Bæjarstjórn

4684. fundur 17. febrúar 2004

3171. fundur
17.02.2004 kl. 16:00 - 19:47
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Jón Erlendsson
Nói Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 5. og 12. febrúar 2004
Fundargerðin frá 5. febrúar er í 13 liðum.
Fundargerðin frá 12. febrúar er í 8 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 5. febrúar:
5. liður, "Afskriftir krafna" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
7. liður, "Café Amour - áfengisveitingaleyfi" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
8. liður, "Hnjúkaþeyr ehf. - veitingaleyfi" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
9. liður, "Fjölskyldukort ehf. - gistileyfi" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
12. liður, "Menningarhús á Akureyri - skipun dómnefndar" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
13. liður, "Melateigur 1-41" var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

Fundargerðin frá 12. febrúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
5. liður, "Tónlistarskólinn - sala húsnæðis" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
6. liður, "Þriggja ára áætlun 2005-2007 verður afgreiddur með 10. lið dagskrár.
8. liður, "Önnur mál" varðandi endurskoðun á lækkun fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega.

Fram kom tillaga frá formanni bæjarráðs Jakobi Björnssyni um breytingu á "Reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá Akureyrarbæ" svohljóðandi:
"Í 4. grein breytist hámarksfjárhæð úr 25.000 í 30.000 krónur.
Í 5. grein breytast fjárhæðamörk og verða tekjumörk sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að    kr. 1.500.000 fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir        kr. 2.200.000 enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að    kr. 2.000.000 fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir        kr. 2.700.000 enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur."

Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir lagði fram tillögu svohljóðandi:
"4. gr. breytist þannig að afsláttur verði allt að 100%.
5. gr. breytist þannig að tekjumörk verði eftirfarandi.
a) Einstaklingar:
Brúttótekjur 2003 allt að 1.405.000 - 100% niðurfelling
       "           "          "    1.710.000 -  70%        "
       "           "          "    1.950.000 -  40%        "
b) Hjón og samskattað sambýlisfólk:
Brúttótekjur 2003 allt að 1.955.000 - 100% niðurfelling
       "           "          "    2.310.000 -   70%       "
       "           "          "    2.710.000 -   40%       "

Tillaga Oktavíu Jóhannesdóttur var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 2.
Tillaga Jakobs Björnssonar var síðan borin upp og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 11. febrúar 2004
Fundargerðin er í 5 liðum.
1. liður, "Erindisbréf nefnda endurskoðuð".
Samþykkt/erindisbréf fyrir umhverfisráð Akureyrar var borin upp sérstaklega og samþykkt með 7 atkvæðum gegn 2.
Fram kom tillaga um breytingu við 24. grein í Samþykkt fyrir félagsmálaráð, síðustu málsgrein þar sem stendur "...... til stjórnsýslunefndar" verði "..... til bæjarráðs".
Samþykktir/erindisbréf fyrir bæjarráð, stjórnsýslunefnd, jafnréttis- og fjölskyldunefnd, framkvæmdaráð, náttúruverndarnefnd, félagsmálaráð með framangreindri breytingu í 24. grein, íþrótta- og tómstundaráð, menningarmálanefnd, skólanefnd og áfengis- og vímuvarnanefnd voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 10 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.3 Fundargerð umhverfisráðs dags. 11. febrúar 2004
Fundargerðin er í 47 liðum.
1. liður, "Austurbyggð 17 - Hlíð. Breyting á AS-deiliskipulagi." Fram kom tillaga um að vísa liðnum aftur til umhverfisráðs með þeim tilmælum að fyrirkomulag bílastæða innan skipulagssvæðisins verði endurskoðað.
Tillaga var borin undir atkvæði og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
2. liður, "Mýrarvegur. Breyting á aðalskipulagi." var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
3.- 47. liður voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem þeir gefa tilefni til ályktunar.4 Fundargerðir framkvæmdaráðs dags. 30. janúar og 6. febrúar 2004
Fundargerðin frá 30. janúar er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 6. febrúar er í 2 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 30. janúar:
1. liður, "Gjaldskrá vegna búfjáreftirlits" var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
2. liður, "Mýrarvegur 111 - jarðvatn" var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 6. febrúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður, "Þriggja ára áætlun 2005-2007" verður afgreiddur með 10. lið dagskrár.
2. liður, "Afsláttarkort SVA" var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.


5 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 5. febrúar 2004
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður, "Þriggja ára áætlun 2005-2007" verður afgreiddur með 10. lið dagskrár.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.6 Fundargerðir skólanefndar dags. 19. janúar, 2. og 9. febrúar 2004
Fundargerðin frá 19. janúar er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 2. febrúar er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 9. febrúar er í 7 liðum.
Fundargerðin frá 19. janúar gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 2. febrúar gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 9. febrúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
6. liður, "3ja ára áætlun 2005-2007" verður afgreiddur með 10. lið dagskrár.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.7 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 3. febrúar 2004
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð kjaranefndar STAK og Akureyrarbæjar dags. 4. febrúar 2004
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 9. febrúar 2004
Fundargerðin er í 7 liðum.
4. liður, "Ferliþjónusta á Akureyri". Fram kom tillaga um að vísa liðnum til bæjarráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
7. liður, "3ja ára áætlun 2005-2007" verður afgreiddur með 10. lið dagskrár.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.10 Þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar 2005-2007 - síðari umræða
2003110070
Tekin fyrir þriggja ára áætlun 2005-2007 - síðari umræða - ásamt 6. lið í fundargerð bæjarráðs
12. febrúar sl.
Áætlunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.


Fundi slitið.