Bæjarstjórn

3436. fundur 22. október 2002

3144. fundur
22.10.2002 kl. 16:00 - 17:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Fundarritari:
Þóra Ákadóttir forseti
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jakob Björnsson/Akureyrarbaer/IS
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson


1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 10. og 17. október 2002
Fundargerðin frá 10. október er í 23 liðum.
Fundargerðin frá 17. október er í 10 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 10. október.
Við afgreiðslu á 1. lið komu fram tvær tillögur.
Frá bæjarstjóra sem er á þessa leið:
"Með vísan til samþykktar bæjarstjórnar þann 17. september sl. vegna 6. töluliðar í fundargerð bæjarráðs frá 12. sama mánaðar og ennfremur afgreiðslu bæjarráðs í 1. tölulið frá fundi þess 10. október sl. samþykktir bæjarstjórn að fela jafnréttis- og fjölskyldunefnd að fylgjast skipulega og faglega með þróun grunnlauna og aukagreiðslna til karla og kvenna sem starfa hjá Akureyrarbæ. Ekki verði að svo stöddu ráðist í framkvæmd nýrrar heildarrannsóknar á launum starfsmanna Akureyrarbæjar en þess í stað vinni nefndin að þessu verkefni með þeim hætti:
° að bera skipulega saman grunnlaun og aukagreiðslur til karla og kvenna á einstökum vinnustöðum hjá Akureyrarbæ.
° að leita skýringa á óeðlilegum launamun, ef hann kemur í ljós innan eða milli vinnustaða Akureyrarbæjar hjá starfsfóki í sambærilegum störfum.
° að gera tillögur til bæjarráðs um úrbætur ef niðurstöður athugana leiða í ljós að faglegra sjónarmiða sé ekki gætt við ákvörðun launakjara eða ef yfirvinnumagn á einstökum vinnustöðum er meira en samrýmist fjölskyldustefnu bæjarstjórnar."
Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Undirrituð gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn láti gera allsherjarkönnun á launamun kynjanna hjá Akureyrarbæ.
Mikilvægt er að slík könnun fari fram áður en nýtt launakerfi ókynbundið starfsmat er tekið upp til að unnt sé að mæla af nákvæmni áhrif hins nýja fyrirkomulags á launamun kynjanna."
Forseti úrskurðaði að tillaga bæjarstjóra yrði borin fyrst upp til afgreiðslu þar sem hún gengi lengra en tillaga Oktavíu.
Tillagan var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. Afgreiðslu á 1. lið var þar með lokið.
2., 5., 6., 11., 12., 14., 22. og 23. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Vegna 3. liðar óskaði bæjarfulltrúi Valgerður Bjarnadóttir bókað:
"Í bréfi Landvirkjunar og öðrum gögnum sem fyrir liggja, kemur skýrt fram að Akureyrarbær væri að taka verulega efnahagslega áhættu með samþykkt framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Landsvirkjun mun með framkvæmdunum auka skuldir sínar um meira en 100% eða úr 85 milljörðum í allt að 185 milljarða. Sem eigandi tekur Akureyrarbær ábyrgð á þessum skuldum. Ég óska þess vegna eftir því að fulltrúi bæjarins sem hér er verið að tilnefna í nefnd sem ætlað er að fara yfir þessa áhættuþætti, mæti á fund bæjarráðs fljótlega eftir að nefndin hefur tekið til starfa, þannig að öll sjónarmið varðandi þetta mikilvæga mál verði reifuð og skili sér inn í vinnuna."
4., 7., 8., 9., 10., 13. og 15.- 21. liður voru samþykktir með 11 samlhjóða atkvæðum.
Fundargerðin frá 17. október var afgreidd á eftirfarandi hátt.
1. liður verður afgreiddur með fundargerð skólanefndar síðar á fundinum.
2. liður tilnefning 5 manna starfshóps, sem skili tillögum um framtíðaráherslur í atvinnumálum Akureyrarbæjar.
Fram komu nöfn eftirtalinna manna: Bjarni Jónasson, sem kalli nefndina saman, Valur Knútsson, Guðmundur Ómar Guðmundsson, Oktavía Jóhannesdóttir og Oddur Helgi Halldórsson.
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.
3. liður tilnefning fulltrúa í nefnd um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag FSA. Fram kom listi með nafni Guðmundar Ómars Guðmundssonar og var hann samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
4. og 6.- 10. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
5. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 9. október 2002
Fundargerðin er í 32 liðum.
1., 3., 4., 8., 9. og 15. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
2. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
5. liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Fram kom tillaga um að vísa 6. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
7., 10.,14. og 16.- 32. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
11. liður var samþykktur með 8 atkvæðum gegn 1.
12. liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
13. liður var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 11. október 2002
Fundargerðin er í 8 liðum.
5.- 7. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.4 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 11. október 2002
Fundargerðin er í 7 liðum.
1.- 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
5. og 7. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
6. liður verður afgreiddur með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003.5 Fundargerðir skólanefndar dags. 7. og 14. október 2002
Fundargerðin frá 7. október er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 14. október er í 4 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 7. október.
1. liður verður afgreiddur með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003.
4. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 14. október var afgreidd á þessa leið.
1. liður verður afgreiddur síðar með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003.
2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
3. og 4. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.6 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 7. október 2002
Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


7 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 9. október 2002
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


8 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 7. október 2002
Fundargerðin er í 7 liðum.
1. liður hefur verið afgreiddur í fundargerð bæjarráðs 17. október sl. 2. lið.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.9 Fundargerðir jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 12. og 14. október 2002
Fundargerðin frá 12. október er í 1 lið.
Fundargerðin frá 14. október er í 3 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.

Fundi slitið.