Bæjarstjórn

4531. fundur 16. desember 2003

3168. fundur
16.12.2003 kl. 16:00 - 21:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, 1. varaforseti
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir
Guðmundur Jóhannsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 20. og 27. nóvember og 4. og 11. desember 2003
Fundargerðin frá 20. nóvember er í 8 liðum.
Fundargerðin frá 27. nóvember er í 10 liðum.
Fundargerðin frá 4. desember er í 11 liðum.
Fundargerðin frá 11. desember er í 10 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 20. nóvember:
5. liður, "Háskólinn á Akureyri - Bókakaupasjóður" var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

Næst var tekin fyrir fundargerð dags. 27. nóvember:
4. liður, "Landsmót UMFÍ" verður afgreiddur með 5. lið í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 18. nóvember.
8. liður, "Bankaviðskipti - framlenging samnings" var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

Fundargerðin frá 4. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður, "Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - húsaleiga" var samþykktur með 7 atkvæðum gegn 2.
Valgerður H. Bjarnadóttir lagði fram svohljóðandi bókun:
"Valgerður H. Bjarnadóttir greiðir atkvæði gegn þeirri hækkun á húsaleigu, sem hér er lögð til. Í einstaka tilvikum er um að ræða allt upp undir 50% hækkun og er það óforsvaranlegt með jafn litlum fyrirvara. Þótt laga þurfi reglur Akureyrarbæjar að reglugerð, er nauðsynlegt og sjálfsagt að gera það með mildari hætti."
7. liður, "Globodent ehf. - lánssamningur" var samþykktur með 8 atkvæðum gegn 2 og 1 sat hjá.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

Að síðustu var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 11. desember:
4. liður, "Vetraríþróttamiðstöð Íslands - tilnefning fulltrúa í stjórn", 2ja aðalmanna og 2ja til vara. Fram komu nöfn eftirtalinna aðalmanna: Þórarinn B. Jónsson og Jóhann G. Sigurðsson og varamanna: Gerður Jónsdóttir og Nói Björnsson.
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.
7. liður, "Melateigur 1-41". Oktavía Jóhannesdóttir lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Í ljósi þess sem fram kemur í bréfi félagsmálaráðuneytisins frá 2. desember 2003 og varðar hagsmuni húseigenda við Melateig 1-41 leggur Samfylkingin fram eftirfarandi tillögu: Bæjarstjórn Akureyrar taki kröfugerð húseigenda við Melateig til nýrrar málsmeðferðar þar sem tekið verði mið af margítrekuðu áliti félagsmálaráðuneytisins. Er þar m.a. átt við bréf félagsálaráðuneytisins frá 2. desember sl. þar sem fram kemur að ráðuneytið telji tillögur Akureyrarbæjar til lausnar málsins og sem samþykktar voru í bæjarstjórn 7. október 2003 ófullnægjandi.
Nauðsynlegt er að hafa samráð við húseigendur við mótun nýrrar tillögu í málinu og lögð áhersla á að ná sáttum og finna farsæla lausn í fullri samvinnu við hlutaðeigandi aðila."
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 9 atkvæðum gegn 1.
9. liður, "Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004" verður afgreiddur með 16. lið dagskrár.
10. liður, "Þriggja ára áætlun 2005-2007" verður afgreiddur með 17. lið dagskrár.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerðir stjórnsýslunefndar dags. 26. nóvember og 10. desember 2003
Fundargerðin frá 26. nóvember er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 10. desember er í 2 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


