Bæjarstjórn

3598. fundur 17. desember 2002

3148. fundur
17.12.2002 kl. 16:00 - 20:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Fundarritari:
Þóra Ákadóttir forseti
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Jón Erlendsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson


1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 5. og 12. desember 2002
Fundargerðin frá 5. desember er í 13 liðum.
Fundargerðin frá 12. desember er í 20 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 5. desember.
2. liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 12. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1., 2., 3., 4., 7. og 10.- 16. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
5. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með viðkomandi viðkomandi fundargerð.
6. liður verður afgreiddur með fjárhagsáætlun ársins 2003.
8. liður verður afgreiddur með fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 6. desember 2002.
9. liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
Tilnefning í stjórnsýslunefnd:
Aðalmenn: Kristján Þór Júlíusson, formaður, Jakob Björnsson, varaformaður, Gerður Jónsdóttir, Valgerður H. Bjarnadóttir, Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
og varamanna: Þóra Ákadóttir, Jóhannes G. Bjarnason, Guðný Jóhannesdóttir, Jón Erlendsson, Oddur Helgi Halldórsson.
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þetta fólk réttkjörið til starfa í stjórnsýslunefnd.
17.- 19. liður verða afgreiddir með 13. lið dagskrárinnar.
20. liður verður afgreiddur með 12. lið dagskrárinnar.


2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 11. desember 2002
Fundargerðin er í 29 liðum.
1., 2., 4. og 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3., 6., 7. og 9.- 29. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
8. liður verður afgreiddur með fjárhagsáætlun ársins 2003.3 Fundargerðir framkvæmdaráðs dags. 6. og 9. desember 2002
Fundargerðin frá 6. desember er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 9. desember er í 1 lið.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 6. desember.
1. liður verður afgreiddur með fjárhagsáætlun ársins 2003.
2. og 3. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá kom til afgreiðslu fundargerðin frá 9. desember.
Fundargerðin verður afgreidd með fjárhagsáætlun ársins 2003.4 Fundargerðir stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 29. nóvember og 6. desember 2002
Fundargerðin frá 29. nóvember er í 8 liðum.
Fundargerðin frá 6. desember er í 2 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 29. nóvember.
1., 3. og 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 6. desember var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.5 Fundargerðir stjórnar Norðurorku dags. 29. nóvember og 9. desember 2002
Fundargerðin frá 29. nóvember er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 9. desember er í 2 liðum.
Fundargerðin frá 29. nóvember gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 9. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.6 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 5. desember 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


7 Fundargerðir skólanefndar dags. 2. og 9. desember 2002
Fundargerðin frá 2. desember er í 7 liðum.
Fundargerðin frá 9. desember er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 2. desember gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 9. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. og 3.- 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Við afgreiðslu á 2. lið kom fram eftirfarandi breytingartillaga frá bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur:
"Undirrituð gerir að tillögu sinni að ákvörðun um lokun á leikskólanum Árholti verði frestað. Ákvörðun skólanefndar um lokun leikskólans bar brátt að og kemur illa við foreldra, börn og starfsmenn skólans.
Fjölbreytni í leikskólastarfi er að margra mati ákjósanleg og æskilegt að leikskólarnir séu af mismunandi stærð og gerð. Árholt er lítill og vinalegur skóli og staðsetning hans rétt við Glerárskóla er ákaflega hentug fyrir marga foreldra. Að auki er skólinn staðsettur í miðju barnmargs hverfis og vandséður jafngóður kostur í nágrenninu.
Því er eðlilegt að skoða alla möguleika til áframhaldandi rekstrar á Árholti í stað þess að taka ákvörðunina í flaustri."
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 7 atkvæðum gegn 4.
Þá var lagður fram undirskriftarlisti frá foreldraráði leikskólans Árholts með undirskriftum 37 manna þar sem fram koma óskir um að leikskólinn verði ekki lagður niður heldur starfi áfram.
2. liður verður afgreiddur með fjárhagsáætlun ársins 2003.8 Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs dags. 3. og 9. desember 2002
Fundargerðirnar eru hvor um sig í 5 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 3. desember.
2. liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 9. desember gefur ekki tilefni til ályktunar.9 Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 2. og 6. desember 2002
Fundargerðin frá 2. desember er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 6. desember er í 1 lið.
Fundargerðin frá 2. desember gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fudargerðin frá 6. desember verður afgreidd með fjárhagsáætlun ársins 2003.10 Fundargerðir atvinnumálanefndar dags. 29. nóvember og 2. desember 2002
Fundargerðin frá 29. nóvember er í 1 lið.
Fundargerðin frá 2. desember er í 4 liðum.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


11 Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 2. desember 2002
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


12 Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Akureyrar 2004 2006 - fyrri umræða -
Tekin fyrir þriggja ára áætlun 2004-2006 - fyrri umræða -
Fram kom tillaga um að vísa þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Akureyrar árin 2004-2006 til bæjarráðs og síðari umræðu.


13 Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2003 - síðari umræða -
Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2003 - síðari umræða -
Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003 - síðari umræða - ásamt lið 17, 18 og 19 í fundargerð bæjarráðs frá 12. desember sl. sem vísað hafði verið til afgreiðslu með þessum lið fyrr á fundinum.
17. liður í fundargerð bæjarráðs frá 12. desember var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
18. liður í sömu fundargerð var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
19. liður í fundargerðinni frá 12. desember var afgreiddur á eftirfarandi hátt:
Undirliður a) var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
b) var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
c) var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
d) var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Þá lagði bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir fram eftirfarandi breytingartillögu við frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2003:

1) Liðurinn 04-811 styrkir til félaga og stofnana lækki um kr. 15 milljónir og verði kr. 9.768 milljónir.
2) Liðurinn 21-903 óskipt fjárveiting til sameiginlegs kostnaðar lækki um 4 milljónir og verði 24 milljónir.
3) Liðurinn 21-815 styrkveitingar bæjarráðs lækki um 2 milljónir og verði 8 milljónir.
Lagt er til að peningunum sem þannig verða færðir til sé (21 milljón) ráðstafað á eftirfarandi hátt:
1) 8 milljónum verði bætt við liðinn 04-1 leikskólar og skóladagheimili í þeim tilgangi að draga úr fyrirhuguðum hækkunum leikskólagjalda.
2) 2.5 milljónum verði bætt við liðinn 06-318 til að unnt verði að opna félagsmiðstöð í Giljaskóla.
3) 1.2 milljónir verði bætt við liðinn 05-514 til eflingar tónlistarlífs á Akureyri.
4) 5 milljónum verði bætt við 02-002 skrifstofu fjölskyldudeildar í þeim tilgangi að ráða iðjuþjálfa í skólateymið og taka upp bakvaktir í barnavernd frá áramótum.
5) 4.3 milljónir verði notaðar til að taka til baka þjónustuskerðingu við íbúa í sambýlum á Akureyri. Það sem á vantar verði tekið með lækkunum á handbæru fé frá rekstri.
Breytingartillögurnar voru bornar upp í einu lagi og felldar með 7 atkvæðum gegn 2.

Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið:
Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 21-23)
Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð kr. 164.859.000 og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjáhæð kr. 10.724.110.000 var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 atkvæðum gegn 2.

A-hluta stofnanir: ( byrjar á bls. 27)
I. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða kr. -56.393.000, efnahagsreikningur með niðurstöðu fjárhæð kr. 7.288.876.000.

II. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða kr. 13.906.000, efnahagsreikningur með niðurstöðu fjárhæð kr. 58.276.000.

III. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða kr. -3.935.000, efnahagsreikningur með niðurstöðu fjárhæð kr. 290.760.000.

IV. Húsverndarsjóður, rekstrarniðurstaða kr. -2.138.000, efnahagsreikningur með niðurstöðu fjárhæð kr. 7.058.000.

V. Menningarsjóður með rekstrarniðurstöðu fjárhæð kr. 192.000, efnahagsreikningur með niðurstöðu fjárhæð kr. 1.967.000.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 7 atkvæðum gegn 2.

Samstæðureikningur aðalsjóðs (bls. 15)
Samstæðureikingur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð kr. 116.491.000 og niðurstöðu á efnahagsreikningi kr. 11.969.653.000 var borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum gegn 2.

B- hluta stofnanir:
Samstæðureikningur B. hluta stofnana (bls. 47)
B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 53)
Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:

I. Félagslegar íbúðir rekstrarniðurstaða kr. -6.595.000.

II. Fráveita Akureyrarbæjar rekstrarniðurstaða kr. 8.863.000.

III. Strætisvagnar Akureyrar rekstrarniðurstaða kr. -2.255.000.

IV. Dvalarheimili aldraðra rekstrarniðurstaða kr. -43.000.

V. Framkvæmdasjóður Akureyrar rekstrarniðurstaða kr. -18.389.000.

VI. Norðurorka rekstrarniðurstaða kr. 171.742.000.

VII. Eignarhaldsfélagið Rangárvellir rekstrarniðurstaða kr. -15.032.000

VIII. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar rekstrarniðurstaða kr. 7.358.000.

IX. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar rekstrarniðurstaða kr. 304.000.

X. Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur rekstrarniðurstaða kr. 18.000.

XI. Hafnasamlag Norðurlands rekstrarniðurstaða kr. -8.847.000

Samstæðureikningur B-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð kr. 137.124.000 og niðurstöðu á efnahagsreikningi með niðurstöðu að fjárhæð kr. 8.273.006.000 var borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar.
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð kr. 253.615.000 og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð kr. 18.971.819.000 var borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum gegn 2.

Bókun í lok 19. liðar.
Bæjarráð lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar, sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bókunin var síðan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Forseti lýsti yfir að 13. liður dagskrárinnar ásamt 17.- 19. lið í dagskrá bæjarráðs frá 12. desember séu þar með afgreiddir.

Forseti óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og góðs nýs árs.

Fundi slitið.