Bæjarstjórn

3319. fundur 03. september 2002

3141. fundur
03.09.2002 kl. 16:00 - 17:47
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Fundarritari:
Þóra Ákadóttir
Gerður Jónsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Ágúst Hilmarsson
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson


1 Fundargerð bæjarráðs dags. 22. ágúst 2002
Fundargerðin er í 18 liðum.
1.- 6. liður hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
7., 11. og 14. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
8., 9. 10., 12., 13. og 15.- 18. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Fundargerð umhverfisráðs dags. 28. ágúst 2002
Fundargerðin er í 20 liðum.
1. og 2. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fram kom tillaga um að vísa 5. lið til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 16. ágúst 2002
Fundargerðin er í 11 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


4 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 23. ágúst 2002
Fundargerðin er í 9 liðum.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum. Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


5 Fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 27. ágúst 2002
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fram kom tillaga um að vísa 1. lið til bæjarráðs og endurskoðunar fjárhagsáætlunar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.6 Fundargerð skólanefndar dags. 19. ágúst 2002
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


7 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 20. ágúst 2002
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Vegna 1. liðar kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur:
"Bæjarstjórn Akureyrar vísar ákvörðun íþrótta- og tómstundaráðs um ráðningu deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar aftur til ráðsins með ósk um endurupptöku.
Er þetta gert á þeim forsendum að ráðningin brýtur í bága við Jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar grein 2, liður 2.1.1 og Starfsmannastefnu bæjarstjórnar Akureyrar grein 4, liður 4.2.
Að auki koma fram í skriflegum gögnum sem notuð voru við ákvarðanatöku í málinu villur eða misskilningur sem mögulega hafa haft áhrif á ákvarðanatöku og rökstuðningi er stórlega ábótavant."
Tillagan var borin upp undir atkvæði og felld með 7 atkvæðum gegn 4.
Þá lögðu bæjarfulltrúar L-listans þau Ágúst Hilmarsson og Marsibil Snæbjarnardóttir fram eftirfarandi bókun:
"Eftir skoðun á greinargerð Mannafls um hæfi umsækjenda í starf deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar, að teknu tilliti til krafna sem settar voru fram í auglýsingu um starf og með hliðsjón af Jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar grein 2, liður 2.1.1 þar sem segir: Þegar ráða á í stjórnunarstöður innan bæjarkerfisins verði unnið að því að jafna hlut kynjanna, bæði innan bæjarkerfisins og utan.
Er það mat okkar að Soffía Gísladóttir sé hæfust umsækjenda.
Gerum við það að tillögu okkar að Soffía Gísladóttir verði ráðin í starf deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrarbæjar."
Þá lagði bæjarfulltrúi Valgerður Bjarnadóttir fram eftirfarandi bókun:
"Í hópi deildar- og verkefnastjóra bæjarins eru nú 5 konur og 15 karlar. Nefndir bæjarins hafa 2svar á síðustu vikum látið renna sér úr greipum kjörin tækifæri til að ráða hæfar konur í hóp deildarstjóra Akureyrarbæjar. Ef hér hafa orðið mistök þarf að endurskoða ákvörðunina og því styður undirrituð fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, tillögu Oktavíu Jóhannesdóttur um að vísa 1. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs aftur til ráðsins."8 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 26. ágúst 2002
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 15. ágúst 2002
Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


10 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 15. ágúst 2002
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.


11 Fundargerð jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 19. ágúst 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Fleira ekki gert.