Bæjarstjórn

4412. fundur 21. október 2003

3165. fundur
21.10.2003 kl. 16:00 - 18:11
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhanna H. Ragnarsdóttir
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 9. og 16. október 2003
Fundargerðin frá 9. október er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 16. október er í 9 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 9. október:
1. liður, "Fræðslunefnd - fundargerð dags. 2. október 2003" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 16. október var afgreidd á eftirfarandi hátt:
5. liður, "Veitingaleyfi - Flugkaffi" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 15. október 2003
Fundargerðin er í 7 liðum.
1. liður, "Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar - endurskoðun 2003" verður afgreiddur undir 11. lið dagskrár.
3. liður, "Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð 2002-2005 - skipun í starfshóp", aðalmenn Bjarni Jónasson, Guðmundur Ómar Guðmundsson, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir og Ingi Rúnar Eðvarðsson og varamenn Magnús Steinar Magnússon, Sunna Árnadóttir, Jóna Jónsdóttir, Nói Björnsson og Oktavía Jóhannesdóttir, var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.3 Fundargerð umhverfisráðs dags. 8. október 2003
Fundargerðin er í 31 lið.
Fundargerðin var borin upp í einu lagi og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.4 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 3. október 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
2. liður, "Slökkvilið Akureyrar - ráðning aðstoðarslökkviliðsstjóra - athugasemdir félagsmálaráðuneytisins" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 10. október 2003
Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 9. október 2003
Fundargerðin er í 14 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


7 Fundargerðir skólanefndar dags. 6. og 13. október 2003
Fundargerðin frá 6. október er í 6 liðum.
Fundargerðin frá 13. október er í 9 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 14. október 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 6. og 13. október 2003
Fundargerðin frá 6. október er í 6 liðum.
Fundargerðin frá 13. október er í 6 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


10 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 3. október 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


11 Breyting á Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar - síðari umræða
2003070066
Breytingar á Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar (stjórnsýslunefnd 15. október 2003) tekin til síðari umræðu.
Oktavía Jóhannesdóttir bar fram breytingartillögu þess efnis að síðasta setning 2. tl. 56. gr., "Þetta gildir þó ekki ef ákvörðun hefur verið tilkynnt málsaðila og hagsmunir hans mæla gegn því að mál verði tekið upp að nýju." falli út.
Fyrst var borin upp til atkvæða tillaga Oktavíu Jóhannesdóttur og var hún felld með 8 atkvæðum gegn 1.
Samþykktin með áorðnum breytingum frá fyrri umræðu var síðan tekin til afgreiðslu og samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.


Fundi slitið.