Bæjarstjórn

3957. fundur 06. maí 2003

3156. fundur
06.05.2003 kl. 16:00 - 17:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Hermann Jón Tómasson
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Fundargerð bæjarráðs dags. 23. apríl 2003
Fundargerðin er í 18 liðum.
4. liður, "Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra - hreinsun og losun rotþróa" var samþykktur með
11 samhljóða atkvæðum.
7. liður, "Landsvirkjun - lántaka á markaði í Þýskalandi" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
8. liður, "Hraungerði 3 - dýpt lóðar". Fram kom tillaga um að vísa liðnum aftur til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
10. liður, "Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - breytingar á starfsemi" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
13. liður, "Iðnaðarsafn, framkvæmdir á Krókeyri - fjárveiting flutt milli ára" verður afgreiddur undir
3. lið dagskrár, fundargerð framkvæmdaráðs.
17. liður, "Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2002" verður afgreiddur undir 9. lið dagskrár.
18. liður, "Rannsóknarhús fyrir Háskólann á Akureyri - stofnun einkahlutafélags um byggingu og rekstur" var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 30. apríl 2003
Fundargerðin er í 26 liðum.
Fundargerðin var borin upp í einu lagi og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.


3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 11. apríl 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður, "Stoðveggur í Kaupvangsgili - útboð" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


2. liður, "Umferðamálning 2003 - útboð, yfirborðsmerkingar gatna" var samþykktur með
11 samhljóða atkvæðum.
3. liður, "Umferðamálning 2003 - útboð, stakar yfirborðsmerkingar gatna" var samþykktur með
11 samhljóða atkvæðum.4 Fundargerðir stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 11. og 25. apríl 2003
Fundargerðin frá 11. apríl er í 11 liðum.
Fundargerðin frá 25. apríl er í 5 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 11. apríl.
5. liður, "Staðsetning fyrir Iðnaðarsafn" ásamt bókun við 13. lið í fundargerð bæjarráðs 23. apríl 2003 var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
9. liður, "Gránufélagsgata 6 og braggi á Oddeyrartanga - niðurrif" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 25. apríl.
1. liður, "Samkomuhúsið - viðbygging og gatnagerð" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður, "Síðuskóli - viðbygging og íþróttahús" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 22. apríl 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerð skólanefndar dags. 14. apríl 2003
Fundargerðin er í 9 liðum.
3. liður, "Úthlutun almennra kennslustunda 2003-2004" ásamt afgreiðslu við 1. lið í fundargerð bæjarráðs 23. apríl 2003 var samþykktur með 9 atkvæðum gegn 1.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.7 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 28. apríl 2003
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 10. apríl 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður, "Friðlýsing Krossanesborga". Fram kom tillaga um að vísa liðnum til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.9 Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2002 - síðari umræða
2003040004
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2002 borinn upp og
samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Reikningarnir voru síðan undirritaðir.

Í lok fundar las forseti upp tilkynningu frá Framsóknarflokknum um breytingu í jafnréttis- og fjölskyldunefnd:
Gerður Jónsdóttir, kt. 181150-4409 tekur sæti aðalmanns og formanns í stað Björns Snæbjörnssonar, kt. 290153-2719 og Mínerva B. Sverrisdóttur, kt. 211067-5949 tekur sæti varamanns.

Fundi slitið.