Bæjarstjórn

2976. fundur 15. janúar 2002
3128. fundur
15.01.2002 kl. 16:00 - 18:07
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Bæjarfulltrúar: Fundarritari :
Sigurður J. Sigurðsson forseti
Ásta Sigurðardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásgeir Magnússon
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Steingrímur Birgisson
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Karl Jörundsson


Áður en gengið var til dagskrár óskaði forseti bæjarstjórn og starfsfólki bæjarins gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.


1 Fundargerðir bæjarráðs dags. 20. desember 2001, 3. og 10. janúar 2002
Fundargerðin frá 20. desember er í 14 liðum.
Fundargerðin frá 3. janúar er í 13 liðum.
Fundargerðin frá 10. janúar er í 18 liðum.
Fyrst var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 20. desember.
1., 2., 3., 4. og 6. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðkomandi fundargerðum.
5. lið var vísað til afgreiðslu með fjárhagsáætlun í 14. lið dagskrárinnar.
7., 8., 11. og 14. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
9. liður, 10. liður, 12. liður og 13. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Þá var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 3. janúar.
1. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
5. lið var vísað til afgreiðslu með fjárhagsáætlun í 14. lið dagskrárinnar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Að síðustu var tekin til afgreiðslu fundargerðin frá 10. janúar.
1., 2., 6., 8., 9., 11., 12., 13., 14. og 17. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. og 4. liður verða afgreiddir síðar á fundinum með viðeigandi fundargerðum.
5. liður, 7. liður, 10. liður og 16. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
15. liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
18. lið var vísað til afgreiðslu með fjárhagsáætlun í 14. lið dagskrárinnar.
Við afgreiðslu á 16. lið kom fram eftirfarandi viðaukatillaga frá fulltrúum Framsóknarflokksins.
"Í stað orðanna 70 ára komi 67 ára"
Rökstuðningur: Á undanförnum árum hafa orðið breytingar á íslenskum vinnumarkaði sem hafa leitt til þess að æ fleiri leggja niður störf við 67 ára aldur. Einnig hafa orðið breytingar á reglugerðum lífeyrissjóða þannig að í dag hefja menn töku lífeyris við 67 ára aldur en geta síðan ef þeir vilja frestað töku lífeyris til 70 ára aldurs. Sá hópur sem hætti við 67 ár aldur og á lítinn rétt til greiðslu úr lífeyrissjóði er ekki betur staddur en margir sem áður fyrr létu af störfum við 70 ára aldur. Hér er því um sanngirnismál að ræða.
Fram kom tillaga um að vísa viðaukatillögunni til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
2 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 4. janúar 2002
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. lið var vísað til afgreiðslu með fjárhagsáætlun í 14. lið dagskrárinnar.
1. og 3. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3 Fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 4. janúar 2002
Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.4 Fundargerðir stjórnar Norðurorku dags. 17., 18. og 27. desember 2001
Fundargerðirnar eru allar í 2 liðum.
Við afgreiðslu á fundargerðunum vék bæjarfulltrúi Sigurður J. Sigurðsson af fundi.
1. liður í fundargerðinni frá 17. desember var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
2. liður í sömu fundargerð gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 18. desember var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. lið var vísað til afgreiðslu með fjárhagsáætlun í 14. lið dagskrárinnar.
Við afgreiðslu á 2. lið kom fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarstjórn Akureyrar felur stjórn Norðurorku að kanna kosti og galla þess að breyta fyrirtækinu í hlutafélag. Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar til að taka ákvörðun um framtíðarrekstrarfyrirkomulag Norðurorku."
Bókunin var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum og var afgreiðslu á 2. lið þar með lokið.
Fundargerðin frá 27. desember gefur ekki tilefni til ályktunar.
5 Fundargerð menningarmálanefndar dags. 20. desember 2001
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar í lið 7.2 þar sem Ingólfi Ármannssyni menningarfulltrúa eru þökkuð frábær störf í þágu bæjarins en Ingólfur lét af störfum hjá Akureyrarbæ í desember sl.
6 Fundargerð skólanefndar dags. 7. janúar 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
Samþykkt var að vísa 5. lið til gerðar fjárhagsáætlunar og 14. lið dagskrárinnar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
7 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 18. desember 2001
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.8 Fundargerð kjaranefndar STAK og Akureyrarbæjar dags. 13. desember 2001
Fundargerðin er í 5 liðum.
3. liður, 4. liður og 5. liður voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
1. og 2. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
9 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 17. desember 2001
Fundargerðin er í 14 liðum.
4. liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
10 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 11. desember 2001
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.11 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 13. desember 2001
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.12 Fundargerðir húsnæðisnefndar dags. 12. desember 2001 og 9. janúar 2002
Fundargerðin frá 12. desember er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 9. janúar er í 7 liðum.
7. liður og 8. liður í fundargerðinni frá 12. desember voru samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir sömu fundargerðar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 9. janúar gefur ekki tilefni til ályktunar.
13 Fundargerð jafnréttisnefndar dags. 14. desember 2001
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.14 Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar árið 2002 - fyrri umræða -
Tekið fyrir Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2002 - fyrri umræða -
Samþykkt var með 11 samhljóða atkvæðum að vísa frumvarpinu til bæjarráðs og 2. umræðu, ásamt þeim liðurm úr fundargerðum, sem vísað hafði verið til þessa dagskrárliðar á fundinum,

Dagskrá tæmd.
Fundi slitið.