Bæjarstjórn

3719. fundur 21. janúar 2003

3149. fundur
21.01.2003 kl. 16:00 - 18:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar:Fundarritari:
Þóra Ákadóttir forseti
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Guðný Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson


1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 19. desember 2002, 9. og 16. janúar 2003
Fundargerðin frá 19. desember er í 13 liðum.
Fundargerðin frá 9. janúar er í 18 liðum.
Fundargerðin frá 16. janúar er í 14 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 19. desember 2002.
6. liður fundargerðarinnar var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
8., 9. og 12. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 9. janúar 2003.
9. og 17. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
10. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúi Kristján Þór Júlíusson sat hjá við afgreiðslu liðarins.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Að lokum var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 16. janúar 2003.
1.- 5. og 10.- 12. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
6. liður verður afgreiddur með fundargerð skólanefndar frá 13. janúar sem afgreidd verður síðar á fundinum.
Við afgreiðslu á 7. lið lagði bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir fram eftirfarandi bókun:
"Samfylkingin á Akureyri er fylgjandi því að Akureyrarbær veiti Landsvirkjun eigendaábyrgð á lánum sem tekin verða til fjármögnunar á Kárahnjúkavirkjun.
Sú afstaða byggist m.a. á greinargerð nefndar sem skipuð var af eigendum Landsvirkjunar og ætlað að meta áhættu og arðsemi vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar er arðsemismat Landsvirkjunar vel rökstutt og því allar líkur taldar á að framkvæmdin verði arðbær og skili ásættanlegri ávöxtun á eigið fé.
Jafnframt fagnar Samfylkingin á Akureyri atvinnuuppbyggingu á Austurlandi og telur að fyrirhugaðar framkvæmdir vegna virkjunarinnar og stóriðju verði lyftistöng fyrir atvinnu og mannlíf á svæðinu og gefi Austfirðingum góð sóknarfæri til framtíðar."
7. liður var síðan samþykktur með 10 atkvæðum gegn 1 atkvæði Valgerðar H. Bjarnadóttur með vísun til bókunar hennar við liðinn í bæjarráði.
8. og 13. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
9. liður var samþykktur með 8 atkvæðum gegn 2.
14. liður verður afgreiddur með 13. lið dagskrárinnar.2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 15. janúar 2003
Fundargerðin er í 29 liðum.
Fram kom utan dagskrár fundargerð umhverfisráðs dagsett 19. desember 2002.
Fundargerðin er í 19 liðum.
Forseti leitaði afbrigða á að taka fundargerðina á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. Fundargerðin var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1.- 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
5. og 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
7.- 19. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem þeir gefa tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 15. janúar var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 20. desember 2002
Fundargerðin er í 2 liðum.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.4 Fundargerðir stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 13. og 20. desember 2002
Fundargerðin frá 13. desember er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 20. desember er í 2 liðum.
Fundargerðin frá 13. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
Fram kom tillaga um að vísa 2. lið til afgreiðslu í bæjarráði og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var fundargerðin frá 20. desember afgreidd á þessa leið.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerðir stjórnar Norðurorku dags. 13. og 27. desember 2002
Fundargerðin frá 13. desember er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 27. desember er í 2 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 13. desember.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2. og 3. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 27. desember gefur ekki tilefni til ályktunar.6 Fundargerð skólanefndar dags. 13. janúar 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
3. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
4. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.7 Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs dags. 30. desember 2002 og 14. janúar 2003
Fundargerðin frá 30. desember er í 2 liðum.
Fundargerðin frá 14. janúar er í 4 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


8 Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 16. desember 2002 og 13. janúar 2003
Fundargerðin frá 16. desember er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 13. janúar er í 8 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 11. desember 2002
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


10 Fundargerðir atvinnumálanefndar dags. 16. desember 2002 og 6. janúar 2003
Fundargerðin frá 16. desember er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 6. janúar er í 4 liðum.
3. liður í fundargerðinni frá 16. desember var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Að öðru leyti gefa fundargerðirnar ekki tilefni til ályktunar.11 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 19. desember 2002
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fram kom tillaga um að vísa 3. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.12 Fundargerðir jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 17. desember 2002 og 14. janúar 2003
Fundargerðin frá 17. desember er í 6 liðum.
Fundargerðin frá 14. janúar er í 3 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


13 Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Akureyrar 2004-2006 - síðari umræða -
Tekin fyrir þriggja ára áætlun 2004-2006 - síðari umræða - ásamt 14. lið í fundargerð bæjarráðs frá 16. janúar sl.
Áætlunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið.