Bæjarstjórn

3030. fundur 19. mars 2002

 
3132. fundur
19.03.2002 kl. 16:00 - 16:54
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Fundarritari :
Þóra Ákadóttir forseti
Ásta Sigurðardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Ágúst Hilmarsson
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Páll Tómasson
Steingrímur Birgisson
Valgerður Jónsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 7. og 14. mars 2002
Fundargerðin frá 7. mars er í 6 liðum.
Fundargerðin frá 14. mars er í 21 lið.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 7. mars.
1.- 3. liður verða afgreiddir með viðkomandi nefndum síðar á fundinum.
4.- 6. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 14. mars og var hún afgreidd á eftirfarandi hátt:
1.- 9. og 13., 15., 18., 19. og 20. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
10. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
11. liður, 12. liður, 16. liður, 17. liður og 21. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
14. liður tilnefning á ársfund Landsvirkjunar 2002.
Fram kom listi með nafni aðalmanns: Kristján Þór Júlíusson og varamanns: Sigurður J. Sigurðsson.
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um lýsti forseti þessa menn réttkjörna.2 Fundargerðir umhverfisráðs dags. 6. og 13. mars 2002
Báðar fundargerðirnar eru í 6 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 6. mars.
Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu á 3. og 4. lið og vísa þeim aftur til umhvefisráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 23. mars.
1. liður, 2. liður og 6. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
3., 4. og 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 1. mars 2002
Fundargerðin er í 6 liðum.
1. liður, 3. liður og 6. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
4 Fundargerðir stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 22. febrúar og 1. mars 2002
Fundargerðin frá 22. febrúar er í 1 lið.
Fundargerðin frá 1. mars er í 5 liðum.
Fundargerðin frá 22. febrúar gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 1. mars var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður og 4. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
5 Fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 8. mars 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.6 Fundargerð skólanefndar dags. 4. mars 2002
Fundargerðin er í 10 liðum.
Við afgreiðslu á 1. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarstjóra: "Bæjarstjórn samþykkir að sumarleyfi í leikskólum sumarið 2002 verði með sama hætti og verið hefur undanfarin tvö ár. Ekki kemur þá til sumarlokunar leikskóla eins og fyrirhugað var. Kostnaði sem af þessari ákvörðun hlýst er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2002."
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
1. liður gaf að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar.
3. liður og 4. liður voru samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
7 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 11. mars 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.8 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 12. mars 2002
Fundargerðin er í 6 liðum.
Við afgreiðslu á 1. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúa Ástu Sigurðardóttur: "Bæjarstjórn Akureyrar leggst gegn frumvarpi um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak nr. 63/1969.
Bæjarstjórn lítur svo á það aukna aðgengi að áfengi sem breytingin hefði í för með sér muni auka áfengisneyslu og þá líklega mest meðal unglinga.
Allt lögboðið eftirlit yrði erfiðara viðfangs.
Breytingin væri líka í algjörri andstöðu við heilbrigðisáætlun ríkisstjórnarinnar og samþykkta stefnu hennar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum frá 1996."
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
9 Fundargerð húsnæðisnefndar dags. 6. mars 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.

Dagskrá tæmd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17:54.