Bæjarstjórn

4043. fundur 03. júní 2003

3158. fundur
03.06.2003 kl. 16:00 - 17:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir
Guðný Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Jóna Jónsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigurveig S. Bergsteinsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


I. Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs:

1. Kosning forseta bæjarstjórnar:
Við kosningu forseta hlaut Þóra Ákadóttir 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
Þóra Ákadóttir er því réttkjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar:
Við kosningu 1. varaforseta hlaut Jakob Björnsson 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Jakob Björnsson því réttkjörinn sem 1. varaforseta.
Við kosningu á 2. varaforseta hlaut Oktavía Jóhannesdóttir 7 atkvæði, 4 seðlar
voru auðir.
Lýsti forseti Oktavíu Jóhannesdóttur réttkjörna sem 2. varaforseta.

3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara:
Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
og varamanna:
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.


II. Kosning nefnda til eins árs:


1. Bæjarráð: 5 aðalmenn og 5 til vara.
Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
Jakob Björnsson
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
og varamanna:
Gerður Jónsdóttir
Þóra Ákadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.
Aðaláheyrnarfulltrúi í bæjarráði verður Oktavía Jóhannesdóttir og
varaáheyrnarfulltrúi Hermann Jón Tómasson.


III. Fundargerðir:

1 Fundargerð bæjarráðs dags. 22. maí 2003
Fundargerðin er í 11 liðum.
5. liður, "Bifreiðastöð Norðurlands hf. - beiðni um afsal Akureyrarbæjar á hlutafé sínu", var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 28. maí 2003
Fundargerðin er í 36 liðum.
2. liður, "Lindasíða - Bugðusíða - Arnarsíða. Deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting".
Fram kom breytingartillaga við 2) undirlið 2. liðar frá bæjarfulltrúa Gerði Jónsdóttur svohljóðandi:
"Ráðið tekur fram að komið hefur verið verulega til móts við sjónarmið fulltrúa sóknarinnar við gerð skipulagstillögunnar. Ráðið fellst ekki á að fækka íbúðum í raðhúsunum umfram það sem orðið er, en samþykkir að byggingarreitur fjölbýlishúss næst Bugðusíðu verði styttur um allt að 7 m og færður fjær kirkjunni sem því nemur. Fallist er á að íbúðir í hvoru keðjuhúsi um sig norðan Arnarsíðu verði ekki fleiri en fjórar. Ástæða fyrir "snúningi" þessara húsa (keðjuhúsa norðan Arnarsíðu) er einkum sú, að þannig verður stefna þeirra í samræmi bæði við núverandi hús við Arnarsíðu og væntanleg hús norðan græna svæðisins, en stefna þeirra síðar nefndu ræðst af stefnu miðáss kirkjunnar".
Breytingartillagan var borin upp og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
2. liður var síðan borin upp í heild og samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
3. liður, "Lóð Brekkuskóla og nágrenni. Deiliskipulag", var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
4. liður, "Kaupvangsstræti, milli Hafnarstrætis og Skipagötu. Útfærsla á götu". Fram kom tillaga um að vísa liðnum til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem þeir gefa tilefni til ályktunar.3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 23. maí 2003
Fundargerðin er í 7 liðum.
1. liður, "Naustahverfi 2. áfangi - gatnagerð og lagnir, útboð", var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður, "Síðubraut - gatnagerð og lagnir, útboð", var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
4. liður, "Sorpáætlun fyrir Eyjafjörð - 2003-2006", var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.4 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 23. maí 2003
Fundargerðin er í 7 liðum.
Oddur Helgi Halldórsson vék af fundi bæjarstjórnar við umfjöllun fundargerðarinnar vegna tengsla við 5. lið.
1. liður, "Brekkuskóli - nýbygging", var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
2. liður, "Lystigarður - vélageymsla", var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
3. liður, "Samkomuhúsið - viðbygging", var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
4. liður, "Síðuskóli - viðbygging og íþróttahús", var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
5. liður, "Sundlaug Akureyrar", var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
6. liður, "Útboð í utanhússmálningu - Hlíð", var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 22. maí 2003
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerð skólanefndar dags. 19. maí 2003
Fundargerðin er í 4 liðum.
4. liður, "Útleiga húsnæðis í grunnskólum og æskulýðs- og íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar".
Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur um að vísa liðnum til bæjarráðs.
Tillagan var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum og hafi bæjarráð heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.7 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 27. maí 2003
Fundargerðin er í 5 liðum.
2. liður, "Útleiga húsnæðis í grunnskólum og æskulýðs- og íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar" var afgreiddur með 6. lið dagskrár, þ.e. 4. lið í fundargerð skólanefndar 19. maí 2003.
Aðrir liðir fundargerðarinar gefa ekki tilefni til ályktunar.8 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 19. maí 2003
Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 14. maí 2003
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


10 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 19. maí 2003
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


11 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 15. maí 2003
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.

Fundi slitið.