3 Fundargerðir umhverfisráðs dags. 26. nóvember og 10. desember 2003
Fundargerðin frá 26. nóvember er í 25 liðum.
Fundargerðin frá 10. desember er í 26 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 26. nóvember:
7. liður, "Arnarsíða. Breyting á deiliskipulagi.". Oddur Helgi Halldórsson lagði fram tillögu um að bæjarstjórn samþykki ósk Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum gegn 4.
Liðurinn var síðan samþykktur með 6 atkvæðum gegn 2.
1.- 6. og 8.- 25. liður voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem þeir gefa tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 10. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
3. liður, "Búðargil. Deiliskipulag, breytingar." var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjóri lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Tilmæli til umhverfisráðs um það að leita leiða til að lækka húsin í landinu sem nemur hækkunarþörf þeirra."
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.
1., 2. og 4.- 26. liður voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.4 Fundargerðir framkvæmdaráðs dags. 14. nóvember og 5. desember 2003
Fundargerðin frá 14. nóvember er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 5. desember er í 5 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 14. nóvember:
3. liður, "Aðalstræti við Minjasafn - útboð" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 5. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
2. liður, "Fjárhagsáætlun tækni- og umhverfissviðs" verður afgreiddur með 16. lið dagskrár.
3. liður, "Stoðveggur við Ketilhús - útboð" var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 21. nóvember 2003
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerðir menningarmálanefndar dags. 20. nóvember og 2. desember 2003
Fundargerðin frá 20. nóvember er í 7 liðum.
Fundargerðin frá 2. desember er í 2 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 20. nóvember:
1. liður, "Menningarhús á Akureyri" var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Munnleg tillaga frá bæjarstjóra um að bæjarráði verði falið að vinna að skipun dómnefndar og undirbúningi hönnunarsamkeppni um húsið.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 2. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður, "Fjárhagsáætlun 2004 - menningarmál" verður afgreiddur með 16. lið dagskrár.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.7 Fundargerðir skólanefndar dags. 1. og 8. desember 2003
Fundargerðin frá 1. desember er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 8. desember er í 5 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 1. desember:
4. liður, "Sumarlokanir í leikskólum á Akureyri" var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 8. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður, "Fjárhagsáætlun 2004 - félagssvið" verður afgreiddur með 16. lið dagskrár.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.8 Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs dags. 18. nóvember og 9. desember 2003
Fundargerðin frá 18. nóvember er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 9. desember er í 4 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 18. nóvember:
3. liður, "Sundfélagið Óðinn - beiðni um afnot af Sundlaug Akureyrar". Fram kom tillaga frá Valgerði H. Bjarnadóttur um að vísa liðnum aftur til íþrótta- og tómstundaráðs með ósk um endurskoðun á ákvörðun varðandi lokun sundlaugarinnar.
Tillagan var borin undir atkvæði og var hún felld með 7 atkvæðum gegn 3.
Liðurinn var síðan borinn upp og samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
5. liður, "Landsmót UMFÍ" ásamt bókun bæjarráðs í 4. lið fundargerðar frá 27. nóvember var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 9. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður, "Fjárhagsáætlun 2004 - íþrótta- og tómstundadeild" verður afgreiddur með 16. lið dagskrár.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.9 Fundargerð kjaranefndar STAK og Akureyrarbæjar dags. 3. desember 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


10 Fundargerð kjaranefndar Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar dags. 9. desember 2003
Fundargerðin er í 4 liðum.
4. liður, "Launaröðun starfsmanna vistunar í Árholti" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.11 Fundargerðir kjarasamninganefndar dags. 3. og 9. desember 2003
Fundargerðin frá 3. desember er í 2 liðum.
Fundargerðin frá 9. desember er í 2 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


12 Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 1. og 8. desember 2003
Fundargerðin frá 1. desember er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 8. desember er í 11 liðum.
Fundargerðin frá 1. desember gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 8. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
3. liður, "Fjárhagsáætlun 2004 - félagssvið" verður afgreiddur með 16. lið dagskrár.
5. liður, "Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar - reglur" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
8. liður, "Þingeyjarsveit - samningar" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinar gefa ekki tilefni til ályktunar.13 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 20. nóvember 2003
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


14 Fundargerð jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 9. desember 2003
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður, "Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar".
Gerður Jónsdóttir bar fram eftirfarandi breytingartillögu við kafla á bls. 9 í Jafnréttisstefnunni, svohljóðandi:
"Þegar ráðið er í störf hjá bænum skal unnið að því að jafna hlut kynjanna. Skal meginreglan vera sú að standi valið á milli tveggja eða fleiri umsækjenda sem eru jafnhæfir skuli sá umsækjandi verða fyrir valinu sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein hjá bænum"
falli út og í staðinn komi:
"Starfsmenn. Þegar ráðið er í störf hjá bænum skal unnið að því að jafna hlut kynjanna. Skal meginreglan vera sú að standi valið á milli jafnhæfra umsækjenda af gagnstæðu kyni skal sá ráðinn sem er af því kyni sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein hjá bænum."
Breytingartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Liðurinn ásamt breytingartillögunni var síðan borinn upp í heild og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.15 Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 18. nóvember 2003
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


