Bæjarstjórn

3091. fundur 21. maí 2002

Bæjarstjórn - Fundargerð
3136. fundur
21.05.2002 kl. 16:00 - 16:58
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar : Fundarritari :
Þóra Ákadóttir forseti
Ásta Sigurðardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásgeir Magnússon
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Páll Tómasson
Steingrímur Birgisson
Þórainn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir1 Fundargerð bæjarráðs dags. 16. maí 2002
Fundargerðin er í 13. liðum.
1.- 4. liður verða afgreiddir með fundargerðum viðkomandi nefnda.
5.- 8. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
9. liður, 10. liður, 11. liður, 12. liður og 13. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 8. maí 2002
Fundargerðin er í 23 liðum.
1. liður var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður, 4. liður og 6.- 23. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
3. og 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 6. maí 2002
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. liður og 3. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
4 Fundargerðir stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 3. og 13. maí 2002
Fundargerðin frá 3. maí er í 2 liðum.
Fundargerðin frá 13. maí er í 4 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 3. maí. Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin fyrir fundargerðin frá 13. maí.
1. og 4. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Við afgreiðslu á 2. lið lagði bæjarfulltrúi Ásgeir Magnússon fram svohljóðandi tillögu:

"Með vísan til þess að ekki hefur tekist að selja fasteignina Þórsstíg 4, sem Akureyrarbær og Byggðastofnun eignuðust á nauðungaruppboði á síðasta ári samþykkir bæjarstjórn Akureyrar að fela bæjarstjóra að leita allra leiða til að koma fasteigninni í not til uppbyggingar og/eða eflingar atvinnulífs í bæjarfélaginu."
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Fyrst var borin upp bókun stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúi Steingrímur Birgisson óskaði bókað að hann tæki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Þá var borin upp tillaga Ásgeirs Magnússonar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
3. liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
5 Fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 10. maí 2002
Fundargerðin er í 2 liðum.
1. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
6 Fundargerðir skólanefndar dags. 6. og 13. maí 2002
Fundargerðin frá 6. maí er í 13 liðum.
Fundargerðin frá 13. maí er í 5 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 6. maí.
1. liður og 2. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
3. - 11. liður og 13. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fram kom tillaga um að vísa 12. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Þá var tekin fyrir fundargerðin frá 13. maí.
1. liður og 2. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
3.- 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
7 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 13. maí 2002
Fundargerðin er í 7 liðum.
1. - 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Í 7. lið var afgreiðsla bæjarráðs samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
8 Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 8. og 15. maí 2002
Fundargerðin frá 8. maí er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 15. maí er í 2 liðum.
Í fundargerðinni frá 8. maí gefa 1. liður og 3.- 5. liður ekki tilefni til ályktunar.
2. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Í fundargerðinni frá 15. maí var 1. liður samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
9 Fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 14. maí 2002
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.

Dagskrá tæmd.


Að lokinni dagskrá þakkaði forseti bæjarstjórnar öllum bæjarfulltrúum fyrir vel unnin störf á kjörtímabilinu og flutti sérstakar kveðjur og þakkir til þeirra bæjarfulltrúa sem nú láta af störfum.


Fundi slitið kl. 16:58.