Bæjarstjórn

4440. fundur 04. nóvember 2003

3166. fundur
04.11.2003 kl. 16:00 - 17:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 23. og 30. október 2003
Fundargerðin frá 23. október er í 15 liðum.
Fundargerðin frá 30. október er í 10 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 23. október:
10. liður, "Melateigur 1-41 - svarbréf Hagsmunafélags húseigenda og íbúa við Melateig 1-41": Oktavía Jóhannesdóttir endurflutti bókun og tillögu sem hún lagði fram í bæjarráði 23. október sl. svohljóðandi:
"Undirrituð getur að ýmsu leyti tekið undir gagnrýni Hagsmunafélags íbúa við Melateig 1-41 á málsmeðferð Akureyrarbæjar vegna deilna þessara aðila um gatnagerðargjöld, skipulag o.fl. Sérstaklega ámælisvert er að mikilvæg gögn í málinu sbr. bréf bæjarlögmanns dags. 14. ágúst 2003 til félagsmálaráðuneytis og svar ráðuneytisins dags. 22. ágúst 2003 voru hvorki kynnt í bæjarráði né bæjarstjórn og því bæjarfulltrúum ókunnugt um efni þeirra þegar bæjarstjórn tók ákvörðun í málinu.
Ástæða er til að ætla að upplýsingarnar sem fram koma í bréfinu gætu haft áhrif á ákvarðanatöku í málinu.
Því er óskað eftir endurupptöku og nýrri meðferð málsins hjá bæjarstjórn eftir að bæjarfulltrúum hafa verið kynntar allar staðreyndir málsins."
Tillagan var borin upp og felld með 10 atkvæðum gegn 1.
14. liður, "Netskil hf." var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 30. október var afgreidd á eftirfarandi hátt:
4. liður, "Aukin heimild til ráðstöfunar viðbótarlána 2003 - umsókn" var samþykktur með
11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 29. október 2003
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


3 Fundargerð umhverfisráðs dags. 22. október 2003
Fundargerðin er í 34 liðum.
1.- 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
6. liður, "Naustahverfi. Lóðarumsóknir": Oktavía Jóhannesdóttir bar fram tillögu svohljóðandi:
"Tillaga um að vísa 6. lið úr fundargerð umhverfisráðs frá 22. október 2003 aftur til ráðsins með þeirri ósk að reynt verði að finna lausn á lóðavanda Búmanna sem fyrst."
Tillagan var borin upp og felld með 9 atkvæðum gegn 2.
6.- 34. liður voru síðan bornir upp í einu lagi og samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem þeir gefa tilefni til ályktunar.4 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 17. október 2003
Fundargerðin er í 7 liðum.
2. liður, "Dalsbraut - gatnaframkvæmdir, útboð" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 23. október 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 16. október 2003
Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


Fundi slitið.