16 Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004 - síðari umræða
2003040030
Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004 - síðari umræða - ásamt 9. lið í fundargerð bæjarráðs frá 11. desember, sem vísað var til afgreiðslu með þessum lið fyrr á fundinum.
Undirliðir 9. liðar:
a) Starfsáætlanir - var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
b) Gjaldskrár - var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
c) Kaup á vörum og þjónustu - var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Valgerður H. Bjarnadóttir lagði fram bókun svohljóðandi:
"Ég sit hjá við afgreiðslu þessarar fjárhagsáætlunar.
Stærstu liðir áætlunarinnar eru vissulega bundnir í lögum, þeim framkvæmdum og þjónustu sem öll bæjarstjórnin er sammála um að veita. Hins vegar eru ýmsir liðir sem ég hefði viljað sjá hækka eða lækka eftir atvikum, sumir hafa verið leiðréttir ögn milli umræðna, í átt til óska minnihlutans og er það vel, en aðrir eru enn ófullnægjandi. Sem dæmi um brýna þörf í því sambandi má nefna aukið stöðuhlutfall á Alþjóðastofu, kostnað vegna hjúkrunar aldraðra, sem eru á biðlista fyrir hjúkrunarrými, aukið stöðuhlutfall iðjuþjálfa, aukin útgjöld vegna umhverfismála o.fl.
Ég geri sérstaka athugasemd við þær gífurlegu gjaldskrárhækkanir sem beinast að þeim sem minnst fjárráð hafa í bæjarfélaginu, t.d. lífeyrisþegum, atvinnulausum, láglaunaþegum og einstæðum foreldrum. Sérstaklega er með öllu óeðlileg sú hækkun sem áætluð er á húsaleigu í félagslegu húsnæði og mun óhjákvæmilega kalla á aukin fjárhagsvandræði margra fjölskyldna og aukin útgjöld bæjarfélagsins á öðrum sviðum. Einnig tel ég ýmsa útgjaldaliði vanreiknaða og má þar sem dæmi nefna hækkun vegna starfsmats sem kemur til framkvæmda 2004."

Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið - allar upphæðir í þúsundum króna:

Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 17-21)
Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð kr. 171.215 og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjáhæð kr. 10.871.423 var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

A-hluta stofnanir: (byrjar á bls. 23)
I. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða kr. -48.768, efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð kr. 8.127.618.

II. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða kr. 10.143, efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð kr. 91.372.

III. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða kr. -10.584, efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð kr. 441.330.

IV. Húsverndarsjóður, rekstrarniðurstaða kr. -85, efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð kr. 7.658.

V. Menningarsjóður, rekstrarniðurstaða kr. 23, efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð
kr. 385.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Samstæðureikningur aðalsjóðs (bls. 11)
Samstæðureikingur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð kr. 121.945 og niðurstöðu á efnahagsreikningi kr. 12.718.367 var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

B- hluta stofnanir:
Samstæðureikningur B-hluta stofnana (bls. 43)
B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 49)
Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:

I. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða kr. -6.229.

II. Fráveita Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða kr. 16.122.

III. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða kr. -2.120.

IV. Dvalarheimili aldraðra, rekstrarniðurstaða kr. 368.

V. Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða kr. -2.575.

VI. Norðurorka hf., rekstrarniðurstaða kr. 77.990.

VII. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða kr. 6.884.

VIII. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða kr. 324.

IX. Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur, rekstrarniðurstaða kr. 43.

X. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða kr. -9.774.

XI. Heilsugæslustöðin á Akureyri, rekstrarniðurstaða kr. 617.

Samstæðureikningur B-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð kr. 81.650 og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð kr. 8.155.822 var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar.
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð kr. 163.595 og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð kr. 19.374.292 var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Bókun í lok 9. liðar.
Bæjarráð lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar, sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bókunin var síðan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Forseti lýsti yfir að 16. liður dagskrárinnar ásamt 9. lið í fundargerð bæjarráðs frá 11. desember séu þar með afgreiddir.17 Þriggja ára áætlun 2005-2007 - fyrri umræða -
2003110070
Tekið fyrir frumvarp að þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar um rekstur, fjármál og framkvæmdir á árunum 2005-2007 - fyrri umræða.
Fram kom tillaga um að vísa þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar 2005-2007 til bæjarráðs og síðari umræðu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins og fjölskyldum þeirra og íbúum Akureyrar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskaði forseta og fjölskyldu hans, starfsmönnum bæjarins og fjölskyldum þeirra og bæjarbúum gleðilegra jóla og góðs nýs árs.


Fundi slitið.