Bæjarstjórn

4610. fundur 20. janúar 2004

Bæjarstjórn - Fundargerð
3169. fundur
20.01.2004 kl. 16:00 - 19:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Steingrímur Birgisson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

Forseti hóf fund á því að óska bæjarfulltrúum og starfsmönnum gleðilegs árs.
Oddur Helgi Halldórsson þakkaði forseta og óskaði honum þess sama.
1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 18. desember 2003 og 8. og 15. janúar 2004
Fundargerðin frá 18. desember er í 8 liðum.
Fundargerðin frá 8. janúar er í 12 liðum.
Fundargerðin frá 15. janúar er í 10 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 18. desember:
4. liður, "Starfsreglur fyrir úthlutun viðbótarlána - endurskoðun í desember 2003" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
5. liður, "Eflingarsamningar - umsóknir 2003" var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
6. liður, "Samningur um menningarmál á Akureyri 2004-2006" verður afgreiddur með 1. lið í fundargerð menningarmálanefndar dags. 17. desember 2003.
7. liður, "Listasafnið á Akureyri - samningur um skipulag og rekstur" verður afgreiddur með 2. lið í fundargerð menningarmálanefndar dags. 17. desember 2003.
8. liður, "Gilfélagið - samstarfssamningur" verður afgreiddur með 3. lið í fundargerð menningarmálanefndar dags. 17. desember 2003.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

Fundargerðin frá 8. janúar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
3. liður, "Myndlistaskólinn á Akureyri - framlenging samnings" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
4. liður, "Glerá - kaupsamningur" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
5. liður, "Glerá - námuréttindi" . Fram kom tillaga um að vísa liðnum aftur til bæjarráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
10. liður, "Norðurorka hf. - hlutafjáraukning" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Að síðustu var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 15. janúar:
1. liður, "Hjúkrunarrými" verður afgreiddur með 10. lið í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. janúar 2004.
5. liður, "Landsvirkjun - skuldaskipti og valréttir 2004" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
6. liður, "Gistiheimili Akureyrar ehf. - gistileyfi" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
7. liður, "Kaffi Akureyri ehf. - veitingaleyfi" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
8. liður, "Lækkun fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega - 2004" (reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá Akureyrarbæ) var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
10. liður, "Samband íslenskra sparisjóða - ósk um stuðning". Fram kom tillaga að ályktun svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrar telur að sparisjóðirnir gegni veigamiklu hlutverki sem fjármálastofnanir, ekki síst á einstaklingsmarkaði.
Landsbyggðina skiptir þetta sérstaklega miklu máli, þar sem sparisjóðirnir kunna að vera eina fjármálastofnunin í smærri byggðarlögum.
Það er skoðun bæjarstjórnar Akureyrar að veigamiklar breytingar á sparisjóðakerfinu muni skapa óvissu hjá íbúum fjölmargra byggðarlaga, draga úr samkeppni og veikja byggðirnar þar sem störf kunna að tapast."
Ályktunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Valgerður H. Bjarnadóttir lagði fram bókun svohljóðandi:
"Ég tek heilshugar undir bókun þá um sparisjóðina sem hér er til samþykktar, en vil taka fram að sú þróun sem hér er til umræðu er í raun ekki annað en eðlileg í ljósi leikreglna sem nú gilda á fjármálamarkaði þessa lands. Nánast ótakmarkað frelsi á fjármálamarkaði leiðir til söfnunar auðsins á hendur örfárra karla á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í frjálshyggjusamfélagi hafa auður og völd tilhneigingu til að laðast þangað sem slíkt er fyrir."
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 14. janúar 2004
Fundargerðin er í 2 liðum.
1. liður, "Ráðning sviðsstjóra stjórnsýslusviðs" var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Valgerður H. Bjarnadóttir lagði fram bókun svohljóðandi:
"Lagt er til að Sigríður Stefánsdóttir verði ráðin í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Telja má Sigríði og Dan Brynjarsson jafnhæf til starfans og þar sem hinir tveir sviðsstjórar bæjarins eru karlar, liggur beint við í ljósi jafnréttislaga og nýsamþykktrar Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar að ráða konu."3 Fundargerðir umhverfisráðs dags. 18. desember 2003 og 14. janúar 2004
Fundargerðin frá 18. desember er í 11 liðum.
Fundargerðin frá 14. janúar er í 28 liðum.
Fundargerðin frá 18. desember var borin upp í einu lagi og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.
Gerður Jónsdóttir óskar bókað að hún situr hjá við afgreiðslu 1. liðar í fundargerð frá 14. janúar.
Fundargerðin frá 14. janúar var borin upp í einu lagi og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.4 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 19. desember 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
2. liður, "Sjúkraflutningar - endurnýjun samnings" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerðir stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 19. desember 2003 og 9. janúar 2004
Fundargerðin frá 19. desember er í 8 liðum.
Fundargerðin frá 9. janúar er í 10 liðum.

Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 19. desember:
2. liður, "Gránufélagsgata 26 og 28 - nýbygging" var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 9. janúar gefur ekki tilefni til ályktunar.6 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 17. desember 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður, "Samningur um menningarmál á Akureyri 2004-2006" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður, "Listasafnið á Akureyri - skipulag og rekstur" var samþykktur með 10 atkvæðum gegn 1.
3. liður, "Gilfélagið - samstarfssamningur" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.7 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 16. desember 2003
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð kjaranefndar STAK og Akureyrarbæjar dags. 12. janúar 2004
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. janúar 2004
Fundargerðin er í 12 liðum.
10. liður, "Hjúkrunarrými" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
12. liður, "Dvalarheimilið Hlíð - arfur". Bæjarstjórn tekur undir þakkir félagsmálaráðs.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.10 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 5. janúar 2004
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


11 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 18. desember 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


12 Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 18. desember 2003
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.

Fundi slitið.