingar 2000 ehf. - veitingaleyfi" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 26. febrúar gefur ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 25. febrúar 2004
Fundargerðin er í 13 liðum.
2. liður, "Austurbyggð 17 - Hlíð. Breyting á AS - deiliskipulag.".
Oktavía Jóhannesdóttir lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Bæjarstjórn fresti til næsta fundar afgreiðslu á 2. lið í fundargerð framkvæmdaráðs frá 25. febrúar 2004, Austurbyggð 17 - Hlíð. Tíminn milli funda verði nýttur til að vinna vandaða kostnaðaráætlun vegna bílastæðakjallara annarsvegar og bílastæða í suðurhluta lóðar Hlíðar hinsvegar.
Áætlunin taki m.a. til kostnaðar vegna byggingar og reksturs á úti- og innibílastæðum, kostnaðar vegna nýrra gatnamóta á Þórunnarstræti ásamt öðrum breytingum á gatnakerfinu, breytingar á skipulagi og tap á gatnagerðargjöldum vegna 9 íbúða raðhúss sem fyrirhugað var að reisa á suðurhluta lóðarinnar.
Einnig og ekki síður er nauðsynlegt að huga að áhrifum fyrirhugaðra breytinga á umferðarmál svæðisins því þarna fer um gríðarlega þung umferð vegna Verkmenntaskólans, Fjórðungssjúkrahússins og Hlíðar. Einnig er væntanleg stóraukning á umferð um Þórunnarstræti vegna Naustahverfis þar sem nýjar tengibrautir við hverfið eru ekki tilbúnar."

Einnig lagði Oktavía Jóhannesdóttir fram bókun svohljóðandi:
"Samfylkingin á Akureyri átelur harðlega þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við gerð skipulags vegna bílastæða á lóð Hlíðar - Austurbyggð 17.
Bæjarstjórn vísaði samhljóða tillögu umhverfisráðs um bílastæðakjallara aftur til ráðsins á þeirri forsendu, sem fram kom í máli bæjarstjóra, að hún kosti um 70 milljónir króna og sé því of dýr. Bæjarstjóri lagði ekki fram kostnaðaráætlun til að rökstyðja mál sitt og vafasamt getur því talist að þessi tala sé rétt og nákvæm. Ekki er t.d. vitað hvort tillit er tekið til þess að kjallari verður undir nýbyggingunni hvort eð er og þar myndi rúmast um helmingur innibílastæðanna. Ekki er heldur tekið tillit til rekstrarkostnaðar sem er verulegur á útibílastæðum en óverulegur á innibílastæðum.
Á síðasta fundi umhverfisráðs var lögð fram tillaga að bílastæðum á suðurhluta lóðarinnar. Sú tillaga felur í sér verulegar breytingar á aðkomuleiðum og gatnakerfi sem án efa eru kostnaðarsamar en engin kostnaðaráætlun fylgir með! Því er ekki nokkur leið að bera saman kostnað við mismunandi tillögur og röksemdir meirihlutans í málinu því marklausar með öllu.
Einnig er slæmt að hætta við byggingu á 9 íbúða raðhúsi á lóð Hlíðar þar sem mikil þörf er í bænum fyrir þjónustuíbúðir aldraðra."

Tillaga Oktavíu var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 1.
2. liður var síðan borinn upp til atkvæða og samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
6. liður, "Hólmatún. Byggingarleyfi." var samþykktur með 8 atkvæðum gegn 3.
1., 3.- 5. og 7.- 13. liður voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem þeir gefa tilefni til ályktunar.3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 20. febrúar 2004
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


4 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 13. febrúar 2004
Fundargerðin er í 9 liðum.
5. liður, "Gránufélagsgata 26 og 28 - nýbygging" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 18. febrúar 2004
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerð skólanefndar dags. 23. febrúar 2004
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


7 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 17. febrúar 2004
Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. febrúar 2004
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð náttúruverndarnefnd dags. 19. febrúar 2004
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


10 Fundargerð jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 24. febrúar 2004
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.

Fundi slitið.