Bæjarstjórn

3355. fundur 17. september 2002

Bæjarstjórn - Fundargerð
3142. fundur
17.09.2002 kl. 16:00 - 18:06
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Fundarritari:
Þóra Ákadóttir
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Ágúst Hilmarsson
Hermann Jón Tómasson
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson


1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 4. og 12. september 2002
Fundargerðin frá 4. september er í 12 liðum.
Fundargerðin frá 12. september er í 11 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 4. september.
1., 8. og 9. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
2.- 7. og 10.- 12. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 12. september.
1.- 5. og 10.- 11. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
7. og 8. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
9. liður - Endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2002 - Liðurinn var borinn upp í einu lagi og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður fundargerðarinnar sem er í 4 undirliðum var afgreiddur á eftirfarandi hátt:
Fram kom tillaga frá bæjarstjóra um að seinni setning í 4. undirlið falli brott og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Þá kom fram eftirfarandi bókun og tillaga frá bæjarfulltrúa Valgerði H. Bjarnadóttur:
"Ég fagna þeirri könnun sem jafnréttisnefnd fól RHA að framkvæma og sem hefur gefið mikilvægar upplýsingar um þróun launamála hjá æðstu stjórnendum bæjarins.
Ástæða er til að lýsa ánægju yfir þeirri staðreynd að meirihluti kvenna og karla í sambærilegum stjórnunarstörfum en á ólíkum sviðum hafa nú sambærileg grunnlaun.
Hins vegar er ástæða til að hafa áhyggjur af og kanna nánar þann mun sem er á yfirvinnugreiðslum eða þóknun til karla og kvenna og leiðrétta nú þegar þann kynbundna launamun sem er til staðar. Einnig lýsi ég furðu minni yfir því að yfirvinnulaun/þóknanir skuli nema allt að 41% heildarlauna karla og 38% heildarlauna kvenna meðal sviðsstjóra og tel það brjóta í bága við almenna launa- og fjölskyldustefnu hjá opinberum atvinnurekendum."
Tillaga bæjarfulltrúa Valgerðar er á þessa leið:
"Framundan eru miklar breytingar í kjaramálum starfsmanna Akureyrarbæjar, sem og annarra sveitarfélaga, þegar ákvæði um samræmt starfsmat, sem samið var um í síðustu kjarasamningum, tekur gildi. Áætlað er að breytingin komi til framkvæmda fyrir mitt næsta ár. Hún nær þó ekki til allra stétta og hafa t.d. verk- og tæknifræðingar samið um notkun annars starfsmats. Til að fylgjast með áhrifum breytingarinnar er lagt til að framkvæmd verði ný rannsókn á launum allra starfsmanna Akureyrarbæjar, sambærileg þeirri sem birt var 1998, og síðan verði stefnt að því að gera samanburðarkönnun árið 2004, þegar áhrif starfsmatsins eiga að fulllu að vera komin í ljós. Með þessu móti má ná því markmiði sem fram kemur í 3. lið ályktunar bæjarráðs."
Fram kom tillaga um að vísa tillöguninni ásamt 3. undirlið 6. liðar fundargerðarinnar til bæjarráðs.
Tillagan var borin undir atkvæði ásamt 6. lið í heild sinni og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 11. september 2002
Fundargerðin er í 37 liðum.
1. liður verður afgreiddum síðar með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar árið 2003.
2. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
3. liður var samþykktur með 9 atkvæðum gegn 2.
4.- 37. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 6. september 2002
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður verður afgreiddur síðar með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003.
2. og 3. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.4 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 6. september 2002
Fundargerðin er í 7 liðum.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


5 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 5. september 2002
Fundargerðin er í 7 liðum.
1. liður verður afgreiddur síðar með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerð skólanefndar dags. 9. september 2002
Fundargerðin er í 8 liðum.
1. liður verður afgreiddur síðar með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003.
2. og 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.7 Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs dags. 29. ágúst og 10. september 2002
Fundargerðin frá 29. ágúst er í 3 liðum.
Fundargerðin frá 10. september er í 4 liðum.
1. liður í fundargerðinni frá 29. ágúst verður afgreiddur síðar með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
1. liður í fundargerðinni frá 10. september verður afgreiddur síðar með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.8 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 9. september 2002
Fundargerðin er í 8 liðum.
1.- 7. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
8. liður verður afgreiddur síðar með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003.9 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 11. september 2002
Fundargerðin er í 6 liðum.
5. liður verður afgreiddur síðar með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


10 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 2. september 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
4. liður verður afgreiddur síðar með fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003, aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

Fleira ekki gert.