Bæjarstjórn

3912. fundur 15. apríl 2003

3155. fundur
15.04.2003 kl. 16:00 - 19:03
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Fundarritari:
Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir


1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 3. og 10. apríl 2003
Fundargerðin frá 3. apríl er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 10. apríl er í 7 liðum.
Fundargerðin frá 3. apríl gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 10. apríl var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður, "Markaðssetning á fyrirtækjamarkaði", verður afgreiddur undir 13. lið dagskrár, fundargerð atvinnumálanefndar dags. 7. apríl 2003.
5. liður, "Menningarhús á Akureyri - samkomulag", var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
6. liður, "Samningur um menningarmál á Akureyri", var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 9. apríl 2003
Fundargerðin er í 2 liðum.
1. liður, "Sameining fjármálasviðs og þjónustusviðs".
Við afgreiðslu á liðnum kom fram tillaga svohljóðandi:
"Flutningur jafnréttis- og fjölskyldumála og þess starfsmanns sem þeim sinnir, yfir á félagssvið er í andstöðu við þróun í átt að samþættingu jafnréttis- og kynjasjónarmiða í allt starf sveitarfélagsins. Við leggjum því til að 100% staða jafnréttisráðgjafa verði staðsett beint undir bæjarstjóra við hlið bæjarlögmanns eins og staðan var upphaflega á árunum 1991-1998.
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir."
Fram kom tillaga um að vísa tillögunni til stjórnsýslunefndar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
1. liður var síðan samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


3 Fundargerð umhverfisráðs dags. 9. apríl 2003
Fundargerðin er í 20 liðum.
Fundargerðin var borin upp í einu lagi og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.


4 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 4. apríl 2003
Fundargerðin er í 6 liðum.
3. liður, "Slökkvistöð við flugvöll", var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
4. liður, Beitarlönd - leigusamningar", var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
5. liður, "Geislagata - framkvæmdir 2003, útboð", var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
6. liður, "Grenilundur og Bjarkarlundur - 2003, útboð", var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 3. apríl 2003
Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerð skólanefndar dags. 31. mars 2003
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


7 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 8. apríl 2003
Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð kjaranefndar STAK og Akureyrarbæjar dags. 2. apríl 2003
Fundargerðin er í 6 liðum.
1. liður, "Listleiðbeinandi - endurskoðun launaflokka", var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður, "Launakjör rekstrarstjóra Bjargs-Iðjulundar", var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.9 Fundargerð kjaranefndar Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar dags. 7. apríl 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
2. liður, "Laun flokksstjóra í sumarvinnu", var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.10 Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 17. mars 2003
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


11 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 7. apríl 2003
Fundargerðin er í 23 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.12 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 9. apríl 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


13 Fundargerðir atvinnumálanefndar dags. 1. og 7. apríl 2003
Fundargerðin frá 1. apríl er í 1 lið.
Fundargerðin frá 7. apríl er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 1. apríl gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 7. apríl var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður, "Markaðssetning á fyrirtækjamarkaði", ásamt tillögum nefndarinnar var samþykktur með
9 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.14 Fundargerð jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 8. apríl 2003
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


15 Kjör í undirkjörstjórnir við Alþingiskosningar 10. maí 2003
Kosning 27 aðalmanna og 27 varamanna í undirkjörstjórnir við Alþingiskosningar 10. maí nk.
Lagður var fram listi með tilnefningum í undirkjörstjórnir með nöfnum 27 aðalmanna og 27 varamanna. Þar sem þetta eru jafnmargir og kjósa á lýsti forseti þetta fólk réttkjörið sem aðal- og varamenn í undirkjörstjórnir.


16 Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2002 - fyrri umræða
Tekinn var fyrir Ársreikningur Akureyrarbæjar 2002 - fyrri umræða.
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið.