Bæjarstjórn

3568. fundur 03. desember 2002

3147. fundur
03.12.2002 kl. 16:00 - 20:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar:Fundarritari:
Þóra Ákadóttir forseti
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson


1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 21., 26. og 28. nóvember 2002
Fundargerðin frá 21. nóvember er í 15 liðum.
Fundargerðin frá 26. nóvember er í 1 lið.
Fundargerðin frá 28. nóvember er í 17 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 21. nóvember.
6. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
9. og 14. liður verða afgreiddir með fjárhagsáætlun ársins 2003.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 26. nóvember gefur ekki tilefni til ályktunar.
Að síðustu var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 28. nóvember.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður verður afgreiddur síðar á fundinum með 13. lið dagskrárinnar.
6. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
5. og 13. liður verða afgreiddir með fjárhagsáætlun ársins 2003.
7. liður verður afgreiddur með 1. lið í fundargerð stjórnar Norðurorku frá 22. nóvember sl.
8. liður var samþykktur með 8 atkvæðum gegn 1.
Bæjarfulltrúi Valgerður H. Bjarnadóttir fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs óskaði bókað:
"Ég greiði atkvæði gegn formbreytingu á Norðurorku í hlutafélag.
Ég lít svo á að hlutverk Norðurorku sé að sjá bæjarbúum fyrir ódýrri og öruggri orku og vatni og góðri þjónustu. Engin rök hafa verið færð fyrir því að breyting fyrirtækisins í hlutafélag muni á nokkurn hátt bæta þjónustuna eða lækka orku- og vatnsverð til neytendanna."
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 27. nóvember 2002
Fundargerðin er í 30 liðum.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
3.- 30. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum að svo miklu leyti sem þeir gefa tilefni til ályktunar.3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 22. nóvember 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
1. og 5. liður verða afgreiddir með fjárhagsáætlun árins 2003.
2. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
3. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
4. liður hefur verið afgreiddur í bæjarráði 28. nóvember sl., 6. lið.4 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 15. nóvember 2002
Fundargerðin er í 11 liðum.
1., 2. og 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
3., 5. og 7.- 11. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
6. liður verður afgreiddur með fjárhagsáætlun ársins 2003.5 Fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 22. nóvember 2002
Fundargerðin er í 3 liðum.
Við afgreiðslu á 1. lið lagði bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir að veita Norðurorku einfalda bæjarábyrgð vegna 300 mkr. lántöku fyrirtækisins."
Tillagan var samþykkt með 8 atkvæðum gegn 2.
2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
3. hefur verið afgreiddur í bæjarráði 28. nóvember sl., 8. lið.6 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 19. nóvember 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


7 Fundargerð kjaranefndar STAK og Akureyrarbæjar dags. 20. nóvember 2002
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerðir félagsmálaráðs dags. 18. og 27. nóvember 2002
Fundargerðin frá 18. nóvember er í 16 liðum.
Fundargerðin frá 27. nóvember er í 1 lið.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 18. nóvember.
12. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 27. nóvember gefur ekki tilefni til ályktunar.9 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 13. nóvember 2002
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


10 Fundargerðir atvinnumálanefndar dags. 21. október, 4. og 18. nóvember 2002
Fundargerðirnar frá 21. október og 18. nóvember eru í 4 liðum.
Fundargerðin frá 4. nóvember er í 3 liðum.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


11 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 21. nóvember 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


12 Fundargerð jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 12. nóvember 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


13 Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2003 - fyrri umræða -
Tekið fyrir frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2003 - fyrri umræða -
Samþykkt var með 11 samhljóða atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2003 til bæjarráðs og 2. umræðu.

Fundi slitið.