Bæjarstjórn

4468. fundur 18. nóvember 2003

3167. fundur
18.11.2003 kl. 16:00 - 19:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Ágúst Hilmarsson
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 5. og 13. nóvember 2003
Fundargerðin frá 5. nóvember er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 13. nóvember er í 8 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 5. nóvember.
3. liður, "GSB veitingar ehf. - veitingaleyfi" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 13. nóvember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
4. liður, "Álagning gjalda árið 2004 - útsvar og fasteignagjöld" :
1) Lagt er til að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2004 á Akureyri  verði óbreytt frá fyrra ári eða 13,03% af álagningarstofni.
2) Gerð er tillaga um að á árinu 2004 verði eftirtalin gjöld lögð á fasteignir á Akureyri:
a) Fasteignaskattur samkvæmt a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum, verði 0,35% af álagningarstofni.
b) Fasteignaskattur samkvæmt b-lið 3. greinar sömu laga verði 1,55% af álagningarstofni.
c) Lóðarleiga samkvæmt lóðarleigusamningum á íbúðahúsalóðum verði 0,5% af
álagningarstofni og lóðarleiga af öðrum lóðum verði 2,8% af álagningarstofni.
d) Vatnsgjald 0,17% af álagningarstofni.
e) Holræsagjald 0,21% af álagningarstofni, sbr. gjaldskrá um holræsagjald á Akureyri.
f) Sorphirðugjald af íbúðarhúsnæði kr. 6.500 á hverja íbúð.
g) Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega:
Tillögur varðandi afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum verða lagðar fram og ákveðnar af bæjarstjórn í janúar 2004.
Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2004 verði átta, 1. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september.
Tillögurnar voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður, "Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004" verður afgreiddur með 14. lið dagskrár.
6. liður, "Vélsmiðjan - umsókn um leyfi til áfengisveitinga" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 12. nóvember 2003
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


3 Fundargerðir umhverfisráðs dags. 6. og 12. nóvember 2003
Fundargerðin frá 6. nóvember er í 1 lið.
Fundargerðin frá 12. nóvember er í 40 liðum.
Fundargerðin frá 6. nóvember gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 12. nóvember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
2. liður, "Arnarsíða. Breyting á skipulagi". Fram kom tillaga um að vísa liðnum aftur til umhverfisráðs og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
12. liður, "Lóðaúthlutanir. Vinnureglur". Fram kom tillaga um að vísa liðnum aftur til umhverfisráðs og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
1., 3.- 11. og 13.- 40. liður voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem þeir gefa tilefni til ályktunar.4 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 31. október 2003
Fundargerðin er í 6 liðum.
5. liður, "Sökkræsi undir Glerá - útboð" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 7. nóvember 2003
Fundargerðin er í 8 liðum.
1. liður, "Síðuskóli - tilboð í gólf" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.6 Fundargerðir menningarmálanefndar dags. 30. október og 6. nóvember 2003
Fundargerðin frá 30. október er í 1 lið.
Fundargerðin frá 6. nóvember er í 3 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


7 Fundargerð skólanefndar dags. 10. nóvember 2003
Fundargerðin er í 5 liðum.
2. liður, "Forgangsröðun barna í leikskóla Akureyrarbæjar" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.8 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 4. nóvember 2003
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð STAK og Akureyrarbæjar dags. 12. nóvember 2003
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


10 Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 12. nóvember 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


11 Fundargerðir félagsmálaráð dags. 3. og 10. nóvember 2003
Fundargerðin frá 3. nóvember er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 10. nóvember er í 13 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


12 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 31. október 2003
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


13 Fundargerð jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 11. nóvember 2003
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


14 Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004 - fyrri umræða
2003040030
Tekið fyrir frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004 - fyrri umræða.
Oktavía Jóhannesdóttir lagði fram breytingartillögur við frumvarpið svohljóðandi:
"Málaflokkur 21 - Sameiginlegur kostnaður var 90.000 verður 72.500
04 811 - Styrkir var 25.387 verður 12.887
02 114 - Heimaþjónusta var 91.259 verður 96.259 (5.000 minni tekjur)
02 116 - Vistun á stofnunum og heimilum var 20.700 verður 25.700
02 118 - Framlag til félagslegra íbúða var 13.000 verður 28.000
02 315 - Þjónustumiðstöðin Víðilundi var 24.530 verður 25.230 (30% staða sjúkraliða)
02 607 - Menntasmiðjan v/Alþjóðastofu var 14.100 verður 15.230
05 514 - Efling tónlistarlífs á Akureyri var 00.000 verður 1.200
06 216 - Hjólabrettasvæði v/brettapalla var 00.200 verður 1.200
06 412 - Íþróttamiðstöð Glerárskóla v/baðvörslu var 25.028 verður 25.928"
(Allar upphæðir eru í þús. kr.)

Samþykkt var með 10 samhljóða atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004 ásamt breytingartillögum Oktavíu til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn, sem ráðgert er að fari fram þann 9. desember nk.


Fundi slitið.