Bæjarstjórn

3450. fundur 05. nóvember 2002

3145. fundur
05.11.2002 kl. 16:00 - 17:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Fundarritari:
Þóra Ákadóttir
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson


1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 24. og 31. október 2002
Fundargerðin frá 24. október er í 12 liðum.
Fundargerðin frá 31. október er í 17 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 24. október.
5., 10. og 11. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður verður afgreiddur með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar árið 2003.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 31. október.
1.- 11. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
12., 14., 15. og 17. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir óskaði eftir að 13. liður yrði borinn upp til afgreiðslu og varð forseti við þeirri ósk.
Afgreiðsla bæjarráðs var síðan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum gegn 4.
16. liður verður afgreiddur með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003.2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 23. október 2002
Fundargerðin er í 42 liðum.
1.- 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Við afgreiðslu á 5.- 8. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur:
"Legg til að lóðir þær sem tilgreindar eru í lið 5 - 8 verði úthlutað til Fjölnis ehf."
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum gegn 4.
Liðir 5 - 8 voru síðan bornir óbreyttir undir atkvæði og samþykktir með 5 atkvæðum gegn 4.
Liðir 9 - 42 voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.


3 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 17. október 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


4 Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs dags. 22. og 29. október 2002
Fundargerðin frá 22. október er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 29. október er í 4 liðum.
Fundargerðin frá 22. október gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 29. október var afgreidd á þá leið að 1. liður fundargerðarinnar verður afgreiddur með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar árið 2003, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerð kjaranefndar Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar dags. 21. október 2002
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerð kjarasamninganefndar dags. 21. október 2002
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


7 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 21. október 2002
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 17. október 2002
Fundargerðin er í 7 liðum.
3. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

Fundi slitið.