Bæjarstjórn

4374. fundur 07. október 2003

3164. fundur
07.10.2003 kl. 16:00 - 19:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Ágúst Hilmarsson
Bjarni Jónasson
Hermann Jón Tómasson
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 18. og 25. september og 2. október 2003
Fundargerðin frá 18. september er í 8 liðum.
Fundargerðin frá 25. september er í 8 liðum.
Fundargerðin frá 2. október er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 18. september gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 25. september var afgreidd á eftirfarandi hátt:
2. liður, "Íbúðalánasjóður - heimild til veitingar viðbótarlána 2004" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
4. liður, "Búsetumál fatlaðra" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
5. liður, "Íbúðalánasjóður - lánveitingar til leiguíbúða 2004" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
7. liður, "Melateigur 1-41 - skipulag".
Hermann Jón Tómasson lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Bæjarstjórn samþykkir að eftirfarandi áherslur verði lagðar til grundvallar sáttatillögu sem lögð verði fyrir íbúa við Melateig:
Bæjarsjóður Akureyrar yfirtekur götumannvirkið Melateig með gangstéttum, holræsum, götulýsingu og sameiginlegum opnum grassvæðum og gefur út sérstakan lóðarsamning fyrir hvert hús á lóðinni að teknu tilliti til skipulagslaga og byggingarreglugerðar.
Bæjarsjóður tryggir að frágangur og viðhald á götumannvirkjum verði í samræmi við það sem almennt gerist með húsagötur í bæjarfélaginu.
Bæjarsjóður greiðir:
a) Útlagðan rekstrarkostnað íbúanna af götumannvirkinu og kostnað sem hlotist hefur af málarekstri hagsmunafélags íbúanna gagnvart bænum.
b) Eðlilega þóknun vegna yfirtöku á eignum íbúanna, þ.e. götumannvirkjum og opnu svæði. Þessi þóknun taki mið af þeim gatnagerðargjöldum sem greidd voru vegna húsa við Melateig á sínum tíma og verði íbúunum boðin greiðsla sem nemur 80% af þeim. Þar með er fylgt fordæmi sveitarfélaga sem farið hafa svipaðar leiðir við gatnagerð á byggingarreitum."
Fyrst var tillaga Hermanns Jóns Tómassonar borin undir atkvæði og var hún felld með 9 atkvæðum gegn 1.
Því næst var tillaga bæjarstjóra sem fram kemur í 7. lið í fundargerð bæjarráðs 18. september sl. borin undir atkvæði og var hún samþykkt með 7 atkvæðum gegn 1.
Valgerður H. Bjarnadóttir situr hjá við afgreiðslu þessa máls og óskar bókað:
"Skipulag á reitnum við Melateig byggir á fyrirmynd sem er góð og mikilvægt að verði viðhaldið við deiliskipulag byggingarreita á Akureyri í framtíðinni. Slíkt skipulag er í samræmi við fjölskyldustefnu bæjarins, þar sem afmarkaðir reitir með nokkrum fjölbýlis-/raðhúsum auka öryggi frá almennri bílaumferð og bjóða upp á notalegt samveruumhverfi fyrir börn og fullorðna. Við deiliskipulag og framkvæmdir á reitnum við Melateig urðu þau mistök að reiturinn varð of stór og umferð um hann of lík almennu akstursumhverfi til að framangreindum markmiðum verði náð.
Þess vegna og vegna þess að óánægja íbúa við Melateig er almenn, er rétt að Akureyrarbær komi til móts við íbúana með því að bjóðast til að yfirtaka götumannvirki og hluta græns svæðis, þ.e. láta deiliskipuleggja svæðið að nýju í samræmi við tillögu bæjarstjóra sem hér er til afgreiðslu. Við slíka yfirtöku er sjálfsagt að öllum kröfum um aðgengi fatlaðra, niðurföll í götum o.sl. sé fullnægt, en jafnframt reynt að færa reitinn sem næst því örugga umhverfi sem að framan er lýst. Ég lít hins vegar svo á að Melateigurinn sé frábrugðinn öðrum reitum sem byggja á sömu grunnhugmynd og því beri ekki að svo komnu máli að líta á þessa aðgerð sem fordæmi fyrir önnur svæði."
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Að síðustu var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 2. október:
3. liður, "Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2003 - endurskoðun" var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 24. september 2003
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


3 Fundargerð umhverfisráðs dags. 24. september 2003
Fundargerðin er í 27 liðum.
1. liður, "Þétting byggðar 2002. Aðal- og deiliskipulag, athugun." var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
4. liður, "Búðargil. Deiliskipulag, breytingar." Samþykkt var með 11 samhljóða atkvæðum að vísa liðnum aftur til umhverfisráðs.
2., 3. og 5.- 27. liður voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem þeir gefa tilefni til ályktunar.4 Fundargerðir stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 12. og 26. september 2003
Fundargerðin frá 12. september er í 11 liðum.
Fundargerðin frá 26. september er í 7 liðum.
Fundargerðin frá 12. september gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 26. september var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður, "Brekkuskóli - 2. áfangi" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerðir menningarmálanefndar dags. 18. og 22. september 2003
Fundargerðin frá 18. september er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 22. september er í 2 liðum.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerð skólanefndar dags. 22. september 2003
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


7 Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs dags. 19. og 30. september 2003
Fundargerðin frá 19. september er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 30. september er í 5 liðum.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð kjaranefndar Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar dags. 25. september 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 15. og 19. september 2003
Fundargerðin frá 15. september er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 19. september er í 2 liðum.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


10 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 19. september 2003
Fundargerðin er í 5 liðum.
2. liður, "Flugkaffi - áfengisveitingaleyfi" hefur þegar hlotið afgreiðslu undir 1. lið í fundargerð bæjarstjórnar 16. september 2003.
Fundargerðin gefur því ekki tilefni til ályktunar.11 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 9. september 2003
Fundargerðin er í 4 liðum.
2. liður, "Atvinnumálanefnd - tillaga um starfslok" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
3. liður, "Byggðaáætlun 2002-2005 - skipun starfshóps" var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum. Tilnefningu í starfshópinn er vísað til næsta fundar bæjarstjórnar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.12 Fundargerð jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 23. september 2003
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


13 Breyting á Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar - fyrri umræða
2003070066
Lögð fram greinargerð með tillögum um breytingar á Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Samþykkt var með 11 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunum til stjórnsýslunefndar og seinni umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið.