Bæjarstjórn

3112. fundur 18. júní 2002

3138. fundur
18.06.2002 kl. 16:00 - 16:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Fundarritari:
Þóra Ákadóttir, forseti
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Guðný Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson


1 Fundargerð bæjarráðs dags. 13. júní 2002
Fundargerðin er í 23 liðum.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2.- 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
7.- 15. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
16. og 23. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
17.- 21. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
22. liður verður afgreiddur síðar á fundinum í 4. lið dagskrár.2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 13. júní 2002
Fundargerðin er í 54 liðum.
1. og 2. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Við afgreiðslu á 3. lið kom fram eftirfarandi bókun frá bæjarfulltúa Valgerði H. Bjarnadóttur: "Vinstrihreyfingin grænt framboð er andvíg þeirri breytingu á aðalskipulagi við Furulund sem hér er lögð til. Um er að ræða lóð á krossgötum, sem hefur mikið framtíðargildi fyrir ýmis konar atvinnu-
og þjónustustarfsemi. Mikilvægt er að þétta byggð, en breytingarnar á aðalskipulagi þarf að skoða í samhengi og ætíð skal þar hafa framtíðar heildarhagsmuni í huga."
3. liður var síðan borinn undir atkvæði og samþykktur með 10 atkvæðum gegn 1.
4. og 6. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
5. og 7.- 54. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.3 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 7. júní 2002
Fundargerðin er í 6 liðum.
1.- 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
5. og 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.4 Tillaga að breytingum á 57. grein Samþykktar um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar - síðari umræða
Bæjarráð hefir á fundi sínum 13. júní sl. vísað breytingunum til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.
Tillagan við síðari umræðu var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.


5 Tillaga að breytingum á 29. grein Lögreglusamþykktar Akureyrar - síðari umræða
Tillagan samþykkt í bæjarstjórn 18. júní sl.
Tillagan við síðari umræðu var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


6 Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst
Tillaga frá bæjarstjóra um bæjarstjórnarfundi í júlí og ágúst 2002.
Í samræmi við 7. og 48. grein samþykktar um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkir bæjarstjórn að í mánuðunum júlí og ágúst verði sumarleyfi bæjarstjórnar og þá haldinn einn reglulegur bæjarstjórnarfundur í hvorum mánuði.

Gert er ráð fyrir að bæjarstjórnarfundirnir verði 23. júlí og 20. ágúst.

Jafnframt er bæjarráði heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.

Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


Við afgreiðslu á dagskrá bæjarstjórnar breytti forseti númeruðum liðum hennar, þannig að 6. liður fékk númer 5 og 5. liður fékk númer 6.

Fundi slitið kl. 16:20